Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2024 10:08 Svo virðist sem hluti vængs flugvélarinnar hafi brotnað af áður en hún lenti á jörðinni og rennir það stoðum undir það að hún hafi verið skotin niður. Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. Fjölmiðlar í Úkraínu birtu upprunalega í morgun fréttir um að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínska hernum og að hún hafi borið S-300 eldflaugar sem skjóta átti á úkraínskar borgir. Þær fregnir hafa nú verið dregnar til baka og vitna fjölmiðlar í Úkraínu í varnramálaráðuneytið og segja að ekki sé hægt að staðfesta að þeir hafi skotið flugvélina niður. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst, hefur það þó nokkrum sinnum gerst að rússneskir hermenn hafi skotið niður rússneskar herflugvélar fyrir mistök. Þá hafa ráðamenn í Rússlandi ítrekað verið gómaðir við að segja lygar. Enn er ekki hægt að segja til um hvað gerðist í rauninni í Belgorod í morgun. Reykský sem sýnilegt er á meðfylgjandi myndbandi yfir svæðinu þar sem flugvélin brotlenti gefur til kynna flugvélin hafi verið skotin niður, eða í það minnsta að sprenging hafi orðið um borð. The same video, without the obnoxious watermark. Ukrainian sources are claiming to have shot the IL-76 down; that seems probable given the aircraft is visibly breaking apart before impacting the ground. pic.twitter.com/OagP8y6WD4— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) January 24, 2024 RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Andrey Kartapolov, formanni varnarmálanefndar Dúmunnar, að flugvélin hafi verið skotin niður af Úkraínumönnum. Þrjú flugskeyti hafi verið notuð til að skjóta flugvélina niður. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi lifað af. Þá er haft eftir honum í rússneskum fjölmiðlum að fangaskipti við Úkraínumenn hafi verið sett á pásu vegna atviksins. Fangaskipti hafa þó verið mjög sjaldgæf á undanförnum mánuðum. Flugvélin féll ekki til jarðar í byggð. Samkvæmt RIA brotlenti hún fimm til sjö kílómetra frá næsta þorpi. Unwatermarked picture of a Russian Il-76 pic.twitter.com/HNkKwo9xPk— Giorgi Revishvili (@revishvilig) January 24, 2024 Fyrr í morgun sagði Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, að átján manns hefðu fallið í eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu og 130 hefðu særst. Rúmlega fjörutíu eld- og stýriflaugum var skotið að þremur borgum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Fjölmiðlar í Úkraínu birtu upprunalega í morgun fréttir um að flugvélin hefði verið skotin niður af úkraínska hernum og að hún hafi borið S-300 eldflaugar sem skjóta átti á úkraínskar borgir. Þær fregnir hafa nú verið dregnar til baka og vitna fjölmiðlar í Úkraínu í varnramálaráðuneytið og segja að ekki sé hægt að staðfesta að þeir hafi skotið flugvélina niður. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst, hefur það þó nokkrum sinnum gerst að rússneskir hermenn hafi skotið niður rússneskar herflugvélar fyrir mistök. Þá hafa ráðamenn í Rússlandi ítrekað verið gómaðir við að segja lygar. Enn er ekki hægt að segja til um hvað gerðist í rauninni í Belgorod í morgun. Reykský sem sýnilegt er á meðfylgjandi myndbandi yfir svæðinu þar sem flugvélin brotlenti gefur til kynna flugvélin hafi verið skotin niður, eða í það minnsta að sprenging hafi orðið um borð. The same video, without the obnoxious watermark. Ukrainian sources are claiming to have shot the IL-76 down; that seems probable given the aircraft is visibly breaking apart before impacting the ground. pic.twitter.com/OagP8y6WD4— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) January 24, 2024 RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Andrey Kartapolov, formanni varnarmálanefndar Dúmunnar, að flugvélin hafi verið skotin niður af Úkraínumönnum. Þrjú flugskeyti hafi verið notuð til að skjóta flugvélina niður. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi lifað af. Þá er haft eftir honum í rússneskum fjölmiðlum að fangaskipti við Úkraínumenn hafi verið sett á pásu vegna atviksins. Fangaskipti hafa þó verið mjög sjaldgæf á undanförnum mánuðum. Flugvélin féll ekki til jarðar í byggð. Samkvæmt RIA brotlenti hún fimm til sjö kílómetra frá næsta þorpi. Unwatermarked picture of a Russian Il-76 pic.twitter.com/HNkKwo9xPk— Giorgi Revishvili (@revishvilig) January 24, 2024 Fyrr í morgun sagði Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, að átján manns hefðu fallið í eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu og 130 hefðu særst. Rúmlega fjörutíu eld- og stýriflaugum var skotið að þremur borgum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“