Æfir í háfjallaloftinu í Kenía Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2024 14:30 Baldvin Þór Magnússon ætlar sér stóra hluti á árinu 2024. Hann verður 25 ára gamall í apríl Getty/Maja Hitij Íslenski langhlauparinn Baldvin Þór Magnússon prófar nýja hluti á þessu undirbúningstímabili en hann er nú staddur í þrjátíu daga æfingabúðum í Kenía. Frjálsíþróttasambandið segir frá því á miðlum sínum að Íslandsmethafinn í 1500 metra, 3000 metra og 5000 metra hlaupum sé að æfa í Afríku. „Það gengur betur núna eftir að ég náði að aðlagast háfjallaloftinu. Þetta var mjög erfitt fyrst, ég kannski henti mér svolítið í djúpu laugina og tók of erfiðar æfingar of snemma. Þurfti að draga aðeins úr til ná að jafna mig en er kominn á gott strik núna og er búinn að vera á góðu róli síðastliðna viku eða svo,“ sagði Baldvin í samtali við FRÍ. Hann er æfa þarna með fjórum breskum maraþonhlaupurum og segist læra mikið af þeirra góðu reynslu af hlaupum. Það verður fróðlegt að sjá hvort að Baldvin, sem hefur bætt hvert Íslandsmetið á fætur öðru á síðustu árum, haldi uppteknum hætti eftir þessar sérstöku æfingarbúðir í fjalllendi Afríku. „Ég er bjartsýnn fyrir komandi tímabil og tel klárlega að ég hafi aldrei verið með jafn góðan grunn. Markmiðið næstu vikurnar er að koma þeim grunni í mitt besta mögulega 3000 metra hlaupaform í febrúar án þess þó að að það taki frá formi mínu næstkomandi sumar. Bara búinn að taka tvær gæðahraðaæfingar þannig þetta fer allt að koma“ sagði Baldvin. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Frjálsar íþróttir Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Frjálsíþróttasambandið segir frá því á miðlum sínum að Íslandsmethafinn í 1500 metra, 3000 metra og 5000 metra hlaupum sé að æfa í Afríku. „Það gengur betur núna eftir að ég náði að aðlagast háfjallaloftinu. Þetta var mjög erfitt fyrst, ég kannski henti mér svolítið í djúpu laugina og tók of erfiðar æfingar of snemma. Þurfti að draga aðeins úr til ná að jafna mig en er kominn á gott strik núna og er búinn að vera á góðu róli síðastliðna viku eða svo,“ sagði Baldvin í samtali við FRÍ. Hann er æfa þarna með fjórum breskum maraþonhlaupurum og segist læra mikið af þeirra góðu reynslu af hlaupum. Það verður fróðlegt að sjá hvort að Baldvin, sem hefur bætt hvert Íslandsmetið á fætur öðru á síðustu árum, haldi uppteknum hætti eftir þessar sérstöku æfingarbúðir í fjalllendi Afríku. „Ég er bjartsýnn fyrir komandi tímabil og tel klárlega að ég hafi aldrei verið með jafn góðan grunn. Markmiðið næstu vikurnar er að koma þeim grunni í mitt besta mögulega 3000 metra hlaupaform í febrúar án þess þó að að það taki frá formi mínu næstkomandi sumar. Bara búinn að taka tvær gæðahraðaæfingar þannig þetta fer allt að koma“ sagði Baldvin. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira