Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2024 22:00 Þungt hefur verið yfir Ríkisútvarpinu undanfarið vegna stórrar ákvörðunar sem þarf að taka. Vísir/Vilhelm Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins, hefðu ákveðið að aðskilja Söngvakeppnina og þátttöku Íslands í Eurovision algerlega. Þannig yrði ákvörðun um þátttöku ekki tekin fyrr en að Söngvakeppni lokinni. Rúnar Freyr útskýrði ákvörðunina í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ákvörðun um þátttöku yrði tekin í samráði við þá listamenn sem vinna forkeppnina hér heima og á grundvelli öryggissjónarmiða og stöðunnar almennt. „Það hefur verið mjög hávær krafa um að RÚV sniðgangi Eurovision vegna þátttöku Ísraelsmanna og þess skelfilega stríðs sem á sér stað þar. Söngvakeppnin hefur auðvitað verið nátengd Eurovision vegna þess að þar er framlag Íslendinga valið inn í Eurovisionkeppnina. Við ákváðum því að rjúfa þessi tengsl, í sátt við keppendur og starfsfólk RÚV, með það að leiðarljósi að skapa ró um Söngvakeppnina og geta haldið þessa frábæru lagakeppni Íslands fyrir börn og fullorðna með frábærum hætti eins og síðastliðin ár.“ Ákvörðunin firri Ríkisútvarpið ábyrgð á mjög mikilvægri ákvörðun Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu, er ekki ánægður með þetta útspil stjórnenda hjá RÚV, ef marka má skrif hans á Facebook í kvöld. Hann segir að svo virðist sem ákveðið hafi verið, án aðkomu stjórnar, vegna þess að ákvörðunin komi henni ekki við, að varpa skuli ábyrgðinni á þáttöku RÚV í Eurovision á listafólkið sem vinnur í dægurlagakeppninni. „Þetta er auðvitað win win fyrir stjórnina og stjórnendur. Þetta stórkostlega trix firrir okkur algerlega allri ábyrgð á þessar gríðarlega mikilvægu ákvörðun og þeir sem verða brjálaðir út af niðurstöðunni, hver sem hún verður, munu beina bræði sinni að þessu listafólki en ekki að okkur,“ segir hann. Þá leggur hann til að Ríkisútvarpið taki upp einkunnarorðin Hugrekki, heilindi, ábyrgð. Reyndi að fá stjórnina til að álykta um sniðgöngu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mörður tjáir sig opinberlega um þátttöku Íslands í Eurovision þrátt fyrir þátttöku Ísraela. Í desember tilkynnti hann að hann hefði lagt fram tillögu á fundi stjórnar um að hún ályktaði um að ekki yrði tekið þátt í Eurovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni. Stjórnin hafi hafnað því að taka tillöguna til atkvæðagreiðslu. Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Menning Tónlist Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 „Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25 RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins, hefðu ákveðið að aðskilja Söngvakeppnina og þátttöku Íslands í Eurovision algerlega. Þannig yrði ákvörðun um þátttöku ekki tekin fyrr en að Söngvakeppni lokinni. Rúnar Freyr útskýrði ákvörðunina í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ákvörðun um þátttöku yrði tekin í samráði við þá listamenn sem vinna forkeppnina hér heima og á grundvelli öryggissjónarmiða og stöðunnar almennt. „Það hefur verið mjög hávær krafa um að RÚV sniðgangi Eurovision vegna þátttöku Ísraelsmanna og þess skelfilega stríðs sem á sér stað þar. Söngvakeppnin hefur auðvitað verið nátengd Eurovision vegna þess að þar er framlag Íslendinga valið inn í Eurovisionkeppnina. Við ákváðum því að rjúfa þessi tengsl, í sátt við keppendur og starfsfólk RÚV, með það að leiðarljósi að skapa ró um Söngvakeppnina og geta haldið þessa frábæru lagakeppni Íslands fyrir börn og fullorðna með frábærum hætti eins og síðastliðin ár.“ Ákvörðunin firri Ríkisútvarpið ábyrgð á mjög mikilvægri ákvörðun Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu, er ekki ánægður með þetta útspil stjórnenda hjá RÚV, ef marka má skrif hans á Facebook í kvöld. Hann segir að svo virðist sem ákveðið hafi verið, án aðkomu stjórnar, vegna þess að ákvörðunin komi henni ekki við, að varpa skuli ábyrgðinni á þáttöku RÚV í Eurovision á listafólkið sem vinnur í dægurlagakeppninni. „Þetta er auðvitað win win fyrir stjórnina og stjórnendur. Þetta stórkostlega trix firrir okkur algerlega allri ábyrgð á þessar gríðarlega mikilvægu ákvörðun og þeir sem verða brjálaðir út af niðurstöðunni, hver sem hún verður, munu beina bræði sinni að þessu listafólki en ekki að okkur,“ segir hann. Þá leggur hann til að Ríkisútvarpið taki upp einkunnarorðin Hugrekki, heilindi, ábyrgð. Reyndi að fá stjórnina til að álykta um sniðgöngu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mörður tjáir sig opinberlega um þátttöku Íslands í Eurovision þrátt fyrir þátttöku Ísraela. Í desember tilkynnti hann að hann hefði lagt fram tillögu á fundi stjórnar um að hún ályktaði um að ekki yrði tekið þátt í Eurovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni. Stjórnin hafi hafnað því að taka tillöguna til atkvæðagreiðslu.
Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Menning Tónlist Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 „Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25 RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10
„Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25
RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40