Ríkið þurfi bæði að styðja við Grindvíkinga og samningsaðila Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 23. janúar 2024 20:09 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Vísir Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir mikilvægt að ríkið styðji við Grindvíkinga jafnt sem aðra í samfélaginu sem tengjast kjarasamningum. Þá sé brýnt að ná niður vöxtum sem bíti heimili félagsmanna gríðarlega fast. Fréttamaður náði tali af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni formanni RSÍ hjá Ríkissáttasemjara í dag. Hann segir ekki margt skilja að kröfur fagfélaganna og breiðfylkingarinnar. „Það er auðvitað áherslumunur varðandi útfærslu launahækkunar. En við sitjum hérna í húsi og áttum fund í morgun sem við síðan frestuðum núna til fjögur. Og erum að fara að halda áfram núna í samtalinu.“ Er munurinn sá að þið leggið áherslu á prósentuhækkanir en þau krónutöluhækkanir? „Við höfum lagt áherslu á að ná einhvers konar blandaðri leið sem mun geta gengið í alla þessa hópa sem eiga eftir að semja líka. Við teljum það mikilvægt.“ Aðspurður hvort hann telji að skrifað verði undir samninga hjá bæði fagfélögunum og breiðfylkingunni á sama tíma segist hann vona að samningar náist sem fyrst. „Og það er auðvitað óskastaða að vinna í því að skrifa undir samninga á sama tíma, eða svipuðum tímapunkti allavega.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að samningsaðilar þurfi að taka tillit til þess að ríkissjóður þurfi að standa með Grindavík. Kristján segist sýna því fullan skilning og að mikilvægt sé að ríkið standi við bakið á fólkinu sem nú býr við erfiðar aðstæður. „Hins vegar þarf ríkið líka að koma til móts og styðja við aðra í samfélaginu sem tengjast kjarasamningum. Og auðvitað er mjög mikilvægt að svo verði líka.“ Kristján segir félagsmenn hafa lagt mikla áherslu á að ná niður vöxtum. „Af því að vextir eru auðvitað það sem er að bíta heimili landsins, okkar félagsfólk, gríðarlega fast og við teljum að það sé mjög brýnt að ná vöxtum niður og þar af leiðandi verðbólgu í kjölfarið.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Grindavík Stéttarfélög Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Fréttamaður náði tali af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni formanni RSÍ hjá Ríkissáttasemjara í dag. Hann segir ekki margt skilja að kröfur fagfélaganna og breiðfylkingarinnar. „Það er auðvitað áherslumunur varðandi útfærslu launahækkunar. En við sitjum hérna í húsi og áttum fund í morgun sem við síðan frestuðum núna til fjögur. Og erum að fara að halda áfram núna í samtalinu.“ Er munurinn sá að þið leggið áherslu á prósentuhækkanir en þau krónutöluhækkanir? „Við höfum lagt áherslu á að ná einhvers konar blandaðri leið sem mun geta gengið í alla þessa hópa sem eiga eftir að semja líka. Við teljum það mikilvægt.“ Aðspurður hvort hann telji að skrifað verði undir samninga hjá bæði fagfélögunum og breiðfylkingunni á sama tíma segist hann vona að samningar náist sem fyrst. „Og það er auðvitað óskastaða að vinna í því að skrifa undir samninga á sama tíma, eða svipuðum tímapunkti allavega.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að samningsaðilar þurfi að taka tillit til þess að ríkissjóður þurfi að standa með Grindavík. Kristján segist sýna því fullan skilning og að mikilvægt sé að ríkið standi við bakið á fólkinu sem nú býr við erfiðar aðstæður. „Hins vegar þarf ríkið líka að koma til móts og styðja við aðra í samfélaginu sem tengjast kjarasamningum. Og auðvitað er mjög mikilvægt að svo verði líka.“ Kristján segir félagsmenn hafa lagt mikla áherslu á að ná niður vöxtum. „Af því að vextir eru auðvitað það sem er að bíta heimili landsins, okkar félagsfólk, gríðarlega fast og við teljum að það sé mjög brýnt að ná vöxtum niður og þar af leiðandi verðbólgu í kjölfarið.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Grindavík Stéttarfélög Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira