„Þetta er hálft skref í rétta átt“ Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2024 18:25 Daníel Ágúst las upp kröfur tónlistarfólksins á mótmælunum. Vísir/Sigurjón Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. Þeir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rúnar Freyr Gíslason verkefnisstjóri á RÚV mættu í Síðdegisútvarp Ríkisútvarpsins í dag, þar sem þeir ræddu Eurovision og þátttöku Íslands þar. Rúnar Freyr tilkynnti þar að það sem væri nýtt í málinu væri að nú væri búið að klippa á tengsl Söngvakeppninnar og Eurovison. Þá þannig að ákvörðun verði ekki tekin um hvort Ísland taki þátt fyrr en eftir að Söngvakeppninni er lokið. Ákvörðun Ríkisútvarpsins í þessum efnum hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda vill talsverður hluti þjóðarinnar ekki að Ísland taki þátt í ljósi þátttöku Ísraelsmanna og framgöngu þeirra í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þátttökunni mótmælt Skömmu fyrir jól voru haldin mótmæli við Útvarpshúsið og tæplega tíu þúsund undirskrifta undirskriftalisti var afhentur Stefán útvarpsstjóra. Krafa mótmælenda var einföld; að Ísland drægi sig úr keppni. Þá mætti hópur landsþekkts tónlistarfólks á fund útvarpsstjóra daginn eftir og afhenti honum sams konar undirskriftarlista, sem 550 kollegar þeirra höfðu undirritað. Meðal þeirra sem hélt tölu á þeim mótmælum var Daníel Ágúst Haraldsson. Hann segir í samtali við Vísi eftir tilkynningu þeirra Stefáns og Rúnars Freys að hann fagni ákvörðun þeirra um að fresta endanlegri ákvörðun um þátttöku þar til eftir Söngvakeppni. „Ríkisútvarpið er með þessu að taka hálft skref í rétta átt en afstaðan gagnvart þátttöku Ísraela er frekar óskýr. En það að þeir séu ekki að ætlast til þess að tónlistarmaðurinn, sem vinnur hérna heima, taki þátt úti, það er mjög jákvætt.“ Hann segist þó hefði viljað sjá skýrari niðurstöðu, að Ísland myndi ekki taka þátt í keppninni. Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Þeir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rúnar Freyr Gíslason verkefnisstjóri á RÚV mættu í Síðdegisútvarp Ríkisútvarpsins í dag, þar sem þeir ræddu Eurovision og þátttöku Íslands þar. Rúnar Freyr tilkynnti þar að það sem væri nýtt í málinu væri að nú væri búið að klippa á tengsl Söngvakeppninnar og Eurovison. Þá þannig að ákvörðun verði ekki tekin um hvort Ísland taki þátt fyrr en eftir að Söngvakeppninni er lokið. Ákvörðun Ríkisútvarpsins í þessum efnum hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda vill talsverður hluti þjóðarinnar ekki að Ísland taki þátt í ljósi þátttöku Ísraelsmanna og framgöngu þeirra í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þátttökunni mótmælt Skömmu fyrir jól voru haldin mótmæli við Útvarpshúsið og tæplega tíu þúsund undirskrifta undirskriftalisti var afhentur Stefán útvarpsstjóra. Krafa mótmælenda var einföld; að Ísland drægi sig úr keppni. Þá mætti hópur landsþekkts tónlistarfólks á fund útvarpsstjóra daginn eftir og afhenti honum sams konar undirskriftarlista, sem 550 kollegar þeirra höfðu undirritað. Meðal þeirra sem hélt tölu á þeim mótmælum var Daníel Ágúst Haraldsson. Hann segir í samtali við Vísi eftir tilkynningu þeirra Stefáns og Rúnars Freys að hann fagni ákvörðun þeirra um að fresta endanlegri ákvörðun um þátttöku þar til eftir Söngvakeppni. „Ríkisútvarpið er með þessu að taka hálft skref í rétta átt en afstaðan gagnvart þátttöku Ísraela er frekar óskýr. En það að þeir séu ekki að ætlast til þess að tónlistarmaðurinn, sem vinnur hérna heima, taki þátt úti, það er mjög jákvætt.“ Hann segist þó hefði viljað sjá skýrari niðurstöðu, að Ísland myndi ekki taka þátt í keppninni.
Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36