Kaldar kveðjur til Þróttar og KR Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. janúar 2024 16:03 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Vísir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir ekki nægilega skýrt hvernig eða hvort brugðist sé við þeim bráðavanda sem myndast hafi í aðstöðumálum íþróttafélaga og grunnskóla í Laugardal með nýrri þjóðarhöll. Þetta er meðal þess sem fram kom á borgarstjórnarfundi í dag. Þar var sérstök umræða um þjóðarhöllina svokölluðu, sem stefnt er að því að rísi í Laugardal árið 2027. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði framkvæmdirnar verða lyftistöng fyrir íþróttastarf í dalnum. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segist í samtali við Vísi fagna áfanganum. Hún hafi þó áhyggjur af því að verkefnið muni ekki verða til þess að leysa úr aðstöðumálum og þá hefur hún áhyggjur af fjármögnun verkefnisins af hálfu borgarinnar. Fyrirséð að 49 æfingadagar falli niður „Af því að þó að áformin segi til um að þarna eigi að vera aðstaða fyrir íþróttafélögin og skólaíþróttir þá viljum við sjá nákvæmlega hvernig það á að útfæra. Íþróttafélögin hafa lýst áhyggjum af þessu og líka foreldrar í dalnum og skólastjórnendur.“ Ástæðuna segir Hildur vera þá að upp sé kominn bráðavandi í aðstöðumálum hverfisins. Íþróttafélögin hafi ítrekað bent á það. Hún bendir á að fyrir áramót, frá september og fram í desember hafi samtals 26 æfingadagar fallið niður hjá félögunum í höllinni vegna viðburða. Fyrirséð er að þeir dagar verði 49 eftir áramót og fram í maí. Tal um uppbyggingarskeið kaldar kveðjur „Við fögnum sannarlega uppbyggingu þjóðarhallar en ítrekum mikilvægi þess að aðstöðumál barna og ungmenna verði leyst samhliða. Við höfum jafnframt áhyggjur af því hvernig borgin hyggst greiða sinn hluta framkvæmdarinnar eins og fjárhag borgarinnar er fyrir komið. Og hvoru tveggja er á ábyrgð þessa meirihluta, og síðustu meirihluta, sem hafa haldið illa á annars vegar fjármálum borgarinnar og hins vegar aðstöðumálum íþróttafélaganna“, sagði Hildur í ræðu sinni í borgarstjórn. Formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson brást við ræðu Hildar og sagði borgina hafa lyft grettistaki í aðstöðumálum íþróttafélaganna í hans borgarstjóratíð. Það væri því alrangt að þessum málum væri illa fyrir komið enda væri að baki eitt mesta uppbyggingarskeið í aðstöðumálum íþróttafélaga í sögu borgarinnar. Taldi hann upp ýmis verkefni máli sínu til stuðnings. Hildur sagði í ræðustól á borgarstjórnarfundi að um montsalat væri að ræða. Þá sérstaklega til íþróttafélaga sem lengi hefðu beðið eftir bættri aðstöðu. „Þetta montsalat eru kaldar kveðjur til íþróttafélaganna. Hér mætti sérstaklega nefna KR og Þrótt. Lítið sem ekkert hefur gerst í aðstöðumálum þessara félaga síðastliðinn áratug enda getur formaður borgarráðs ekki í upptalningu sinni nefnt eitt einasta mál sem einhverju breytir í þágu þessara félaga. Það er til háborinnar skammar að börnum og ungmennum í þessum borgarhlutum sé ekki sinnt betur,“ sagði Hildur. Ný þjóðarhöll Reykjavík Borgarstjórn Þróttur Reykjavík KR Íþróttir barna Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á borgarstjórnarfundi í dag. Þar var sérstök umræða um þjóðarhöllina svokölluðu, sem stefnt er að því að rísi í Laugardal árið 2027. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði framkvæmdirnar verða lyftistöng fyrir íþróttastarf í dalnum. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segist í samtali við Vísi fagna áfanganum. Hún hafi þó áhyggjur af því að verkefnið muni ekki verða til þess að leysa úr aðstöðumálum og þá hefur hún áhyggjur af fjármögnun verkefnisins af hálfu borgarinnar. Fyrirséð að 49 æfingadagar falli niður „Af því að þó að áformin segi til um að þarna eigi að vera aðstaða fyrir íþróttafélögin og skólaíþróttir þá viljum við sjá nákvæmlega hvernig það á að útfæra. Íþróttafélögin hafa lýst áhyggjum af þessu og líka foreldrar í dalnum og skólastjórnendur.“ Ástæðuna segir Hildur vera þá að upp sé kominn bráðavandi í aðstöðumálum hverfisins. Íþróttafélögin hafi ítrekað bent á það. Hún bendir á að fyrir áramót, frá september og fram í desember hafi samtals 26 æfingadagar fallið niður hjá félögunum í höllinni vegna viðburða. Fyrirséð er að þeir dagar verði 49 eftir áramót og fram í maí. Tal um uppbyggingarskeið kaldar kveðjur „Við fögnum sannarlega uppbyggingu þjóðarhallar en ítrekum mikilvægi þess að aðstöðumál barna og ungmenna verði leyst samhliða. Við höfum jafnframt áhyggjur af því hvernig borgin hyggst greiða sinn hluta framkvæmdarinnar eins og fjárhag borgarinnar er fyrir komið. Og hvoru tveggja er á ábyrgð þessa meirihluta, og síðustu meirihluta, sem hafa haldið illa á annars vegar fjármálum borgarinnar og hins vegar aðstöðumálum íþróttafélaganna“, sagði Hildur í ræðu sinni í borgarstjórn. Formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson brást við ræðu Hildar og sagði borgina hafa lyft grettistaki í aðstöðumálum íþróttafélaganna í hans borgarstjóratíð. Það væri því alrangt að þessum málum væri illa fyrir komið enda væri að baki eitt mesta uppbyggingarskeið í aðstöðumálum íþróttafélaga í sögu borgarinnar. Taldi hann upp ýmis verkefni máli sínu til stuðnings. Hildur sagði í ræðustól á borgarstjórnarfundi að um montsalat væri að ræða. Þá sérstaklega til íþróttafélaga sem lengi hefðu beðið eftir bættri aðstöðu. „Þetta montsalat eru kaldar kveðjur til íþróttafélaganna. Hér mætti sérstaklega nefna KR og Þrótt. Lítið sem ekkert hefur gerst í aðstöðumálum þessara félaga síðastliðinn áratug enda getur formaður borgarráðs ekki í upptalningu sinni nefnt eitt einasta mál sem einhverju breytir í þágu þessara félaga. Það er til háborinnar skammar að börnum og ungmennum í þessum borgarhlutum sé ekki sinnt betur,“ sagði Hildur.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Borgarstjórn Þróttur Reykjavík KR Íþróttir barna Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira