Sýknaður þrátt fyrir játningu um að binda niður barn og kitla það Jón Þór Stefánsson skrifar 23. janúar 2024 15:52 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Maður, sem var ákærður fyrir að brot á barnaverndarlögum með því að brjóta á tíu ára gömlum dreng, hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í desember 2021. Manninum var gefið að sök að hafa hlaupið á eftir drengnum, sem var gestkomandi á heimili hans, inn í svefnherbergi, læst dyrum, og gegn vilja drengsins snúið hann niður í hjónarúm herbergisins og þar bundið hann á höndum og fótum, fyrir aftan bak, sest klofvega yfir hann, þar sem hann lá á maganum og kitlað hann, þrátt fyrir að drengurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Með þessu á maðurinn að hafa sýnt drengnum yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi, en samkvæmt ákærunni lét hann ekki af háttseminni fyrr en drengurinn hrækti í andlit hans. Játaði háttsemina að hluta en neitaði sök Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa bundið drenginn á höndum og fótum í hjónarúmi og kitlað hann. Hins vegar neitaði hann að hafa setið ofan á honum, og vildi meina að drengurinn hafi ekki beðið hann um að hætta. Hann neitaði hins vegar sök, þar sem hann vildi meina að ekki væri um refsiverðan verknað að ræða, heldur leik sem drengurinn hafi tekið þátt í. Drengurinn kom á heimili mannsins í fylgd með stjúpdóttur hans og annarri vinkonu. Stjúpdóttirin lýsti atvikum þannig fyrir dómi að krakkarnir hefðu komið heim til hennar og hlaupið að manninum og byrjað að kitla hann og hann kitlað þau á móti. Það hafi leitt til þess að atburðirnir sem málið varðar hafi átt sér stað. Hún taldi manninn og drenginn hafa verið lokaða inni í herbergi í eina til tvær mínútur. Vinkonan lýsti atvikum á svipaðan hátt, en haft er eftir henni að hún og stjúpdóttirin hafi verið fyrir utan herbergishurðina og bankað á hana á meðan piltarnir voru inni í herberginu. „Ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“ Drengurinn lýsti því líka fyrir dómi að stelpurnar hafi barið á hurðina, en hann taldi sig og manninn hafa verið inni í herberginu í fimm mínútur. Hann segir að þegar maðurinn hafi hætt að kitla hann, eftir að hafa verið beðinn um að stoppa, hafi hann sagt: „það er ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frásögn mannsins af atvikum málsins væri trúverðug, og að einungis hann og drengurinn væru til frásagnar um það sem hefði átt sér stað, og því væri að ræða um orð á móti orði. Sú háttsemi sem maðurinn játaði, að binda drenginn um hendur og fætur kitla í læstu herbergi, er að mati dómsins ekki til eftirbreytni. Þrátt fyrir það telur dómurinn að um „ærslaleik“ hafi verið að ræða og að gögn málsins bendi til þess að drengurinn hafi tekið fullan þátt og haft gaman að. Hann hafi ekki beitt drenginn yfirgangi, vanvirðingu eða ruddaskap eins og segir í ákæru. Líkt og áður segir var maðurinn sýknaður af ákærunni. Foreldri drengsins krafðist þess fyrir hönd sonar síns að maðurinn myndi greiða eina milljón króna í miskabætur, en þeirri kröfu var vísað frá dómi. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Manninum var gefið að sök að hafa hlaupið á eftir drengnum, sem var gestkomandi á heimili hans, inn í svefnherbergi, læst dyrum, og gegn vilja drengsins snúið hann niður í hjónarúm herbergisins og þar bundið hann á höndum og fótum, fyrir aftan bak, sest klofvega yfir hann, þar sem hann lá á maganum og kitlað hann, þrátt fyrir að drengurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Með þessu á maðurinn að hafa sýnt drengnum yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi, en samkvæmt ákærunni lét hann ekki af háttseminni fyrr en drengurinn hrækti í andlit hans. Játaði háttsemina að hluta en neitaði sök Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa bundið drenginn á höndum og fótum í hjónarúmi og kitlað hann. Hins vegar neitaði hann að hafa setið ofan á honum, og vildi meina að drengurinn hafi ekki beðið hann um að hætta. Hann neitaði hins vegar sök, þar sem hann vildi meina að ekki væri um refsiverðan verknað að ræða, heldur leik sem drengurinn hafi tekið þátt í. Drengurinn kom á heimili mannsins í fylgd með stjúpdóttur hans og annarri vinkonu. Stjúpdóttirin lýsti atvikum þannig fyrir dómi að krakkarnir hefðu komið heim til hennar og hlaupið að manninum og byrjað að kitla hann og hann kitlað þau á móti. Það hafi leitt til þess að atburðirnir sem málið varðar hafi átt sér stað. Hún taldi manninn og drenginn hafa verið lokaða inni í herbergi í eina til tvær mínútur. Vinkonan lýsti atvikum á svipaðan hátt, en haft er eftir henni að hún og stjúpdóttirin hafi verið fyrir utan herbergishurðina og bankað á hana á meðan piltarnir voru inni í herberginu. „Ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“ Drengurinn lýsti því líka fyrir dómi að stelpurnar hafi barið á hurðina, en hann taldi sig og manninn hafa verið inni í herberginu í fimm mínútur. Hann segir að þegar maðurinn hafi hætt að kitla hann, eftir að hafa verið beðinn um að stoppa, hafi hann sagt: „það er ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frásögn mannsins af atvikum málsins væri trúverðug, og að einungis hann og drengurinn væru til frásagnar um það sem hefði átt sér stað, og því væri að ræða um orð á móti orði. Sú háttsemi sem maðurinn játaði, að binda drenginn um hendur og fætur kitla í læstu herbergi, er að mati dómsins ekki til eftirbreytni. Þrátt fyrir það telur dómurinn að um „ærslaleik“ hafi verið að ræða og að gögn málsins bendi til þess að drengurinn hafi tekið fullan þátt og haft gaman að. Hann hafi ekki beitt drenginn yfirgangi, vanvirðingu eða ruddaskap eins og segir í ákæru. Líkt og áður segir var maðurinn sýknaður af ákærunni. Foreldri drengsins krafðist þess fyrir hönd sonar síns að maðurinn myndi greiða eina milljón króna í miskabætur, en þeirri kröfu var vísað frá dómi.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira