Selur eitt frægasta Ólympíugull sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 14:31 Bob Beamon við mynd af sér í sigurstökkinu á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968. Getty Bandaríski frjálsíþróttamaðurinn Bob Beamon vann á sínum tíma einn eftirminnilegasta sigurinn í sögu Ólympíuleikanna og nú getur einhver áhugasamur eignast gullverðlaunin sem hann fékk um hálsinn á sumarleikunum í Mexíkó árið 1968. Beamon vann ekki aðeins Ólympíugull í langstökki fyrir tæpum 56 árum heldur bætti hann heimsmetið um 55 sentimetra með því að stökkva 8,90 metra. Svo langt var stökkið að þeir gátu ekki mælt það strax. Starfsmennirnir þurftu að sækja lengra málband. @sportbladet Þetta heimsmet átti síðan eftir að standa í 23 ár eða til ársins 1991 þegar Mike Powell stökk 8,95 metra á HM í Tókýó. Beamon ræddi gullverðlaunin og söluna á þeim í viðtali við Sports Illustrated og fór þar yfir ástæðuna fyrir því að hann ætlar að selja gullið sitt. „Ég hef fengið að njóta þessara gullverðlauna í meira en 55 ár og geri enn en ég tel að heimurinn eigi að fá að sjá þau og einhver annar að fá tækifæri til dást af þeim. Ég er 77 ára gamall núna og minningarnar og ást mín á medalíunni eru engu lík. Hins vegar er það líka yndisleg tilfinning að láta þau frá mér,“ sagði Bob Beamon. Ólympíuverðlaunin eru metin á bilinu 400 til 600 þúsund Bandaríkjadali eða á bilinu 55 til 82 milljónir íslenskra króna. Uppboðshaldarinn Christie mun bjóða þau upp og ef þau seljast á fyrrnefndu verðbili verður þetta eitt það mesta sem hefur fengist fyrir Ólympíuverðlaun á slíku uppboði. Árið 2013 seldist ein af fernum gullverðlaun Jesse Owens frá ÓL í Berlin 1936 fyrir 1,46 milljónir dollara eða 200 milljónir króna. Want to buy Bob Beamon s 8.90 Mexico 68 gold medal ? Estimate: $400,000-600,000Exceptional Sale on 1 February 2024 at Christie s in New YorkIt s always a bit sad to learn that a champion has to sell their medals https://t.co/vnqJ6Up0d7 pic.twitter.com/YWOCke4z9w— PJ Vazel (@pjvazel) January 21, 2024 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Sjá meira
Beamon vann ekki aðeins Ólympíugull í langstökki fyrir tæpum 56 árum heldur bætti hann heimsmetið um 55 sentimetra með því að stökkva 8,90 metra. Svo langt var stökkið að þeir gátu ekki mælt það strax. Starfsmennirnir þurftu að sækja lengra málband. @sportbladet Þetta heimsmet átti síðan eftir að standa í 23 ár eða til ársins 1991 þegar Mike Powell stökk 8,95 metra á HM í Tókýó. Beamon ræddi gullverðlaunin og söluna á þeim í viðtali við Sports Illustrated og fór þar yfir ástæðuna fyrir því að hann ætlar að selja gullið sitt. „Ég hef fengið að njóta þessara gullverðlauna í meira en 55 ár og geri enn en ég tel að heimurinn eigi að fá að sjá þau og einhver annar að fá tækifæri til dást af þeim. Ég er 77 ára gamall núna og minningarnar og ást mín á medalíunni eru engu lík. Hins vegar er það líka yndisleg tilfinning að láta þau frá mér,“ sagði Bob Beamon. Ólympíuverðlaunin eru metin á bilinu 400 til 600 þúsund Bandaríkjadali eða á bilinu 55 til 82 milljónir íslenskra króna. Uppboðshaldarinn Christie mun bjóða þau upp og ef þau seljast á fyrrnefndu verðbili verður þetta eitt það mesta sem hefur fengist fyrir Ólympíuverðlaun á slíku uppboði. Árið 2013 seldist ein af fernum gullverðlaun Jesse Owens frá ÓL í Berlin 1936 fyrir 1,46 milljónir dollara eða 200 milljónir króna. Want to buy Bob Beamon s 8.90 Mexico 68 gold medal ? Estimate: $400,000-600,000Exceptional Sale on 1 February 2024 at Christie s in New YorkIt s always a bit sad to learn that a champion has to sell their medals https://t.co/vnqJ6Up0d7 pic.twitter.com/YWOCke4z9w— PJ Vazel (@pjvazel) January 21, 2024
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn