Grindvíkingar vænti þess að verða borgaðir út Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. janúar 2024 11:17 Páll Valur Björnsson, íbúi í Grindavík, segir Grindvíkinga vænta þess að verða borgaðir út. Vísir/Einar Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum og íbúi í Grindavík, segir að væntingar Grindvíkinga til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst kynna í dag séu þær að íbúar verði borgaðir út og eignir þeirra keyptar. Ríkisstjórn Íslands hyggst kynna aðgerðir vegna stöðunnar í Grindavík á blaðamannafundi síðar í dag. Páll Valur segir væntingar íbúa til þess sem kynnt verður miklar. „Ég held að væntingar okkar Grindvíkinga allra snúi að því að fá þau svör frá þessum fundi að við verðum borguð út,“ segir Páll Valur í samtali við fréttastofu. Hann segir skiptar skoðanir um málið en samhugur hafi verið meðal íbúa á íbúafundi í síðustu viku. „Það kom náttúrulega fram á íbúafundinum í síðustu viku að það var náttúrulega bara gegnumgangandi að fólk vill komast út og að það verði bara borgað út.“ Hafi komið stjórnvöldum á óvart Hefur að þínu viti verið haft eitthvað samráð beint við fólk í bænum, veistu hvernig þessu hefur verið háttað varðandi þennan aðgerðarpakka? „Nei, við heyrðum nú alveg hvernig þeir voru að tala á síðasta fundi. Það kom þeim greinilega á óvart þessi mikla samstaða og þessi eindrægni sem við vorum að koma fram með á fundinum og þeirra samskipti virðast öll hafa verið við bæjarstjórn Grindavíkur og það kom þeim svolítið á óvart greinilega að heyra í fólki, því það virtist ekki vera það sama og bæjarstjórn var að tala um.“ Páll Valur segist ekki kunna nánari skýringu á því. Ríkisvaldið hafi virst koma af fjöllum á fundi með íbúum. „Og þeir hafa alltaf verið að bíða og bíða og bíða með aðgerðir til að sjá hvort þetta myndi ekki bara hætta.“ Vongóður um að martröðinni muni ljúka „En það er alveg ljóst í mínum huga og margra annarra, sem ég hef heyrt í, að fólk vill bara fá borgað út, á fullu verði eignirnar sínar, til þess að geta hafið annað líf, þannig að þessari martröð fari að ljúka. Því það er ekki hægt að líkja þessu við neitt annað en martröð.“ Ertu vongóður um að af þessu verði? „Já, ég ætla bara að leyfa mér að vona það að þau sýni þann skilning og hafi vit til þess að gera þetta,“ segir Páll. Hann segir þolinmæðina á þrotum hjá íbúum. „Mínar væntingar til þessa fundar og ég bara vona í hjarta mínu, því ég held að þetta sé nú allt hið mætasta fólk sem er að stjórna, að það bara svari þessu kalli okkar og borgi okkur út. Hvernig sem það fer að því. Þetta er náttúrulega ekkert einföld aðgerð, maður gerir sér alveg grein fyrir því að þetta getur haft mikil efnahagsleg áhrif, en þetta snýst um fólk. Þetta snýst um heilt bæjarfélag sem er í sárum. Ég hef heyrt í mörgum uppöldnum Grindvíkingum sem geta ekki hugsað sér að fara þarna heim aftur og upplifa þessa skelfingu sem við höfum þurft að upplifa í haust og vetur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hyggst kynna aðgerðir vegna stöðunnar í Grindavík á blaðamannafundi síðar í dag. Páll Valur segir væntingar íbúa til þess sem kynnt verður miklar. „Ég held að væntingar okkar Grindvíkinga allra snúi að því að fá þau svör frá þessum fundi að við verðum borguð út,“ segir Páll Valur í samtali við fréttastofu. Hann segir skiptar skoðanir um málið en samhugur hafi verið meðal íbúa á íbúafundi í síðustu viku. „Það kom náttúrulega fram á íbúafundinum í síðustu viku að það var náttúrulega bara gegnumgangandi að fólk vill komast út og að það verði bara borgað út.“ Hafi komið stjórnvöldum á óvart Hefur að þínu viti verið haft eitthvað samráð beint við fólk í bænum, veistu hvernig þessu hefur verið háttað varðandi þennan aðgerðarpakka? „Nei, við heyrðum nú alveg hvernig þeir voru að tala á síðasta fundi. Það kom þeim greinilega á óvart þessi mikla samstaða og þessi eindrægni sem við vorum að koma fram með á fundinum og þeirra samskipti virðast öll hafa verið við bæjarstjórn Grindavíkur og það kom þeim svolítið á óvart greinilega að heyra í fólki, því það virtist ekki vera það sama og bæjarstjórn var að tala um.“ Páll Valur segist ekki kunna nánari skýringu á því. Ríkisvaldið hafi virst koma af fjöllum á fundi með íbúum. „Og þeir hafa alltaf verið að bíða og bíða og bíða með aðgerðir til að sjá hvort þetta myndi ekki bara hætta.“ Vongóður um að martröðinni muni ljúka „En það er alveg ljóst í mínum huga og margra annarra, sem ég hef heyrt í, að fólk vill bara fá borgað út, á fullu verði eignirnar sínar, til þess að geta hafið annað líf, þannig að þessari martröð fari að ljúka. Því það er ekki hægt að líkja þessu við neitt annað en martröð.“ Ertu vongóður um að af þessu verði? „Já, ég ætla bara að leyfa mér að vona það að þau sýni þann skilning og hafi vit til þess að gera þetta,“ segir Páll. Hann segir þolinmæðina á þrotum hjá íbúum. „Mínar væntingar til þessa fundar og ég bara vona í hjarta mínu, því ég held að þetta sé nú allt hið mætasta fólk sem er að stjórna, að það bara svari þessu kalli okkar og borgi okkur út. Hvernig sem það fer að því. Þetta er náttúrulega ekkert einföld aðgerð, maður gerir sér alveg grein fyrir því að þetta getur haft mikil efnahagsleg áhrif, en þetta snýst um fólk. Þetta snýst um heilt bæjarfélag sem er í sárum. Ég hef heyrt í mörgum uppöldnum Grindvíkingum sem geta ekki hugsað sér að fara þarna heim aftur og upplifa þessa skelfingu sem við höfum þurft að upplifa í haust og vetur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira