Lögreglan sé almennt mjög heppin með stjórnendur og starfið gangi vel Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 22. janúar 2024 09:00 Þetta er haft eftir Höllu Bergþóru lögreglustjóra á Höfuðborgarsvæðinu eftir að yfirmaður innan lögreglunnar var færður til í starfi eftir að hann gerðist uppvís að því að hafa ítrekað beitt samstarfskonu sína ofbeldi. Niðurstaða fagráðs ríkislögreglustjóra segir að í 10 af 12 liðum í kvörtun á hendur manninum séu flokkaðar sem ofbeldi og að umsögn hafi verið send lögreglustjóra sem er falið að finna viðeigandi úrræði. Eftir að lögreglumaðurinn kom úr leyfi var hann færður til í starfi og sinnir í dag meðal annars því að koma að gæðastjórnun í rannsóknum kynferðisbrota. Fagráð ríkislögreglustjóra var sett á laggirnar um mitt árið 2014 til að takast á við beina og óbeina mismunun, kynbundið áreiti, kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti innan lögreglunnar. Á seinustu tíu árum hafa 27 mál ratað á borð fagráðsins en samkvæmt skýrslu frá árinu 2018 um áskoranir og tækifæri í jafnréttisstarfi innan lögreglunnar er máluð heldur dökk mynd af menningunni sem þrífst innan þeirra stofnunar. Samkvæmt skýrslunni kemur fram að tíðni kynferðislegrar áreitni innan lögreglunnar mældist 8% og voru þolendur í langflestum tilvikum konur en 31% lögreglukvenna hafði upplifað sig sem þolendur slíks ofbeldis. Algengast var að gerendur væru karlkyns samstarfsmenn en einnig talsvert um að það væru karlkyns yfirmenn. Þegar litið er til nýlegra umfjöllunar um mál lögreglumanna sem hafa farið í tímabundið leyfi eða færðir til í starfi vegna saka um kynbundið ofbeldi eða áreitni má áætla að það hafi ekki orðið miklar breytingar í vinnumenningu innan veggja lögreglunnar. Samkvæmt skýrslunni frá 2018 var leitað skýringa á einelti og kynferðislegri áreitni innan lögreglunnar og komist var að þeirri niðurstöðu að í raun byggist menningin á því að illa sé tekið á slíkum málum innan lögreglu og að væntingar séu að þetta sé fylgifiskur þess að starfa á þessum vettvangi. Í skýrslunni er farið yfir alvarleika afleiðinga kynferðislegrar áreitni og eineltis og ástæður þess að þolendur tilkynni ekki slík mál til yfirmanna sinna. Þar kemur fram að meðal skýringa sé vantrú á að eitthvað verði gert, áreitnin ekki talin nægilega alvarleg, ótti við gerendur og tregða til að blanda yfirmönnum í málið. Sérfræðingar fagráðs hafi þá einnig bent á að mjög mikið andlegt álag fylgi því að fara í gegn um tilkynningarferlið og það fæli frá. Þessar upplýsingar eru lýsandi fyrir það hvernig þolendur í samfélaginu upplifa að tilkynna ofbeldi til lögreglunna og hvernig eiga þolendur að treysta á lögregluna sem nú sem oft áður sýnir vangetu á að takast á við slík mál innan veggja embættisins. Þolendur hafa löngum reynt að útskýra ferlið og erfiðleikana sem fylgja því að tilkynna ofbeldi en líkt og með starfsmenn lögreglunnar sjáfra þá hafa þolendur margir hverjir misst trúna á getu lögreglunnar til að vinna mál þeirra af fagmennsku. Hvernig er hægt að treysta á lögreglu sem treystir sér ekki sjálf til að takast á við sín eigin ofbeldismál ? Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þetta er haft eftir Höllu Bergþóru lögreglustjóra á Höfuðborgarsvæðinu eftir að yfirmaður innan lögreglunnar var færður til í starfi eftir að hann gerðist uppvís að því að hafa ítrekað beitt samstarfskonu sína ofbeldi. Niðurstaða fagráðs ríkislögreglustjóra segir að í 10 af 12 liðum í kvörtun á hendur manninum séu flokkaðar sem ofbeldi og að umsögn hafi verið send lögreglustjóra sem er falið að finna viðeigandi úrræði. Eftir að lögreglumaðurinn kom úr leyfi var hann færður til í starfi og sinnir í dag meðal annars því að koma að gæðastjórnun í rannsóknum kynferðisbrota. Fagráð ríkislögreglustjóra var sett á laggirnar um mitt árið 2014 til að takast á við beina og óbeina mismunun, kynbundið áreiti, kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti innan lögreglunnar. Á seinustu tíu árum hafa 27 mál ratað á borð fagráðsins en samkvæmt skýrslu frá árinu 2018 um áskoranir og tækifæri í jafnréttisstarfi innan lögreglunnar er máluð heldur dökk mynd af menningunni sem þrífst innan þeirra stofnunar. Samkvæmt skýrslunni kemur fram að tíðni kynferðislegrar áreitni innan lögreglunnar mældist 8% og voru þolendur í langflestum tilvikum konur en 31% lögreglukvenna hafði upplifað sig sem þolendur slíks ofbeldis. Algengast var að gerendur væru karlkyns samstarfsmenn en einnig talsvert um að það væru karlkyns yfirmenn. Þegar litið er til nýlegra umfjöllunar um mál lögreglumanna sem hafa farið í tímabundið leyfi eða færðir til í starfi vegna saka um kynbundið ofbeldi eða áreitni má áætla að það hafi ekki orðið miklar breytingar í vinnumenningu innan veggja lögreglunnar. Samkvæmt skýrslunni frá 2018 var leitað skýringa á einelti og kynferðislegri áreitni innan lögreglunnar og komist var að þeirri niðurstöðu að í raun byggist menningin á því að illa sé tekið á slíkum málum innan lögreglu og að væntingar séu að þetta sé fylgifiskur þess að starfa á þessum vettvangi. Í skýrslunni er farið yfir alvarleika afleiðinga kynferðislegrar áreitni og eineltis og ástæður þess að þolendur tilkynni ekki slík mál til yfirmanna sinna. Þar kemur fram að meðal skýringa sé vantrú á að eitthvað verði gert, áreitnin ekki talin nægilega alvarleg, ótti við gerendur og tregða til að blanda yfirmönnum í málið. Sérfræðingar fagráðs hafi þá einnig bent á að mjög mikið andlegt álag fylgi því að fara í gegn um tilkynningarferlið og það fæli frá. Þessar upplýsingar eru lýsandi fyrir það hvernig þolendur í samfélaginu upplifa að tilkynna ofbeldi til lögreglunna og hvernig eiga þolendur að treysta á lögregluna sem nú sem oft áður sýnir vangetu á að takast á við slík mál innan veggja embættisins. Þolendur hafa löngum reynt að útskýra ferlið og erfiðleikana sem fylgja því að tilkynna ofbeldi en líkt og með starfsmenn lögreglunnar sjáfra þá hafa þolendur margir hverjir misst trúna á getu lögreglunnar til að vinna mál þeirra af fagmennsku. Hvernig er hægt að treysta á lögreglu sem treystir sér ekki sjálf til að takast á við sín eigin ofbeldismál ? Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun