Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2024 08:39 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni. Inga segist sjálf styðja bann við hvalveiðum. Vantrauststillaga sín snúist ekki um það og segist Inga ekki í neinum vafa um að hún sé að gera það rétta. „Vegna þess að við í Flokki fólksins, eins og allir aðrir alþingismenn, við sórum eið að stjórnarskránni. Með öðrum orðum: Við lögðum drengskap við því að við ætlum að fylgja gildandi lögum í landinu og vernda stjórnskipan landsins sem byggir náttúrulega á því að við gerumst ekki lögbrjótar.“ Það sé grafalvarlegt mál þegar ráðherra í ríkisstjórn gangi vísvitandi á svig við gildandi lög. Sjálf hafi hún meðal annars stutt frumvarp á þingi um bann við hvalveiðum. „Þetta er bara svo grafalvarlegt og þetta snýst ekki um dýravelferðina, það er málið, þetta snýst um þetta löggbrot og þessi vantrauststillaga sem við erum að leggja fram hún snýr ekki að dýravelferð, heldur að löggbroti.“ Segir sér vera úthúðað í tölvupósti Þessi áform þín hafa valdið titringi. Finnurðu fyrir því? „Ég sé til dæmis að það er einhver skrímsladeild komin af stað sem er að úthúða mér í pósti og ýmsu svona. Telja það að ég sé bara orðin einhver hroði og hryllingur og ekkert að marka mig hvað lýtur að því sem ég hef áður talað um.“ Inga segir vantrauststillöguna dæmi um það að Flokkur fólksins meini það sem hann segi. Flokkurinn meini það sem hann segi og segi það sem hann meini. Hún segir stjórnarþingmenn meðal annars hafa sent sér skilaboð vegna málsins. „Það hefur náttúrulega aðeins borið á því. Ég hef verið svona í smá samtölum, af því að við vitum að þetta verður þeim erfitt, þessi ríkisstjórn er löngu sprungin innan frá.“ VG ætti að skipta um ráðherra Spurð hvort hún hafi trú á því að ríkisstjórnin muni liðast í sundur vegna málsins segist Inga hafa trú á því að tekið sé mark á því þegar þingmenn sverji eið um það að verja stjórnskipan landsins. „Ég trúi því að við viljum halda gildandi lög og ég trúi því líka og ég veit það að Vinstrihreyfingunni grænu framboði væri í lófa lagið að hreinlega skipta um ráðherra í þessu embætti, þannig að þau tækju í burtu þá stöðu sem hér er að koma upp. Það náttúrulega liggur í hlutarins eðli að það þyrfti ekki að leggja fram vantraustillögu á ráðherra sem væri ekki lengur ráðherra, er það?“ En hvað ef hvalveiðar væru færðar úr þessu ráðuneyti, til dæmis í umhverfisráðuneytið? „Það skiptir ekki nokkru einasta máli og mér finnst það eiginlega bara fáránleg hugmynd ef ég á að segja alveg eins og er. Ég skil ekki þá hugmynd.“ Inga segir að ríkisstjórnin hefði getað komið í veg fyrir að tillaga hennar væri lögð fram hefði Svandís einfaldlega sagt af sér sem ráðherra. Svo virðist vera sem önnur viðmið gildi um afsagnir ráðherra á Íslandi og í nágrannalöndunum. „Mér finnst það bara sorglegt og kominn tími til að höggva á þann hefðarhnút að ráðherrar hangi hér eins og hundar á roði á sínum stóli alveg sama hvernig þeir hafa komið fram.“ Alþingi Flokkur fólksins Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni. Inga segist sjálf styðja bann við hvalveiðum. Vantrauststillaga sín snúist ekki um það og segist Inga ekki í neinum vafa um að hún sé að gera það rétta. „Vegna þess að við í Flokki fólksins, eins og allir aðrir alþingismenn, við sórum eið að stjórnarskránni. Með öðrum orðum: Við lögðum drengskap við því að við ætlum að fylgja gildandi lögum í landinu og vernda stjórnskipan landsins sem byggir náttúrulega á því að við gerumst ekki lögbrjótar.“ Það sé grafalvarlegt mál þegar ráðherra í ríkisstjórn gangi vísvitandi á svig við gildandi lög. Sjálf hafi hún meðal annars stutt frumvarp á þingi um bann við hvalveiðum. „Þetta er bara svo grafalvarlegt og þetta snýst ekki um dýravelferðina, það er málið, þetta snýst um þetta löggbrot og þessi vantrauststillaga sem við erum að leggja fram hún snýr ekki að dýravelferð, heldur að löggbroti.“ Segir sér vera úthúðað í tölvupósti Þessi áform þín hafa valdið titringi. Finnurðu fyrir því? „Ég sé til dæmis að það er einhver skrímsladeild komin af stað sem er að úthúða mér í pósti og ýmsu svona. Telja það að ég sé bara orðin einhver hroði og hryllingur og ekkert að marka mig hvað lýtur að því sem ég hef áður talað um.“ Inga segir vantrauststillöguna dæmi um það að Flokkur fólksins meini það sem hann segi. Flokkurinn meini það sem hann segi og segi það sem hann meini. Hún segir stjórnarþingmenn meðal annars hafa sent sér skilaboð vegna málsins. „Það hefur náttúrulega aðeins borið á því. Ég hef verið svona í smá samtölum, af því að við vitum að þetta verður þeim erfitt, þessi ríkisstjórn er löngu sprungin innan frá.“ VG ætti að skipta um ráðherra Spurð hvort hún hafi trú á því að ríkisstjórnin muni liðast í sundur vegna málsins segist Inga hafa trú á því að tekið sé mark á því þegar þingmenn sverji eið um það að verja stjórnskipan landsins. „Ég trúi því að við viljum halda gildandi lög og ég trúi því líka og ég veit það að Vinstrihreyfingunni grænu framboði væri í lófa lagið að hreinlega skipta um ráðherra í þessu embætti, þannig að þau tækju í burtu þá stöðu sem hér er að koma upp. Það náttúrulega liggur í hlutarins eðli að það þyrfti ekki að leggja fram vantraustillögu á ráðherra sem væri ekki lengur ráðherra, er það?“ En hvað ef hvalveiðar væru færðar úr þessu ráðuneyti, til dæmis í umhverfisráðuneytið? „Það skiptir ekki nokkru einasta máli og mér finnst það eiginlega bara fáránleg hugmynd ef ég á að segja alveg eins og er. Ég skil ekki þá hugmynd.“ Inga segir að ríkisstjórnin hefði getað komið í veg fyrir að tillaga hennar væri lögð fram hefði Svandís einfaldlega sagt af sér sem ráðherra. Svo virðist vera sem önnur viðmið gildi um afsagnir ráðherra á Íslandi og í nágrannalöndunum. „Mér finnst það bara sorglegt og kominn tími til að höggva á þann hefðarhnút að ráðherrar hangi hér eins og hundar á roði á sínum stóli alveg sama hvernig þeir hafa komið fram.“
Alþingi Flokkur fólksins Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira