Segir almannavarnir fara offari og opna eigi Grindavík á ný Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. janúar 2024 18:59 Pípulagningamenn og aðrir viðbragðsaðilar hafi verið í Grindavík undanfarna daga við að yfirfara hús. Þá var Bláa lónið opnað í gær. Hins vegar er bærinn enn formlega lokaður. Vísir/Björn Steinbekk Stefán Kristjánsson, eigandi fiskvinnslunnar Einhamar Seafood, segir aðgerðastjórn almannavarna fara offari í lokunum í Grindavík og að opna eigi bæinn á ný. Stefán skrifar Facebook-færslu í dag um lokanir í Grindavík. Hann segir þar að Grindvíkingar séu vanir náttúruöflunum og hættum og kunni að varast þær. Girða þurfi að hættuleg sprungusvæði og hleypa íbúum Grindavíkur aftur heim til að athuga með sín hús og ná í sínar búslóðir ef þeir vilja. „Heilu hverfin í Grindavík eru meira og minna hættulítil eða hættulaus, nánast er hægt að keyra allar götur, almenn skynsemi, lífsreynsla og varkárni er það eina sem þarf,“ skrifar hann í færsluni. Alið sé á ótta með fréttaflutningi Fyrirtæki hafi opnað sinn rekstur og keypt inn hráefni sem séu nú ónýt af því ekki mátti bjarga vörunum. Fiskvinnslur og ferskfiskvinnslur hafi hafið starfsemi sína en nú liggi vörur upp á tugi tonna undir skemmdum. „Þetta er allt lokað enn þann dag í dag,“ skrifar Stefán. Fréttamenn og aðrir valsi um svæðin og hnjóta um grjót eða stígi í holur og skrifaðar séu dramafréttir sem séu ekki lýsandi fyrir ástand Grindavíkur en valda ugg og kvíða. Bærinn sé víða skemmdur og mörg hús sprungin ónýt en langstærsti hluti fasteigna sé óskemmdur og íbúðarhæfur þegar lagnir séu komnar í lag. „Það sagði mér björgunarsveitarmaður fyrir vestan að ef í dag myndi falla snjóflóð myndi enginn bjargast. Tíminn sem Almannavarnir tæki til að meta aðstæður og að koma með hættumat ylli því,“ skrifar Stefán í færslunni og bætir við að lokum að almannavarnir og aðgerðastjórn fari offari í lokunum. Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Stefán skrifar Facebook-færslu í dag um lokanir í Grindavík. Hann segir þar að Grindvíkingar séu vanir náttúruöflunum og hættum og kunni að varast þær. Girða þurfi að hættuleg sprungusvæði og hleypa íbúum Grindavíkur aftur heim til að athuga með sín hús og ná í sínar búslóðir ef þeir vilja. „Heilu hverfin í Grindavík eru meira og minna hættulítil eða hættulaus, nánast er hægt að keyra allar götur, almenn skynsemi, lífsreynsla og varkárni er það eina sem þarf,“ skrifar hann í færsluni. Alið sé á ótta með fréttaflutningi Fyrirtæki hafi opnað sinn rekstur og keypt inn hráefni sem séu nú ónýt af því ekki mátti bjarga vörunum. Fiskvinnslur og ferskfiskvinnslur hafi hafið starfsemi sína en nú liggi vörur upp á tugi tonna undir skemmdum. „Þetta er allt lokað enn þann dag í dag,“ skrifar Stefán. Fréttamenn og aðrir valsi um svæðin og hnjóta um grjót eða stígi í holur og skrifaðar séu dramafréttir sem séu ekki lýsandi fyrir ástand Grindavíkur en valda ugg og kvíða. Bærinn sé víða skemmdur og mörg hús sprungin ónýt en langstærsti hluti fasteigna sé óskemmdur og íbúðarhæfur þegar lagnir séu komnar í lag. „Það sagði mér björgunarsveitarmaður fyrir vestan að ef í dag myndi falla snjóflóð myndi enginn bjargast. Tíminn sem Almannavarnir tæki til að meta aðstæður og að koma með hættumat ylli því,“ skrifar Stefán í færslunni og bætir við að lokum að almannavarnir og aðgerðastjórn fari offari í lokunum.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira