Drónaárásir í Rússlandi í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2024 09:34 Ríkisstjóri Leníngradhéraðs birti þessa mynd frá olíuvinnslustöðinni í morgun. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að búið sé að ná tökum á eldinum í olíuvinnslustöðinni og einn olíutankur logi enn. Enginn er sagður hafa slasast eða dáið í eldinum og ekki hefur verið gefið upp hvernig eldurinn kviknaði. Í frétt BBC er þó vitnað í héraðsmiðla í Rússlandi þar sem haft er eftir vitnum að drónar hafi sést á svæðinu. Einnig hafi heyrst í þeim í kjölfar háværra sprenginga. Yaroslav Trofimov, blaðamaður Wall Street Journal, segir fregnir hafa borist af frekari drónaárásum í Smólensk og í Orel en ekkert myndefni hafi borist þaðan. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir þrjá dróna hafa verið skotna niður yfir Smolensk. There were also reports of drone attacks in Smolensk and Orel, but no footage of damage.— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) January 21, 2024 Rússar hafa í vetur gert umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu, eins og þeir gerðu síðasta vetur. Ráðamenn í Úkraínu hafa að þessu sinni heitið því að svara þessum árásum. Úkraínumenn segja Rússa hafa komið nánast öllum sínum loftvarnarkerfum fyrir í austurhluta Úkraínu og því séu skotmörk í Rússlandi viðkvæm fyrir árásum. Þá hafa Úkraínumenn unnið að þróun eigin langdrægra sjálfsprengidróna á undanförnum mánuðum. Á aðfaranótt föstudags varð stór sprenging í olíugeymslustöð í vesturhluta Rússlands, sem olli stærðarinnar báli. Fjórir stórir olíutankar stóðu í ljósum logum. Einnig varð sprenging í byssupúðursverksmiðju í Tambov, um sex hundruð kílómetra suður af Moskvu, á föstudaginn. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Stærstu heræfingar NATO í áratugi Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. 20. janúar 2024 07:55 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að búið sé að ná tökum á eldinum í olíuvinnslustöðinni og einn olíutankur logi enn. Enginn er sagður hafa slasast eða dáið í eldinum og ekki hefur verið gefið upp hvernig eldurinn kviknaði. Í frétt BBC er þó vitnað í héraðsmiðla í Rússlandi þar sem haft er eftir vitnum að drónar hafi sést á svæðinu. Einnig hafi heyrst í þeim í kjölfar háværra sprenginga. Yaroslav Trofimov, blaðamaður Wall Street Journal, segir fregnir hafa borist af frekari drónaárásum í Smólensk og í Orel en ekkert myndefni hafi borist þaðan. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir þrjá dróna hafa verið skotna niður yfir Smolensk. There were also reports of drone attacks in Smolensk and Orel, but no footage of damage.— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) January 21, 2024 Rússar hafa í vetur gert umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu, eins og þeir gerðu síðasta vetur. Ráðamenn í Úkraínu hafa að þessu sinni heitið því að svara þessum árásum. Úkraínumenn segja Rússa hafa komið nánast öllum sínum loftvarnarkerfum fyrir í austurhluta Úkraínu og því séu skotmörk í Rússlandi viðkvæm fyrir árásum. Þá hafa Úkraínumenn unnið að þróun eigin langdrægra sjálfsprengidróna á undanförnum mánuðum. Á aðfaranótt föstudags varð stór sprenging í olíugeymslustöð í vesturhluta Rússlands, sem olli stærðarinnar báli. Fjórir stórir olíutankar stóðu í ljósum logum. Einnig varð sprenging í byssupúðursverksmiðju í Tambov, um sex hundruð kílómetra suður af Moskvu, á föstudaginn.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Stærstu heræfingar NATO í áratugi Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. 20. janúar 2024 07:55 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Stærstu heræfingar NATO í áratugi Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. 20. janúar 2024 07:55