Leikur dagsins var gríðarlega spennandi framan af og svo sannarlega stál í stál fyrstu mínúturnar. Eftir það tóku Ungverjar við sér og komust fjórum mörkum yfir áður en Króatar minnkuðu muninn í aðeins eitt mark í stöðunni 9-8. Skiptust liðin á að skora fram að lokum fyrri hálfleiks, staðan þá 14-13 Ungverjalandi í vil.
Mateo " " Mara #ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/JQfqRpIv3L
— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2024
Króatía jafnaði metin snemma í síðari hálfleik og komst yfir um miðbik hans. Aftur tókst Ungverjum að snúa leiknum sér í vil og unnu á endanum þriggja marka sigur, 29-26.
Bence Imre var markahæstur í liði Ungverjalands með 7 mörk. Þá varði László Bartucz 16 skot í markinu. Filip Glavas og Tin Lučin skoruðu 5 mörk hvor í liði Króatíu.
What a game for 15 saves and counting! #ehfeuro2024 #heretoplay @MKSZhandball pic.twitter.com/OaKPJSpsdV
— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2024
Sigurinn lyftir Ungverjalandi upp í 2. sæti milliriðilsins með 4 stig að loknum 3 leikjum á meðan Króatía er í næstneðsta sæti með aðeins eitt stig, einu stigi meira en íslenska liðið.