Hettuklæddur vandali skemmdi Teslu Gríms yfirlögregluþjóns Jakob Bjarnar skrifar 19. janúar 2024 14:41 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir við Vísi að um sinn bíl sé að ræða. vísir/vilhelm/samsett „Alls ekki góð þróun,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari spurður um hvort ekki megi heita óhugnanlegt að ráðist sé að nafngreindum einstaklingum innan lögreglunnar. Héraðssaksóknari auglýsir eftir manni sem framdi skemmdarverk á bíl lögreglumanns þann 20. desember vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Ekkert venjulegt skemmdarverk Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að um sinn bíl sé að ræða en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það er til rannsóknar hjá öðru embætti en sínu. Ekki um skemmdirnar né hvort hann gruni einhvern, sem vel kann að vera. Hettuklæddi maðurinn hylur andlit sitt og veifar spreybrúsanum. Ljóst er að um afar óheillavænlega þróun er að ræða þegar glæpamenn eru farnir að veitast að nafngreindum lögreglumönnum. Um er að ræða Teslu-bifreið og svo virðist sem hettuklæddur maðurinn hafi gert atlögu að heimili Gríms. Ekki er annað að ráða af myndunum sem náðust á öryggismyndavél bílsins en þar sést hleðslustöðin og maðurinn með voldugan spreybrúsa í höndum. „Það blasir við að ekki er litið á þetta sem venjulegt skemmdarverk,“ sagði Grímur sem telur sig í afar óþægilegri stöðu við að tjá sig um málið, eins og áður segir. Ekki góð þróun Friðrik Smári Björgvinsson varasaksóknari vildi heldur ekki gefa nánari upplýsingar um rannsóknina en sagði þetta í annað sinn sem embættið auglýsir eftir manninum. Þeir óttuðust vegna óheppilegrar tímasetningarinnar að sú auglýsing hafi farið milli skips og bryggju. „Þetta er hluti rannsóknarinnar, að athuga hvort einhver kannast við þennan mann,“ segir Friðrik Smári. Það veldur vissum óhugnaði þegar verk af þessu tagi beinast gegn tilteknum einstaklingi innan lögreglunnar. Friðrik tekur undir það. „Þetta er alls ekki góð þróun og mikið til vinnandi að upplýsa um þetta.“ Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leitar að manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023. 19. janúar 2024 13:08 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Héraðssaksóknari auglýsir eftir manni sem framdi skemmdarverk á bíl lögreglumanns þann 20. desember vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Ekkert venjulegt skemmdarverk Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að um sinn bíl sé að ræða en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það er til rannsóknar hjá öðru embætti en sínu. Ekki um skemmdirnar né hvort hann gruni einhvern, sem vel kann að vera. Hettuklæddi maðurinn hylur andlit sitt og veifar spreybrúsanum. Ljóst er að um afar óheillavænlega þróun er að ræða þegar glæpamenn eru farnir að veitast að nafngreindum lögreglumönnum. Um er að ræða Teslu-bifreið og svo virðist sem hettuklæddur maðurinn hafi gert atlögu að heimili Gríms. Ekki er annað að ráða af myndunum sem náðust á öryggismyndavél bílsins en þar sést hleðslustöðin og maðurinn með voldugan spreybrúsa í höndum. „Það blasir við að ekki er litið á þetta sem venjulegt skemmdarverk,“ sagði Grímur sem telur sig í afar óþægilegri stöðu við að tjá sig um málið, eins og áður segir. Ekki góð þróun Friðrik Smári Björgvinsson varasaksóknari vildi heldur ekki gefa nánari upplýsingar um rannsóknina en sagði þetta í annað sinn sem embættið auglýsir eftir manninum. Þeir óttuðust vegna óheppilegrar tímasetningarinnar að sú auglýsing hafi farið milli skips og bryggju. „Þetta er hluti rannsóknarinnar, að athuga hvort einhver kannast við þennan mann,“ segir Friðrik Smári. Það veldur vissum óhugnaði þegar verk af þessu tagi beinast gegn tilteknum einstaklingi innan lögreglunnar. Friðrik tekur undir það. „Þetta er alls ekki góð þróun og mikið til vinnandi að upplýsa um þetta.“
Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leitar að manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023. 19. janúar 2024 13:08 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Héraðssaksóknari leitar að manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023. 19. janúar 2024 13:08