Til skoðunar að fleiri í bið geti sótt um niðurgreiðslu Lovísa Arnardóttir skrifar 19. janúar 2024 11:15 Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavíkurborg. Hún er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Alls hafa fimmtíu einstaklingar sótt um niðurgreiðslu til Reykjavíkurborgar vegna barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru enn hjá dagforeldrum. Opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur í síðustu viku. Skóla- og frístundasvið skoðar nú hvort hægt sé að veita fleirum niðurgreiðslu. Niðurgreiðslan er tilkomin vegna þess að börnin ættu samkvæmt viðmiðum borgarinnar að vera komin inn á einhvern leikskóla borgarinnar. Leikskólar eru töluvert ódýrari en að vera hjá dagforeldrum. Foreldrar og forráðamenn greiða um 35 þúsund fyrir mánuð í leikskóla en greiðslur til dagforeldra geta numið allt að 90 þúsund krónum eða jafnvel meira á mánuði. Frá því að opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur hafa fimmtíu sótt um. „Umsóknir eru teknar fyrir og afgreiddar jafnóðum uppfylla þær öll skilyrði aukinnar niðurgreiðslu,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavíkurborg. Ekki gætt að jafnræði Frá því að tilkynnt var um niðurgreiðsluna hafa foreldrar barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru ekki hjá dagforeldrum en ekki í leikskóla kvartað undan því að ekki sé gætt að jafnræði við niðurgreiðsluna. Arnór Bjarki Svarfdal, faðir 21 mánaða stúlku, sagði í viðtali í síðustu viku að dóttir væri hvergi komin inn og hann ekki getað unnið fulla vinnu. Hann fái ekki niðurgreiðslu en verði fyrir um 200 þúsund króna tekjutapi mánaðarlega. Árelía Eydís segir það til skoðunar hjá skóla- og frístundasviði borgarinnar hvort hægt sé að opna fyrir umsóknir annarra foreldra fyrir niðurgreiðslu en bara þeirra sem eru með börn í dagforeldrakerfinu. Niðurgreiðslan var kynnt fyrst síðasta sumar sem liður í styrkingu dagforeldrakerfisins. Árelía Eydís segir að skóla- og frístundaráð taki málið ekki fyrir fyrr en sviðið hafi skoðað málið ítarlega og að það muni taka einhvern tíma. Skóla - og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 14. desember 2023 13:18 Geta átt von á um mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu Foreldrar barna 18 mánaða og eldri geta átt von á mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu eftir áramót frá Reykjavíkurborg vegna greiddra dagforeldragjalda. Ný gjaldskrá og aukinn stuðningur við foreldra voru samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Alls eru um 100 til 200 börn á þessum aldri enn hjá dagforeldrum. 14. desember 2023 20:01 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Niðurgreiðslan er tilkomin vegna þess að börnin ættu samkvæmt viðmiðum borgarinnar að vera komin inn á einhvern leikskóla borgarinnar. Leikskólar eru töluvert ódýrari en að vera hjá dagforeldrum. Foreldrar og forráðamenn greiða um 35 þúsund fyrir mánuð í leikskóla en greiðslur til dagforeldra geta numið allt að 90 þúsund krónum eða jafnvel meira á mánuði. Frá því að opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur hafa fimmtíu sótt um. „Umsóknir eru teknar fyrir og afgreiddar jafnóðum uppfylla þær öll skilyrði aukinnar niðurgreiðslu,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavíkurborg. Ekki gætt að jafnræði Frá því að tilkynnt var um niðurgreiðsluna hafa foreldrar barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru ekki hjá dagforeldrum en ekki í leikskóla kvartað undan því að ekki sé gætt að jafnræði við niðurgreiðsluna. Arnór Bjarki Svarfdal, faðir 21 mánaða stúlku, sagði í viðtali í síðustu viku að dóttir væri hvergi komin inn og hann ekki getað unnið fulla vinnu. Hann fái ekki niðurgreiðslu en verði fyrir um 200 þúsund króna tekjutapi mánaðarlega. Árelía Eydís segir það til skoðunar hjá skóla- og frístundasviði borgarinnar hvort hægt sé að opna fyrir umsóknir annarra foreldra fyrir niðurgreiðslu en bara þeirra sem eru með börn í dagforeldrakerfinu. Niðurgreiðslan var kynnt fyrst síðasta sumar sem liður í styrkingu dagforeldrakerfisins. Árelía Eydís segir að skóla- og frístundaráð taki málið ekki fyrir fyrr en sviðið hafi skoðað málið ítarlega og að það muni taka einhvern tíma.
Skóla - og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 14. desember 2023 13:18 Geta átt von á um mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu Foreldrar barna 18 mánaða og eldri geta átt von á mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu eftir áramót frá Reykjavíkurborg vegna greiddra dagforeldragjalda. Ný gjaldskrá og aukinn stuðningur við foreldra voru samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Alls eru um 100 til 200 börn á þessum aldri enn hjá dagforeldrum. 14. desember 2023 20:01 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 14. desember 2023 13:18
Geta átt von á um mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu Foreldrar barna 18 mánaða og eldri geta átt von á mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu eftir áramót frá Reykjavíkurborg vegna greiddra dagforeldragjalda. Ný gjaldskrá og aukinn stuðningur við foreldra voru samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Alls eru um 100 til 200 börn á þessum aldri enn hjá dagforeldrum. 14. desember 2023 20:01