Til skoðunar að fleiri í bið geti sótt um niðurgreiðslu Lovísa Arnardóttir skrifar 19. janúar 2024 11:15 Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavíkurborg. Hún er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Alls hafa fimmtíu einstaklingar sótt um niðurgreiðslu til Reykjavíkurborgar vegna barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru enn hjá dagforeldrum. Opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur í síðustu viku. Skóla- og frístundasvið skoðar nú hvort hægt sé að veita fleirum niðurgreiðslu. Niðurgreiðslan er tilkomin vegna þess að börnin ættu samkvæmt viðmiðum borgarinnar að vera komin inn á einhvern leikskóla borgarinnar. Leikskólar eru töluvert ódýrari en að vera hjá dagforeldrum. Foreldrar og forráðamenn greiða um 35 þúsund fyrir mánuð í leikskóla en greiðslur til dagforeldra geta numið allt að 90 þúsund krónum eða jafnvel meira á mánuði. Frá því að opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur hafa fimmtíu sótt um. „Umsóknir eru teknar fyrir og afgreiddar jafnóðum uppfylla þær öll skilyrði aukinnar niðurgreiðslu,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavíkurborg. Ekki gætt að jafnræði Frá því að tilkynnt var um niðurgreiðsluna hafa foreldrar barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru ekki hjá dagforeldrum en ekki í leikskóla kvartað undan því að ekki sé gætt að jafnræði við niðurgreiðsluna. Arnór Bjarki Svarfdal, faðir 21 mánaða stúlku, sagði í viðtali í síðustu viku að dóttir væri hvergi komin inn og hann ekki getað unnið fulla vinnu. Hann fái ekki niðurgreiðslu en verði fyrir um 200 þúsund króna tekjutapi mánaðarlega. Árelía Eydís segir það til skoðunar hjá skóla- og frístundasviði borgarinnar hvort hægt sé að opna fyrir umsóknir annarra foreldra fyrir niðurgreiðslu en bara þeirra sem eru með börn í dagforeldrakerfinu. Niðurgreiðslan var kynnt fyrst síðasta sumar sem liður í styrkingu dagforeldrakerfisins. Árelía Eydís segir að skóla- og frístundaráð taki málið ekki fyrir fyrr en sviðið hafi skoðað málið ítarlega og að það muni taka einhvern tíma. Skóla - og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 14. desember 2023 13:18 Geta átt von á um mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu Foreldrar barna 18 mánaða og eldri geta átt von á mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu eftir áramót frá Reykjavíkurborg vegna greiddra dagforeldragjalda. Ný gjaldskrá og aukinn stuðningur við foreldra voru samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Alls eru um 100 til 200 börn á þessum aldri enn hjá dagforeldrum. 14. desember 2023 20:01 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Niðurgreiðslan er tilkomin vegna þess að börnin ættu samkvæmt viðmiðum borgarinnar að vera komin inn á einhvern leikskóla borgarinnar. Leikskólar eru töluvert ódýrari en að vera hjá dagforeldrum. Foreldrar og forráðamenn greiða um 35 þúsund fyrir mánuð í leikskóla en greiðslur til dagforeldra geta numið allt að 90 þúsund krónum eða jafnvel meira á mánuði. Frá því að opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur hafa fimmtíu sótt um. „Umsóknir eru teknar fyrir og afgreiddar jafnóðum uppfylla þær öll skilyrði aukinnar niðurgreiðslu,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavíkurborg. Ekki gætt að jafnræði Frá því að tilkynnt var um niðurgreiðsluna hafa foreldrar barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru ekki hjá dagforeldrum en ekki í leikskóla kvartað undan því að ekki sé gætt að jafnræði við niðurgreiðsluna. Arnór Bjarki Svarfdal, faðir 21 mánaða stúlku, sagði í viðtali í síðustu viku að dóttir væri hvergi komin inn og hann ekki getað unnið fulla vinnu. Hann fái ekki niðurgreiðslu en verði fyrir um 200 þúsund króna tekjutapi mánaðarlega. Árelía Eydís segir það til skoðunar hjá skóla- og frístundasviði borgarinnar hvort hægt sé að opna fyrir umsóknir annarra foreldra fyrir niðurgreiðslu en bara þeirra sem eru með börn í dagforeldrakerfinu. Niðurgreiðslan var kynnt fyrst síðasta sumar sem liður í styrkingu dagforeldrakerfisins. Árelía Eydís segir að skóla- og frístundaráð taki málið ekki fyrir fyrr en sviðið hafi skoðað málið ítarlega og að það muni taka einhvern tíma.
Skóla - og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 14. desember 2023 13:18 Geta átt von á um mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu Foreldrar barna 18 mánaða og eldri geta átt von á mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu eftir áramót frá Reykjavíkurborg vegna greiddra dagforeldragjalda. Ný gjaldskrá og aukinn stuðningur við foreldra voru samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Alls eru um 100 til 200 börn á þessum aldri enn hjá dagforeldrum. 14. desember 2023 20:01 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 14. desember 2023 13:18
Geta átt von á um mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu Foreldrar barna 18 mánaða og eldri geta átt von á mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu eftir áramót frá Reykjavíkurborg vegna greiddra dagforeldragjalda. Ný gjaldskrá og aukinn stuðningur við foreldra voru samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Alls eru um 100 til 200 börn á þessum aldri enn hjá dagforeldrum. 14. desember 2023 20:01