Allt er breytt Jón Ingi Hákonarson skrifar 19. janúar 2024 08:00 Allt er breytt, jarðhræringarnar á Reykjanesskaga og hamfarirnar í Grindavík hafa breytt öllum forsendum byggðarþróunar á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum að skoða skipulagsmálin upp á nýtt. Vænt fólksfjölgun næstu áratuga mælist í tugum þúsunda og ætla má að flestir þeirra muni vilja búa á SV horninu. Hvernig ætlum við að þróa höfuðborgarsvæðið í þessum nýja veruleika? Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verður væntanlega ekki stækkað í suður í átt til Suðurnesja. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksina í Hafnarfirði hefur horft hýru auga til þessa möguleika. Það er varla lengur á borðinu, einnig er ljóst að hamfarirnar munu að öllum líkindum hægja á hinni hröðu uppbyggingu á Suðurnesjum. Ljóst má vera að horfa þarf inn á við og þétting byggðar innan höfuðborgarsvæðisins verður mikilvægari en áður. Ekki er ólíklegt að byggðin muni þróast hraðar í kringum Árborg og Þorlákshöfn. Það myndi ekki koma mér á óvart að Þorlákshöfn myndi ná Hafnarfirði að stærð upp úr 2050. Sama má segja um Akranes og Vesturlandið allt, líklega munu þau svæði styrkjast mikið á komandi árum og áratugum. Fyrir sveitastjórnarfólki blasir við nýr raunveruleiki þegar kemur að þróun byggðar á SV horninu. Byggð í Hafnarfirði mun varla teygja sig lengra til suðurs. Móðir náttúra hefur minnt á sig og við verðum að hlusta og hlýða. Fyrir okkur Hafnfirðinga er mikilvægt að láta kortleggja svæðin í kringum bæinn okkar til að fá nýjustu og bestu upplýsingar um jarðfræðilega stöðu. Bæjarstjóri segir að Hafnfirðingar bíði rólegir eftir hættumati, það er væntanlegt með vorinu. Ég veit ekki hversu rólegir Hafnfirðingar eru vegna þessa en hvað sem úr því mati kemur, má alveg slá því föstu að hættan hefur aukist til muna. Þróun byggðar mun því taka töluverðum breytingum. Það er í það minnsta ekki er í lagi er að stinga höfðinu í sandinn og vona það besta og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við verðum að sýna forsjálni og ábyrgð og skoða skipulagsmálin upp á nýtt. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Eldgos á Reykjanesskaga Hafnarfjörður Viðreisn Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Allt er breytt, jarðhræringarnar á Reykjanesskaga og hamfarirnar í Grindavík hafa breytt öllum forsendum byggðarþróunar á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum að skoða skipulagsmálin upp á nýtt. Vænt fólksfjölgun næstu áratuga mælist í tugum þúsunda og ætla má að flestir þeirra muni vilja búa á SV horninu. Hvernig ætlum við að þróa höfuðborgarsvæðið í þessum nýja veruleika? Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verður væntanlega ekki stækkað í suður í átt til Suðurnesja. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksina í Hafnarfirði hefur horft hýru auga til þessa möguleika. Það er varla lengur á borðinu, einnig er ljóst að hamfarirnar munu að öllum líkindum hægja á hinni hröðu uppbyggingu á Suðurnesjum. Ljóst má vera að horfa þarf inn á við og þétting byggðar innan höfuðborgarsvæðisins verður mikilvægari en áður. Ekki er ólíklegt að byggðin muni þróast hraðar í kringum Árborg og Þorlákshöfn. Það myndi ekki koma mér á óvart að Þorlákshöfn myndi ná Hafnarfirði að stærð upp úr 2050. Sama má segja um Akranes og Vesturlandið allt, líklega munu þau svæði styrkjast mikið á komandi árum og áratugum. Fyrir sveitastjórnarfólki blasir við nýr raunveruleiki þegar kemur að þróun byggðar á SV horninu. Byggð í Hafnarfirði mun varla teygja sig lengra til suðurs. Móðir náttúra hefur minnt á sig og við verðum að hlusta og hlýða. Fyrir okkur Hafnfirðinga er mikilvægt að láta kortleggja svæðin í kringum bæinn okkar til að fá nýjustu og bestu upplýsingar um jarðfræðilega stöðu. Bæjarstjóri segir að Hafnfirðingar bíði rólegir eftir hættumati, það er væntanlegt með vorinu. Ég veit ekki hversu rólegir Hafnfirðingar eru vegna þessa en hvað sem úr því mati kemur, má alveg slá því föstu að hættan hefur aukist til muna. Þróun byggðar mun því taka töluverðum breytingum. Það er í það minnsta ekki er í lagi er að stinga höfðinu í sandinn og vona það besta og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við verðum að sýna forsjálni og ábyrgð og skoða skipulagsmálin upp á nýtt. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun