Snuðuðu mann með heilaskaða um ellefu milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2024 09:04 Birkir Jóhannsson er forstjóri TM. TM Tryggingafélagið TM mátti ekki skerða bætur til karlmanns sem slasaðist alvarlega á hestbaki. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem taldi ósanngjarnt og óheiðarlegt af fyrirtækinu að bera fyrir sig kvittun fyrir fullnaðargreiðslu. Það var í byrjun ágúst 2019 sem karlmaðurinn féll af hestbaki. Hann varð við fallið fyrir alvarlegum meiðslum og komu fjöláverkar í ljós við rannsóknir á sjúkrahúsi. Í framhaldinu greindust aðrir og enn alvarlegri áverkar á borð við mænuskaða, áfallastreituröskun og heilaskaða. Karlmaðurinn var með slysatryggingu hjá TM sem lét vinna örorkumat. Það hljóðaði upp á 52 prósent örorku og var borið undir trúnaðarlækni. Hann leiðrétti matið og var varanleg læknisfræðileg örorka mannsins metin 77 prósent og vísað til hálsbrots, mænuskaða, þvagleka, getuleysis, brota í miðhandarbeinum, áfallastreituröskunar og vitrænnar skerðingar eftir heilaskaða. Ef tekið væri tillit til svokallaðrar hlutfallsreglu væri varanleg læknisfræðileg örorka mannsins um þriðjungi minni, eða 54 prósent. Karlmanninum var tilkynnt um þetta og samþykkti með undirskrift sinni bætur upp á 8,8 milljónir króna. Ágreiningurinn í málinu sneri að því hvort TM hefði mátt nota fyrrnefnda hlutfallsreglu og skerða þannig mat á bótum til viðskiptavinar síns. TM sagðist reiðubúið til að sinna vinnslu vel og rétt Karlmaðurinn leitaði að lokum til Fulltingis sem gerði kröfu um bætur miðað við 77 prósenta varanlega örorku. Á meðal gagna málsins var tölvupóstur frá manninum til TM þar sem hann lýsti yfir skilningsleysi sínu á matinu en að hann treysti TM til að finna rétta og sanngjarna lausn á málinu. Hann hefði aldrei ráðið sér lögfræðing og ætlaði ekki að byrja á því í þessu máli. Í tölvupósti frá honum til TM eftir ákvörðun um 8,8 milljóna króna bætur lýsti karlmaðurinn yfir óánægju með fjárhæðina og skilningsleysi. Hann hefði verið hvattur til að leita til lögfræðings en hann væri ekki þannig gerður að vilja blanda öðrum í sín mál. TM svaraði og gerði tilraun til að útskýra matið fyrir manninum. Þar var nefnt að honum væri frjálst að leita lögfræðilegs álits en ekki væri þörf á því þar sem um frekar einfalda tryggingu væri að ræða. TM væri meira en reiðubúið til að sinna vinnslu málsins vel og rétt. Héraðsdómur Reykjavíkur horfði til þessara tölvupóstssamskipta við úrlausn sína á málinu. Af þeim væri ekki ráðið að karlmaðurinn hefði gert sér grein fyrir að TM ætlaði að beita hlutfallsreglu þegar hann kvittaði fyrir lokagreiðslu frá TM. Þá hefði TM ekki gert tilraun til að útskýra beitingu reglunnar fyrir honum þrátt fyrir að hann hefði ítrekað lýst yfir skilningsleysi á örorkumatinu og óánægju sinni með það. Hefðu þurft að vera skýrir í skilmálum sínum Dómurinn horfði til þess að umrædd kvittun varðaði skaðabótakröfu manns vegna líkamstjóns og hann hafði ríka hagsmuni af því að fá tjón sitt að fullu bætt. Þá leit dómurinn til aðstöðumunar á milli aðila málsins. TM með sína lögfræðinga og mannsins sem naut ekki lögfræðiaðstoðar og hafði orðið fyrir heilaskaða. Ákvað dómurinn að víkja kvittun fyrir lokagreiðslunni til hliðar þar sem óheiðarlegt og ósanngjarnt væri af TM að bera kvittunina fyrir sig; að maðurinn væri búinn að samþykkja lokagreiðslu. Þá benti dómurinn á að hvergi í skilmálum TM væri þess getið að beita skuli hlutfallsreglu þegar um fjöláverka sé að ræða, eins og var óumdeilt í tilviki mannsins. TM hefði þurft að taka fram skýrt í skilmálum sínum ef fyrirtækið teldi að beita ætti hlutfallsreglu við læknisfræðilegt heildarmat á miska af völdum fjöláverka. TM yrði að bera hallann af þessu. Var það mat héraðsdóms að TM hefði ekki mátt skerða bætur til mannsins. Var TM dæmt til að greiða manninum rúmlega 20 milljónir króna í bætur að frádreginni 8,8 milljóna króna sem þegar höfðu verið lagðar inn á manninn. Lögmenn karlmannsins hjá Fulltingi ræddu niðurstöðu dómsins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Það var í byrjun ágúst 2019 sem karlmaðurinn féll af hestbaki. Hann varð við fallið fyrir alvarlegum meiðslum og komu fjöláverkar í ljós við rannsóknir á sjúkrahúsi. Í framhaldinu greindust aðrir og enn alvarlegri áverkar á borð við mænuskaða, áfallastreituröskun og heilaskaða. Karlmaðurinn var með slysatryggingu hjá TM sem lét vinna örorkumat. Það hljóðaði upp á 52 prósent örorku og var borið undir trúnaðarlækni. Hann leiðrétti matið og var varanleg læknisfræðileg örorka mannsins metin 77 prósent og vísað til hálsbrots, mænuskaða, þvagleka, getuleysis, brota í miðhandarbeinum, áfallastreituröskunar og vitrænnar skerðingar eftir heilaskaða. Ef tekið væri tillit til svokallaðrar hlutfallsreglu væri varanleg læknisfræðileg örorka mannsins um þriðjungi minni, eða 54 prósent. Karlmanninum var tilkynnt um þetta og samþykkti með undirskrift sinni bætur upp á 8,8 milljónir króna. Ágreiningurinn í málinu sneri að því hvort TM hefði mátt nota fyrrnefnda hlutfallsreglu og skerða þannig mat á bótum til viðskiptavinar síns. TM sagðist reiðubúið til að sinna vinnslu vel og rétt Karlmaðurinn leitaði að lokum til Fulltingis sem gerði kröfu um bætur miðað við 77 prósenta varanlega örorku. Á meðal gagna málsins var tölvupóstur frá manninum til TM þar sem hann lýsti yfir skilningsleysi sínu á matinu en að hann treysti TM til að finna rétta og sanngjarna lausn á málinu. Hann hefði aldrei ráðið sér lögfræðing og ætlaði ekki að byrja á því í þessu máli. Í tölvupósti frá honum til TM eftir ákvörðun um 8,8 milljóna króna bætur lýsti karlmaðurinn yfir óánægju með fjárhæðina og skilningsleysi. Hann hefði verið hvattur til að leita til lögfræðings en hann væri ekki þannig gerður að vilja blanda öðrum í sín mál. TM svaraði og gerði tilraun til að útskýra matið fyrir manninum. Þar var nefnt að honum væri frjálst að leita lögfræðilegs álits en ekki væri þörf á því þar sem um frekar einfalda tryggingu væri að ræða. TM væri meira en reiðubúið til að sinna vinnslu málsins vel og rétt. Héraðsdómur Reykjavíkur horfði til þessara tölvupóstssamskipta við úrlausn sína á málinu. Af þeim væri ekki ráðið að karlmaðurinn hefði gert sér grein fyrir að TM ætlaði að beita hlutfallsreglu þegar hann kvittaði fyrir lokagreiðslu frá TM. Þá hefði TM ekki gert tilraun til að útskýra beitingu reglunnar fyrir honum þrátt fyrir að hann hefði ítrekað lýst yfir skilningsleysi á örorkumatinu og óánægju sinni með það. Hefðu þurft að vera skýrir í skilmálum sínum Dómurinn horfði til þess að umrædd kvittun varðaði skaðabótakröfu manns vegna líkamstjóns og hann hafði ríka hagsmuni af því að fá tjón sitt að fullu bætt. Þá leit dómurinn til aðstöðumunar á milli aðila málsins. TM með sína lögfræðinga og mannsins sem naut ekki lögfræðiaðstoðar og hafði orðið fyrir heilaskaða. Ákvað dómurinn að víkja kvittun fyrir lokagreiðslunni til hliðar þar sem óheiðarlegt og ósanngjarnt væri af TM að bera kvittunina fyrir sig; að maðurinn væri búinn að samþykkja lokagreiðslu. Þá benti dómurinn á að hvergi í skilmálum TM væri þess getið að beita skuli hlutfallsreglu þegar um fjöláverka sé að ræða, eins og var óumdeilt í tilviki mannsins. TM hefði þurft að taka fram skýrt í skilmálum sínum ef fyrirtækið teldi að beita ætti hlutfallsreglu við læknisfræðilegt heildarmat á miska af völdum fjöláverka. TM yrði að bera hallann af þessu. Var það mat héraðsdóms að TM hefði ekki mátt skerða bætur til mannsins. Var TM dæmt til að greiða manninum rúmlega 20 milljónir króna í bætur að frádreginni 8,8 milljóna króna sem þegar höfðu verið lagðar inn á manninn. Lögmenn karlmannsins hjá Fulltingi ræddu niðurstöðu dómsins í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira