Snuðuðu mann með heilaskaða um ellefu milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2024 09:04 Birkir Jóhannsson er forstjóri TM. TM Tryggingafélagið TM mátti ekki skerða bætur til karlmanns sem slasaðist alvarlega á hestbaki. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem taldi ósanngjarnt og óheiðarlegt af fyrirtækinu að bera fyrir sig kvittun fyrir fullnaðargreiðslu. Það var í byrjun ágúst 2019 sem karlmaðurinn féll af hestbaki. Hann varð við fallið fyrir alvarlegum meiðslum og komu fjöláverkar í ljós við rannsóknir á sjúkrahúsi. Í framhaldinu greindust aðrir og enn alvarlegri áverkar á borð við mænuskaða, áfallastreituröskun og heilaskaða. Karlmaðurinn var með slysatryggingu hjá TM sem lét vinna örorkumat. Það hljóðaði upp á 52 prósent örorku og var borið undir trúnaðarlækni. Hann leiðrétti matið og var varanleg læknisfræðileg örorka mannsins metin 77 prósent og vísað til hálsbrots, mænuskaða, þvagleka, getuleysis, brota í miðhandarbeinum, áfallastreituröskunar og vitrænnar skerðingar eftir heilaskaða. Ef tekið væri tillit til svokallaðrar hlutfallsreglu væri varanleg læknisfræðileg örorka mannsins um þriðjungi minni, eða 54 prósent. Karlmanninum var tilkynnt um þetta og samþykkti með undirskrift sinni bætur upp á 8,8 milljónir króna. Ágreiningurinn í málinu sneri að því hvort TM hefði mátt nota fyrrnefnda hlutfallsreglu og skerða þannig mat á bótum til viðskiptavinar síns. TM sagðist reiðubúið til að sinna vinnslu vel og rétt Karlmaðurinn leitaði að lokum til Fulltingis sem gerði kröfu um bætur miðað við 77 prósenta varanlega örorku. Á meðal gagna málsins var tölvupóstur frá manninum til TM þar sem hann lýsti yfir skilningsleysi sínu á matinu en að hann treysti TM til að finna rétta og sanngjarna lausn á málinu. Hann hefði aldrei ráðið sér lögfræðing og ætlaði ekki að byrja á því í þessu máli. Í tölvupósti frá honum til TM eftir ákvörðun um 8,8 milljóna króna bætur lýsti karlmaðurinn yfir óánægju með fjárhæðina og skilningsleysi. Hann hefði verið hvattur til að leita til lögfræðings en hann væri ekki þannig gerður að vilja blanda öðrum í sín mál. TM svaraði og gerði tilraun til að útskýra matið fyrir manninum. Þar var nefnt að honum væri frjálst að leita lögfræðilegs álits en ekki væri þörf á því þar sem um frekar einfalda tryggingu væri að ræða. TM væri meira en reiðubúið til að sinna vinnslu málsins vel og rétt. Héraðsdómur Reykjavíkur horfði til þessara tölvupóstssamskipta við úrlausn sína á málinu. Af þeim væri ekki ráðið að karlmaðurinn hefði gert sér grein fyrir að TM ætlaði að beita hlutfallsreglu þegar hann kvittaði fyrir lokagreiðslu frá TM. Þá hefði TM ekki gert tilraun til að útskýra beitingu reglunnar fyrir honum þrátt fyrir að hann hefði ítrekað lýst yfir skilningsleysi á örorkumatinu og óánægju sinni með það. Hefðu þurft að vera skýrir í skilmálum sínum Dómurinn horfði til þess að umrædd kvittun varðaði skaðabótakröfu manns vegna líkamstjóns og hann hafði ríka hagsmuni af því að fá tjón sitt að fullu bætt. Þá leit dómurinn til aðstöðumunar á milli aðila málsins. TM með sína lögfræðinga og mannsins sem naut ekki lögfræðiaðstoðar og hafði orðið fyrir heilaskaða. Ákvað dómurinn að víkja kvittun fyrir lokagreiðslunni til hliðar þar sem óheiðarlegt og ósanngjarnt væri af TM að bera kvittunina fyrir sig; að maðurinn væri búinn að samþykkja lokagreiðslu. Þá benti dómurinn á að hvergi í skilmálum TM væri þess getið að beita skuli hlutfallsreglu þegar um fjöláverka sé að ræða, eins og var óumdeilt í tilviki mannsins. TM hefði þurft að taka fram skýrt í skilmálum sínum ef fyrirtækið teldi að beita ætti hlutfallsreglu við læknisfræðilegt heildarmat á miska af völdum fjöláverka. TM yrði að bera hallann af þessu. Var það mat héraðsdóms að TM hefði ekki mátt skerða bætur til mannsins. Var TM dæmt til að greiða manninum rúmlega 20 milljónir króna í bætur að frádreginni 8,8 milljóna króna sem þegar höfðu verið lagðar inn á manninn. Lögmenn karlmannsins hjá Fulltingi ræddu niðurstöðu dómsins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Það var í byrjun ágúst 2019 sem karlmaðurinn féll af hestbaki. Hann varð við fallið fyrir alvarlegum meiðslum og komu fjöláverkar í ljós við rannsóknir á sjúkrahúsi. Í framhaldinu greindust aðrir og enn alvarlegri áverkar á borð við mænuskaða, áfallastreituröskun og heilaskaða. Karlmaðurinn var með slysatryggingu hjá TM sem lét vinna örorkumat. Það hljóðaði upp á 52 prósent örorku og var borið undir trúnaðarlækni. Hann leiðrétti matið og var varanleg læknisfræðileg örorka mannsins metin 77 prósent og vísað til hálsbrots, mænuskaða, þvagleka, getuleysis, brota í miðhandarbeinum, áfallastreituröskunar og vitrænnar skerðingar eftir heilaskaða. Ef tekið væri tillit til svokallaðrar hlutfallsreglu væri varanleg læknisfræðileg örorka mannsins um þriðjungi minni, eða 54 prósent. Karlmanninum var tilkynnt um þetta og samþykkti með undirskrift sinni bætur upp á 8,8 milljónir króna. Ágreiningurinn í málinu sneri að því hvort TM hefði mátt nota fyrrnefnda hlutfallsreglu og skerða þannig mat á bótum til viðskiptavinar síns. TM sagðist reiðubúið til að sinna vinnslu vel og rétt Karlmaðurinn leitaði að lokum til Fulltingis sem gerði kröfu um bætur miðað við 77 prósenta varanlega örorku. Á meðal gagna málsins var tölvupóstur frá manninum til TM þar sem hann lýsti yfir skilningsleysi sínu á matinu en að hann treysti TM til að finna rétta og sanngjarna lausn á málinu. Hann hefði aldrei ráðið sér lögfræðing og ætlaði ekki að byrja á því í þessu máli. Í tölvupósti frá honum til TM eftir ákvörðun um 8,8 milljóna króna bætur lýsti karlmaðurinn yfir óánægju með fjárhæðina og skilningsleysi. Hann hefði verið hvattur til að leita til lögfræðings en hann væri ekki þannig gerður að vilja blanda öðrum í sín mál. TM svaraði og gerði tilraun til að útskýra matið fyrir manninum. Þar var nefnt að honum væri frjálst að leita lögfræðilegs álits en ekki væri þörf á því þar sem um frekar einfalda tryggingu væri að ræða. TM væri meira en reiðubúið til að sinna vinnslu málsins vel og rétt. Héraðsdómur Reykjavíkur horfði til þessara tölvupóstssamskipta við úrlausn sína á málinu. Af þeim væri ekki ráðið að karlmaðurinn hefði gert sér grein fyrir að TM ætlaði að beita hlutfallsreglu þegar hann kvittaði fyrir lokagreiðslu frá TM. Þá hefði TM ekki gert tilraun til að útskýra beitingu reglunnar fyrir honum þrátt fyrir að hann hefði ítrekað lýst yfir skilningsleysi á örorkumatinu og óánægju sinni með það. Hefðu þurft að vera skýrir í skilmálum sínum Dómurinn horfði til þess að umrædd kvittun varðaði skaðabótakröfu manns vegna líkamstjóns og hann hafði ríka hagsmuni af því að fá tjón sitt að fullu bætt. Þá leit dómurinn til aðstöðumunar á milli aðila málsins. TM með sína lögfræðinga og mannsins sem naut ekki lögfræðiaðstoðar og hafði orðið fyrir heilaskaða. Ákvað dómurinn að víkja kvittun fyrir lokagreiðslunni til hliðar þar sem óheiðarlegt og ósanngjarnt væri af TM að bera kvittunina fyrir sig; að maðurinn væri búinn að samþykkja lokagreiðslu. Þá benti dómurinn á að hvergi í skilmálum TM væri þess getið að beita skuli hlutfallsreglu þegar um fjöláverka sé að ræða, eins og var óumdeilt í tilviki mannsins. TM hefði þurft að taka fram skýrt í skilmálum sínum ef fyrirtækið teldi að beita ætti hlutfallsreglu við læknisfræðilegt heildarmat á miska af völdum fjöláverka. TM yrði að bera hallann af þessu. Var það mat héraðsdóms að TM hefði ekki mátt skerða bætur til mannsins. Var TM dæmt til að greiða manninum rúmlega 20 milljónir króna í bætur að frádreginni 8,8 milljóna króna sem þegar höfðu verið lagðar inn á manninn. Lögmenn karlmannsins hjá Fulltingi ræddu niðurstöðu dómsins í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira