Sendiherrann segist staðráðin í að verða góður nágranni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 11:27 Carrin segist ætla að verða góður nágranni. Vísir Carrin Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segist staðráðin í því að verða góður nágranni Vesturbæinga á Sólvallagötu. Sendiherrabústaður að Sólvallagötu 14 eigi að verða vitnisburður um tengsl Bandaríkjanna og Íslands og birtir sendiráðið tölvuteiknaðar myndir af því hvernig hann mun koma til með að líta út í götunni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins í dag þar sem fram kemur að 79 íbúar í nágrenninu hafi skrifað undir harðorð mótmæli gegn breytingum á húsnæðinu að Sólvallagötu 14. Þá er rætt við íbúa sem veltir því upp hvort starfsemi sendiráða eigi heima í hverfi líkt og vesturbæ Reykjavíkur. Fréttastofa hefur áður rætt við íbúa sem sagst hafa verið uggandi yfir hugmyndum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Meðal áætlana er að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli. Þá vildi sendiráðið byggja vakthús en fékk það ekki í gegn líkt og Vísir greindi frá í nóvember. Gætt samræmis við umhverfið Í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu segir að við alla hönnun hafi sérstaklega verið horft til þess að gæta samræmis við sögulegt og fallegt umhverfi Reykjavíkur. „Markmið okkar er ekki einungis að skapa sendiherrabústað heldur einnig vitnisburð um góð tengsl milli Bandaríkjanna og Íslands,“ segir Carrin Patman sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í tilkynningunni. „Verkefnið er í raun og veru táknmynd gagnkvæmrar virðingar og vináttu milli þjóðanna, sem endurspeglar sameiginleg gildi okkar og sögu.“ Tölvuteiknuð mynd bandaríska sendiráðsins af sendiherrabústaðnum á Sólvallagötu eftir breytingar. Hlustað á athugasemdir Sendiráðið segist í tilkynningu sinni undanfarin tvö ár hafa átt gagnleg og ánægjuleg samskipti við næstu nágranna hússins. Þau samskipti hafi meðal annars farið fram á íbúafundum. Þar hafi fulltrúar sendiráðsins svarað spurningum og hlustað á athugasemdir nágranna. Það samtal hafi verið gagnlegt, enda sé það vilji sendiráðsins að sýna menningar-og sögulegum arfi hverfisins virðingu. Öryggisráðstafanir verði ekki áberandi Þá birtir sendiráðið myndir af ásjón hússins eftir að framkvæmdum verður lokið. Það segir í tilkynningu að öryggisráðstafanir verði ekki áberandi. „Á meðal öryggisráðstafana er bogadregið grindverk og næðisrými starfsmanna sem verður komið vandlega fyrir svo að ásýnd götunnar haldist falleg jafnframt því að öryggisreglum sendiherra sé fylgt,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að öryggisverðir verði ekki vopnaðir. Engir steypukubbar verði á svæðinu sem trufli umferð eða hafi áhrif á götumyndina. Breytingarnar hafi verið unnar í samráði við fulltrúa Reykjavíkurborgar og tryggt að þær standist reglur og séu í samræmi við gildandi deiluskipulag. „Við erum staðráðin í að reynast góðir nágrannar. Vesturbærinn er þekktur fyrir sjarma og góðan anda,“ segir Carrin Patman sendiherra í tilkynningunni. „Sendiherrabústaðurinn mun eiga þátt í að viðhalda reisn þessa sögulega hverfis.“ Sendiráðið segir að hlustað hafi verið á athugasemdir íbúa. Reykjavík Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30 Sendiherrann fær ekki vakthús á Sólvallagötu Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi fær ekki að byggja vakthús fremst á lóð sinni við Sólvallagötu 14 í vesturbæ Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi borgarinnar er þó opinn fyrir ýmsum öðrum breytingum á lóðinni. 21. nóvember 2023 15:41 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins í dag þar sem fram kemur að 79 íbúar í nágrenninu hafi skrifað undir harðorð mótmæli gegn breytingum á húsnæðinu að Sólvallagötu 14. Þá er rætt við íbúa sem veltir því upp hvort starfsemi sendiráða eigi heima í hverfi líkt og vesturbæ Reykjavíkur. Fréttastofa hefur áður rætt við íbúa sem sagst hafa verið uggandi yfir hugmyndum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Meðal áætlana er að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli. Þá vildi sendiráðið byggja vakthús en fékk það ekki í gegn líkt og Vísir greindi frá í nóvember. Gætt samræmis við umhverfið Í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu segir að við alla hönnun hafi sérstaklega verið horft til þess að gæta samræmis við sögulegt og fallegt umhverfi Reykjavíkur. „Markmið okkar er ekki einungis að skapa sendiherrabústað heldur einnig vitnisburð um góð tengsl milli Bandaríkjanna og Íslands,“ segir Carrin Patman sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í tilkynningunni. „Verkefnið er í raun og veru táknmynd gagnkvæmrar virðingar og vináttu milli þjóðanna, sem endurspeglar sameiginleg gildi okkar og sögu.“ Tölvuteiknuð mynd bandaríska sendiráðsins af sendiherrabústaðnum á Sólvallagötu eftir breytingar. Hlustað á athugasemdir Sendiráðið segist í tilkynningu sinni undanfarin tvö ár hafa átt gagnleg og ánægjuleg samskipti við næstu nágranna hússins. Þau samskipti hafi meðal annars farið fram á íbúafundum. Þar hafi fulltrúar sendiráðsins svarað spurningum og hlustað á athugasemdir nágranna. Það samtal hafi verið gagnlegt, enda sé það vilji sendiráðsins að sýna menningar-og sögulegum arfi hverfisins virðingu. Öryggisráðstafanir verði ekki áberandi Þá birtir sendiráðið myndir af ásjón hússins eftir að framkvæmdum verður lokið. Það segir í tilkynningu að öryggisráðstafanir verði ekki áberandi. „Á meðal öryggisráðstafana er bogadregið grindverk og næðisrými starfsmanna sem verður komið vandlega fyrir svo að ásýnd götunnar haldist falleg jafnframt því að öryggisreglum sendiherra sé fylgt,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að öryggisverðir verði ekki vopnaðir. Engir steypukubbar verði á svæðinu sem trufli umferð eða hafi áhrif á götumyndina. Breytingarnar hafi verið unnar í samráði við fulltrúa Reykjavíkurborgar og tryggt að þær standist reglur og séu í samræmi við gildandi deiluskipulag. „Við erum staðráðin í að reynast góðir nágrannar. Vesturbærinn er þekktur fyrir sjarma og góðan anda,“ segir Carrin Patman sendiherra í tilkynningunni. „Sendiherrabústaðurinn mun eiga þátt í að viðhalda reisn þessa sögulega hverfis.“ Sendiráðið segir að hlustað hafi verið á athugasemdir íbúa.
Reykjavík Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30 Sendiherrann fær ekki vakthús á Sólvallagötu Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi fær ekki að byggja vakthús fremst á lóð sinni við Sólvallagötu 14 í vesturbæ Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi borgarinnar er þó opinn fyrir ýmsum öðrum breytingum á lóðinni. 21. nóvember 2023 15:41 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30
Sendiherrann fær ekki vakthús á Sólvallagötu Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi fær ekki að byggja vakthús fremst á lóð sinni við Sólvallagötu 14 í vesturbæ Reykjavíkur. Skipulagsfulltrúi borgarinnar er þó opinn fyrir ýmsum öðrum breytingum á lóðinni. 21. nóvember 2023 15:41