Farþegar bíða í vélunum meðan unnið er að afísingu Lovísa Arnardóttir skrifar 18. janúar 2024 11:00 Mynd tekin á flugvellinum í morgun af farþega á leið erlendis. Tekið innan í vélinni. Eins og má sjá er nokkuð mikill snjór á vellinum. Aðsend Fólk á leið til og úr landi má búast við seinkunum á flugi í dag. Töluverðar seinkanir urðu á flugi í morgun frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Suðvesturhluta landsins til hádegis og mikil snjókoma. Fréttastofa fékk ábendingu um að einhverjir farþegar hafi þurft að bíða í allt að þrjá og hálfan tíma í flugvél eftir flugtaki vegna þess að beðið hafi verið eftir afísingu. Morguninn erfiður Guðjón Skúlason framkvæmdastjóri hjá Airport Associates segir að fjórar afísingarvélar séu búnar að vera í stanslausri notkun í morgun en fyrirtækið þjónustar Play og önnur flugfélög á Keflavíkurflugvelli. „Það er vont veður. Það er búið að snjóa óhemjumikið og það hefur áhrif á okkur. Hér eru allir á útopnu að koma fólki af stað og ekkert vesen á öðru en að veðrið hefur hamlað því að það sé hægt að gera þetta á venjulegum hraða. Aðstæður eru bara þannig að það er búið að vera 20 til 40 sentímetra jafnfallinn snjór eftir nóttina,“ segir Guðjón og það hafi verið seinkun hjá öllum flugfélögum á vellinum vegna veðurs. Tafir hafa verið hjá Icelandir og Play í morgun vegna veðurs. Langan tíma hefur tekið að afísa vélar. Vísir/Vilhelm „En við erum með mannskap á fullu og gerum eins vel og við getum,“ segir hann og útskýrir að ekki sé hægt að setja afísingarvökvann á fyrr en búið er að loka vélinni. Þess vegna þurfi fólk að bíða í vélinni. Hann segir að ef veðurspáin standist verði þessu að mestu lokið um hádegisbil. Það sé þó ljóst að þegar vélar fari seinna í loftið geti það haft áhrif á flug seinna um daginn því þær séu að snúa aftur heim seinna. „Fólk þarf að fylgjast með vel tilkynningum í dag. Þetta er bara einn af þeim dögum sem að við þurfum að lifa með náttúrunni. Við erum heppin að það er ekki yfir tuttugu og fimm metrum í vind því vélarnar þola það ekki. Þetta eru ekki kjöraðstæður, vélarnar þola þetta, en þetta tekur tíma. Morguninn hefur verið erfiður, það er alveg hægt að fullyrða það.“ Fjórar vélar eftir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur undir það sem Guðjón segir. Icelandair er einnig með fjórar afísingarvélar en þau sjá sjálf um sínar flugvélar. „Það tekur tíma að afísa allar vélar. Það eru fjórar vélar eftir núna sem eiga að fara í lofið. Þær eru alveg að verða tilbúnar. Seinkun er allt frá 30 mínútum til tveggja og hálfrar klukkustundar,“ segir Guðni. Hann segir að þær vélar sem áttu lengstu flugin framundan hafi verið settar í forgang en að fólk sem eigi flug seinnipartinn geti átt von á seinkun. Það verði að fylgjast vel með tilkynningum frá þeim. „Það má búast við klukkutíma til tveggja tíma seinkun. Fólk þarf að fylgjast vel með skilaboðum frá okkur. Þetta gerist því miður þegar veðrið er svona. Það er lítið við þessu að gera,“ segir Guðni. Ryðja snjó Guðjón Helgason hjá Isavia segir að allt hafi gengið vel hjá þeim í morgun. Starfsmenn hafi verið við vinnu á snjóruðningstækjum í allan morgun og því verði haldið áfram. Fréttir af flugi Icelandair Play Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Fréttastofa fékk ábendingu um að einhverjir farþegar hafi þurft að bíða í allt að þrjá og hálfan tíma í flugvél eftir flugtaki vegna þess að beðið hafi verið eftir afísingu. Morguninn erfiður Guðjón Skúlason framkvæmdastjóri hjá Airport Associates segir að fjórar afísingarvélar séu búnar að vera í stanslausri notkun í morgun en fyrirtækið þjónustar Play og önnur flugfélög á Keflavíkurflugvelli. „Það er vont veður. Það er búið að snjóa óhemjumikið og það hefur áhrif á okkur. Hér eru allir á útopnu að koma fólki af stað og ekkert vesen á öðru en að veðrið hefur hamlað því að það sé hægt að gera þetta á venjulegum hraða. Aðstæður eru bara þannig að það er búið að vera 20 til 40 sentímetra jafnfallinn snjór eftir nóttina,“ segir Guðjón og það hafi verið seinkun hjá öllum flugfélögum á vellinum vegna veðurs. Tafir hafa verið hjá Icelandir og Play í morgun vegna veðurs. Langan tíma hefur tekið að afísa vélar. Vísir/Vilhelm „En við erum með mannskap á fullu og gerum eins vel og við getum,“ segir hann og útskýrir að ekki sé hægt að setja afísingarvökvann á fyrr en búið er að loka vélinni. Þess vegna þurfi fólk að bíða í vélinni. Hann segir að ef veðurspáin standist verði þessu að mestu lokið um hádegisbil. Það sé þó ljóst að þegar vélar fari seinna í loftið geti það haft áhrif á flug seinna um daginn því þær séu að snúa aftur heim seinna. „Fólk þarf að fylgjast með vel tilkynningum í dag. Þetta er bara einn af þeim dögum sem að við þurfum að lifa með náttúrunni. Við erum heppin að það er ekki yfir tuttugu og fimm metrum í vind því vélarnar þola það ekki. Þetta eru ekki kjöraðstæður, vélarnar þola þetta, en þetta tekur tíma. Morguninn hefur verið erfiður, það er alveg hægt að fullyrða það.“ Fjórar vélar eftir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur undir það sem Guðjón segir. Icelandair er einnig með fjórar afísingarvélar en þau sjá sjálf um sínar flugvélar. „Það tekur tíma að afísa allar vélar. Það eru fjórar vélar eftir núna sem eiga að fara í lofið. Þær eru alveg að verða tilbúnar. Seinkun er allt frá 30 mínútum til tveggja og hálfrar klukkustundar,“ segir Guðni. Hann segir að þær vélar sem áttu lengstu flugin framundan hafi verið settar í forgang en að fólk sem eigi flug seinnipartinn geti átt von á seinkun. Það verði að fylgjast vel með tilkynningum frá þeim. „Það má búast við klukkutíma til tveggja tíma seinkun. Fólk þarf að fylgjast vel með skilaboðum frá okkur. Þetta gerist því miður þegar veðrið er svona. Það er lítið við þessu að gera,“ segir Guðni. Ryðja snjó Guðjón Helgason hjá Isavia segir að allt hafi gengið vel hjá þeim í morgun. Starfsmenn hafi verið við vinnu á snjóruðningstækjum í allan morgun og því verði haldið áfram.
Fréttir af flugi Icelandair Play Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35