Besta sætið: „Fá Donna inn hægra megin, fórna Ómari og fórna Viggó“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. janúar 2024 22:43 Kristján Örn, Donni, á æfingu liðsins í dag. vísir / vilhelm Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. Einar og Rúnar gagnrýndu harðlega frammistöðu íslenska liðsins í leiknum en liðið tapaði með átta marka mun og mun fara stigalaust með átta marka mínus í milliriðilinn. Talið barst að feimni liðsins við að skjóta á markið, Ísland leitar sífellt í gegnumbrot inn á línu og þeir félagar furðuðu sig á því að Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, skyldi ekki hafa sést á mótinu. Þeir sammæltust um að hann gæti skipt sköpum fyrir liðið og breytt dýnamík liðsins til hins betra. „Við erum að fara ótrúlega nálægt vörninni, það er eins og okkur langi að labba með boltann inn í markið. Ég veit að þið getið það strákar, en stundum verður maður bara að skjóta. Stundum skýt ég bara, því ég átti að skjóta, ekki af því mér leið vel með það eða fannst það besta ákvörðunin. Það er bara, ef ég skýt ekki núna hvenær skýt ég þá? Það komu svona fimmtán þannig stöður í leiknum áðan þar sem maður sagði bara strákar, hvað viljiði meira?“ spurði Rúnar retorískt. „Eru þeir bara of lágvaxnir?“ spurði Stefán Árni þá. „Ég er sammála Rúnari, en nei við erum ekki of lágvaxnir, við erum bara of líkir. Allir leikmenn nánast steyptir í sama formið... Á einhverjum tímapunkti þurfum við að fá að sjá Donna... Það getur breytt dýnamíkinni að fá hann þarna inn hægra megin. Þá þarf að fórna Ómari og fórna Viggó en þú færð þá meira út úr: Gísla, Janusi og Aroni. Það þarf að sækja Donna, klárlega“ bætti Einar við. „Donni hefði getað spilað og það er engin fórn þannig séð. Við erum blessunarlega með svakalega breidd í þessu landsliði og það þýðir að stundum situr einhver á bekknum. Í Danmörku situr stundum Mikkel Hansen á bekknum, það er bara partur af því að vera í góðu liði.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu, nýr þáttur fer í loftið eftir leikinn gegn Þýskalandi annað kvöld. Handbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira
Einar og Rúnar gagnrýndu harðlega frammistöðu íslenska liðsins í leiknum en liðið tapaði með átta marka mun og mun fara stigalaust með átta marka mínus í milliriðilinn. Talið barst að feimni liðsins við að skjóta á markið, Ísland leitar sífellt í gegnumbrot inn á línu og þeir félagar furðuðu sig á því að Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, skyldi ekki hafa sést á mótinu. Þeir sammæltust um að hann gæti skipt sköpum fyrir liðið og breytt dýnamík liðsins til hins betra. „Við erum að fara ótrúlega nálægt vörninni, það er eins og okkur langi að labba með boltann inn í markið. Ég veit að þið getið það strákar, en stundum verður maður bara að skjóta. Stundum skýt ég bara, því ég átti að skjóta, ekki af því mér leið vel með það eða fannst það besta ákvörðunin. Það er bara, ef ég skýt ekki núna hvenær skýt ég þá? Það komu svona fimmtán þannig stöður í leiknum áðan þar sem maður sagði bara strákar, hvað viljiði meira?“ spurði Rúnar retorískt. „Eru þeir bara of lágvaxnir?“ spurði Stefán Árni þá. „Ég er sammála Rúnari, en nei við erum ekki of lágvaxnir, við erum bara of líkir. Allir leikmenn nánast steyptir í sama formið... Á einhverjum tímapunkti þurfum við að fá að sjá Donna... Það getur breytt dýnamíkinni að fá hann þarna inn hægra megin. Þá þarf að fórna Ómari og fórna Viggó en þú færð þá meira út úr: Gísla, Janusi og Aroni. Það þarf að sækja Donna, klárlega“ bætti Einar við. „Donni hefði getað spilað og það er engin fórn þannig séð. Við erum blessunarlega með svakalega breidd í þessu landsliði og það þýðir að stundum situr einhver á bekknum. Í Danmörku situr stundum Mikkel Hansen á bekknum, það er bara partur af því að vera í góðu liði.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu, nýr þáttur fer í loftið eftir leikinn gegn Þýskalandi annað kvöld.
Handbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira