Strákarnir okkar lentu á hótelinu seinni partinn. Engin æfing fer fram hjá liðinu í dag. Leikjaálagið er mikið enda spilað annan hvern dag þar til mótið klárast. Kvöldið verður nýtt í að safna kröftum fyrir átök morgundagsins þegar milliriðilinn hefst.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og smellti af þegar strákarnir gengu gegnum snjóbyl að hótelinu.



Næsti leikur, fyrsti leikurinn í milliriðli, fer fram á morgun gegn Þýskalandi. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Íþróttadeild Sýnar er í Köln og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.