Berjast um bestu tillöguna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2024 17:25 Dekkjaverkstæði N1 nýtur mikilla vinsælda meðal íbúa í vesturbæ Reykjavíkur. Arkítektastofurnar Trípolí, Gríma arkitektar og Sei Studio keppast um bestu tillöguna að þróun lóðar Festar við Ægisíðu 102 í Reykjavík sem í dag hýsir þjónustustöð N1. Íbúabyggð kemur á svæðið og lofar Festi góðu samtali í nágrenninu. Tæp tíu ár eru liðin síðan N1 tilkynnti að til stæði að loka bensínstöðinni. Um er að ræða sögulega bensínstöð frá 1957 en hún var fyrsta sjálfsafgreiðslustöðin á Íslandi. Til stóð að hætta rekstrinum eigi síðar en í janúar í fyrra en ekki hefur orðið af því enn sem komið er. Lokun stöðvarinnar er að hluta háð deiliskipulagi við verslun Krónunnar á Fiskislóð þar sem Reykjavíkurborg hefur gefið grænt ljós á sjálfsafgreiðslustöð með fjórum dælum. Deiliskipulagið hefur ekki verið samþykkt. Í tilkynningu frá Festi segir að bensínafgreiðsla færist á lóð Krónunnar á Granda um leið og sú breyting verði fær. Á Ægissíðu verði áfram starfrækt dekkjaverkstæði og önnur þjónusta þar til hægt verði að hefjast handa við frekari þróun á svæðinu að tilskyldum leyfum, svo sem með samþykkt á deiluskipulagi. Við samruna Festar og N1 árið 2018 kom fram að til stæði að opna Krónu á Ægisíðu auk íbúðarhúsnæðis. Samkvæmt samkomulagi Festar við Reykjavíkurborg á Festi byggingarétt á lóðinni. Byggingarmagnið gæti orðið 25-30 þúsund fermetrar samkvæmt fjárfestakynningu Festis árið 2021. Þáverandi forstjóri Festar sagði félagið ekki sjálft ætla að byggja heldur búa til deiliskipulag og selja byggingaraðilum. Valnefnd kemur til með að velja þá tillögu arkitektanna sem best þykir falla að áformum um vinnu við deiliskipulag sem taka á mið af Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Í valnefnd um þróun lóðarinnar sitja Guðrún Ingvarsdóttir, arkitekt, G. Oddur Víðisson, arkitekt og Óðinn Árnason, framkvæmdastjóri Festi fasteigna. Við val á arkitektastofum til þátttöku var einkum litið til þess að framsýni og næmni kæmi fram í fyrrum verkum þeirra og að stofurnar væru með reynslu af skipulagi og þróun þar sem lögð er áhersla á góða nýtingu lands og þéttingu byggðar. Gert er ráð fyrir að niðurstaða um val á tillögu liggi fyrir í mars næstkomandi en Reykjavíkurborg verður til ráðgjafar við yfirferð á tillögunum. Lofa góðu samtali við íbúa svæðisins „Það er mikið framfaraskref að nú sé þessi vegferð hafin þar sem gott samtal við íbúa svæðisins og Reykjavíkurborg verður leiðarstefið í allri vinnu þegar kemur að hönnun og útfærslu á svæðinu í heild. Við hlökkum til að sjá tillögurnar og leggjum okkur fram um að vanda alla þá vinnu sem fram undan er í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg þannig að uppbyggingin falli sem best að áformum hennar, hverfinu til sóma,“ segir Óðinn Árnason, framkvæmdastjóri Festi fasteigna. Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festar, tekur undir þetta. „Við erum gríðarlega ánægð með að loks sé þetta verkefni komið af stað. Stofurnar sem valdar voru fá einstakt tækifæri til að spreyta sig á hönnun þessa verðmæta svæðis sem er íbúum borgarinnar svo mikilvægt. Fyrir liggur stefna Reykjavíkurborgar um að sú starfsemi sem á lóðinni er víki og í staðinn komi íbúabyggð. Með samkeppni um þróun svæðisins teljum við mestar líkur á að niðurstaða fáist sem falli að þörfum íbúa og borgarinnar.“ Reykjavík Festi Skipulag Bensín og olía Tengdar fréttir Ný bensínstöð markar tímamót Á horni bílastæðisins við verslunarkjarnann Lindir í Kópavogi eru hafnar framkvæmdir sem marka ákveðin tímamót. 10. október 2019 14:45 Raunhæfara að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á tíu árum Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. 11. maí 2019 12:45 N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi N1 er tilbúið til þess að selja þrjár bensínstöðvar félagsins auk vörumerkisins "Dælan“ til nýrra og óháðra aðila á markaði til þess að eyða samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna N1 og Festar. 27. júní 2018 11:15 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Tæp tíu ár eru liðin síðan N1 tilkynnti að til stæði að loka bensínstöðinni. Um er að ræða sögulega bensínstöð frá 1957 en hún var fyrsta sjálfsafgreiðslustöðin á Íslandi. Til stóð að hætta rekstrinum eigi síðar en í janúar í fyrra en ekki hefur orðið af því enn sem komið er. Lokun stöðvarinnar er að hluta háð deiliskipulagi við verslun Krónunnar á Fiskislóð þar sem Reykjavíkurborg hefur gefið grænt ljós á sjálfsafgreiðslustöð með fjórum dælum. Deiliskipulagið hefur ekki verið samþykkt. Í tilkynningu frá Festi segir að bensínafgreiðsla færist á lóð Krónunnar á Granda um leið og sú breyting verði fær. Á Ægissíðu verði áfram starfrækt dekkjaverkstæði og önnur þjónusta þar til hægt verði að hefjast handa við frekari þróun á svæðinu að tilskyldum leyfum, svo sem með samþykkt á deiluskipulagi. Við samruna Festar og N1 árið 2018 kom fram að til stæði að opna Krónu á Ægisíðu auk íbúðarhúsnæðis. Samkvæmt samkomulagi Festar við Reykjavíkurborg á Festi byggingarétt á lóðinni. Byggingarmagnið gæti orðið 25-30 þúsund fermetrar samkvæmt fjárfestakynningu Festis árið 2021. Þáverandi forstjóri Festar sagði félagið ekki sjálft ætla að byggja heldur búa til deiliskipulag og selja byggingaraðilum. Valnefnd kemur til með að velja þá tillögu arkitektanna sem best þykir falla að áformum um vinnu við deiliskipulag sem taka á mið af Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Í valnefnd um þróun lóðarinnar sitja Guðrún Ingvarsdóttir, arkitekt, G. Oddur Víðisson, arkitekt og Óðinn Árnason, framkvæmdastjóri Festi fasteigna. Við val á arkitektastofum til þátttöku var einkum litið til þess að framsýni og næmni kæmi fram í fyrrum verkum þeirra og að stofurnar væru með reynslu af skipulagi og þróun þar sem lögð er áhersla á góða nýtingu lands og þéttingu byggðar. Gert er ráð fyrir að niðurstaða um val á tillögu liggi fyrir í mars næstkomandi en Reykjavíkurborg verður til ráðgjafar við yfirferð á tillögunum. Lofa góðu samtali við íbúa svæðisins „Það er mikið framfaraskref að nú sé þessi vegferð hafin þar sem gott samtal við íbúa svæðisins og Reykjavíkurborg verður leiðarstefið í allri vinnu þegar kemur að hönnun og útfærslu á svæðinu í heild. Við hlökkum til að sjá tillögurnar og leggjum okkur fram um að vanda alla þá vinnu sem fram undan er í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg þannig að uppbyggingin falli sem best að áformum hennar, hverfinu til sóma,“ segir Óðinn Árnason, framkvæmdastjóri Festi fasteigna. Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festar, tekur undir þetta. „Við erum gríðarlega ánægð með að loks sé þetta verkefni komið af stað. Stofurnar sem valdar voru fá einstakt tækifæri til að spreyta sig á hönnun þessa verðmæta svæðis sem er íbúum borgarinnar svo mikilvægt. Fyrir liggur stefna Reykjavíkurborgar um að sú starfsemi sem á lóðinni er víki og í staðinn komi íbúabyggð. Með samkeppni um þróun svæðisins teljum við mestar líkur á að niðurstaða fáist sem falli að þörfum íbúa og borgarinnar.“
Reykjavík Festi Skipulag Bensín og olía Tengdar fréttir Ný bensínstöð markar tímamót Á horni bílastæðisins við verslunarkjarnann Lindir í Kópavogi eru hafnar framkvæmdir sem marka ákveðin tímamót. 10. október 2019 14:45 Raunhæfara að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á tíu árum Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. 11. maí 2019 12:45 N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi N1 er tilbúið til þess að selja þrjár bensínstöðvar félagsins auk vörumerkisins "Dælan“ til nýrra og óháðra aðila á markaði til þess að eyða samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna N1 og Festar. 27. júní 2018 11:15 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Ný bensínstöð markar tímamót Á horni bílastæðisins við verslunarkjarnann Lindir í Kópavogi eru hafnar framkvæmdir sem marka ákveðin tímamót. 10. október 2019 14:45
Raunhæfara að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á tíu árum Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. 11. maí 2019 12:45
N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi N1 er tilbúið til þess að selja þrjár bensínstöðvar félagsins auk vörumerkisins "Dælan“ til nýrra og óháðra aðila á markaði til þess að eyða samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna N1 og Festar. 27. júní 2018 11:15