Stjórnvöld hafi dregið lappirnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. janúar 2024 14:03 Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að bregðast þurfi hratt við. HÍ/Vísir/Arnar Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að stjórnvöld hefðu átt að vera fyrr tilbúin með að sú sviðsmynd kæmi fram að ekki væri hægt að búa í Grindavík næstu mánuði eða jafnvel ár. Það þurfi að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir enn meira tjón hjá Grindvíkingum. „Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut. Það verður ekki hægt að nota íbúðarhús í Grindavík næstu misserin. Að henda þessu í fangið á Grindvíkingum að auka óvissuna sem þeir standa frammi fyrir, það mun vissulega auka kostnaðinn sem þjóðfélagið í heild verður fyrir. Það er mikilvægt að stjórnvöld taki af skarið og segi: „Þetta verði leyst“, hvort sem það verði gert með því að breyta lögum um náttúruhamfaratryggingar eða með því að stofna eigin viðlagasjóð. Þetta er allt saman eitthvað sem menn hefðu betur átt að hugsa almennilega í gegnum og eru búin að hafa nokkurn tíma til að hugsa vegna þess atburðirnir eru ekki alveg nýfarnir af stað. Þetta er tveggja, þriggja ára gömul atburðarás,“ segir Þórólfur. Þú ert sem sagt að segja að viðbrögð stjórnvalda við þessu ástandi séu að koma fram of seint? „Já, ég er að segja það.“ Svipuð staða kom upp fyrir hálfri öld Þórólfur segir að svipuð staða hafi komið upp í eldgosinu í Vestmannaeyjum fyrir hálfri öld og þá hafi stjórnvöld stofnað Viðlagasjóð sem hafi bætt Vestmannaeyingum allt frá atvinnumissi til fasteignamissis. Það sé hægt að líta til þeirrar leiðar nú. „Það var síðan fjármagnað með því að hækka alla helstu skattstofnana. Það má alveg rifja upp núna að Norðurlandaþjóðirnar greiddu einn þriðja af öllum þeim kostnaði sem féll vegna viðlagasjóðs á sínum tíma,“ segir Þórólfur. Hann segir að það í raun séu nú þrír kostir í stöðunni. Í fyrsta lagi að ríkið kaupi allt íbúðarhúsnæði í Grindavík, í öðru lagi að ríkið eða Náttúruhamfaratrygging greiði öllum eigendum leigu af húsnæði sem Almannavarnir banna notkun á og í þriðja lagi að eigendur geti valið milli þess að selja eða fá greidda leigu. Líklega sé það þriðju kosturinn sem kæmi Grindvíkingum best. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Rekstur hins opinbera Húsnæðismál Tryggingar Tengdar fréttir Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. 17. janúar 2024 11:51 Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
„Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut. Það verður ekki hægt að nota íbúðarhús í Grindavík næstu misserin. Að henda þessu í fangið á Grindvíkingum að auka óvissuna sem þeir standa frammi fyrir, það mun vissulega auka kostnaðinn sem þjóðfélagið í heild verður fyrir. Það er mikilvægt að stjórnvöld taki af skarið og segi: „Þetta verði leyst“, hvort sem það verði gert með því að breyta lögum um náttúruhamfaratryggingar eða með því að stofna eigin viðlagasjóð. Þetta er allt saman eitthvað sem menn hefðu betur átt að hugsa almennilega í gegnum og eru búin að hafa nokkurn tíma til að hugsa vegna þess atburðirnir eru ekki alveg nýfarnir af stað. Þetta er tveggja, þriggja ára gömul atburðarás,“ segir Þórólfur. Þú ert sem sagt að segja að viðbrögð stjórnvalda við þessu ástandi séu að koma fram of seint? „Já, ég er að segja það.“ Svipuð staða kom upp fyrir hálfri öld Þórólfur segir að svipuð staða hafi komið upp í eldgosinu í Vestmannaeyjum fyrir hálfri öld og þá hafi stjórnvöld stofnað Viðlagasjóð sem hafi bætt Vestmannaeyingum allt frá atvinnumissi til fasteignamissis. Það sé hægt að líta til þeirrar leiðar nú. „Það var síðan fjármagnað með því að hækka alla helstu skattstofnana. Það má alveg rifja upp núna að Norðurlandaþjóðirnar greiddu einn þriðja af öllum þeim kostnaði sem féll vegna viðlagasjóðs á sínum tíma,“ segir Þórólfur. Hann segir að það í raun séu nú þrír kostir í stöðunni. Í fyrsta lagi að ríkið kaupi allt íbúðarhúsnæði í Grindavík, í öðru lagi að ríkið eða Náttúruhamfaratrygging greiði öllum eigendum leigu af húsnæði sem Almannavarnir banna notkun á og í þriðja lagi að eigendur geti valið milli þess að selja eða fá greidda leigu. Líklega sé það þriðju kosturinn sem kæmi Grindvíkingum best.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Rekstur hins opinbera Húsnæðismál Tryggingar Tengdar fréttir Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. 17. janúar 2024 11:51 Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. 17. janúar 2024 11:51
Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50
Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03