Handboltatuðarar verða sér til skammar Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2024 14:23 Sjálfstraustið virtist ekki vera uppá marga fiska í leiknum í gær og hafi leikmenn þvælst inná samfélagsmiðla í gær þá er ekki víst að þar hafi verið margt uppörvandi að finna. vísir/vilhelm Mikill ofsi greip um sig á samfélagsmiðlum eftir ljótt tap Íslands gegn Ungverjum á EM í gærkvöldi. En handboltatuðararnir eru nú óðum að jafna sig eftir að hafa fengið útrás á samfélagsmiðlum. Fátt hefur verið meira rætt á samfélagsmiðlum en leikur Íslands gegn Ungverjum á EM í handknattleik karla sem fram fór í gærkvöldi. Alger magalending væntinga og fólk fékk útrás fyrir reiði sína á samfélagsmiðlum. Svikalaust. „Það eina sem lekur meira en íslenska vörnin eru netin frá Arnarlaxi“. Á Facebook lét hinn hnyttni Guðmundur Jörundsson veitingamaður þessi ummæli falla. Háðsleg ummæli hans vísa til hinna umdeildu styrktaraðila HSÍ sem er Arnarlax og svo þess að vörnin lak í leiknum, hún míglak. Þegar illa gengur eru hinir umdeildu styrktaraðilar HSÍ, Arnarlax og Rapyd komnir í sviðsljósið aftur. En hér er ekki meiningin að taka til þær svívirðingar sem voru í stórum stíl á samfélagsmiðlum í gær. Þær eru ekki birtingarhæfar en þær eru þarna. Guðmundur er með þeim prúðari sem tjáði sig um leikinn. Nú er mesti hasarinn að baki og Vísir tók nokkur handahófskennd dæmi bara til að taka púlsinn. Gapastokksmenningin í íþróttum Fjölmargir velta nú fyrir sér því hvað gerðist, ekki á handboltavellinum heldur í athugasemdakerfum og á samfélagsmiðlum. Og nú eru þeir komnir fram sem vilja gjalda varhug við ofsanum í umræðunni. Freyr Eyjólfsson verkefnastjóri hringrásarhagkerfis hjá SORPU er einn þeirra. Freyr segir okkur Íslendinga vera að nálgast Englendinga þegar kemur að gapastokksmenningu í íþróttum.vísir/einar „Við erum að nálgast Englendinga þegar kemur að gapastokksmenningu í íþróttum. Nú tapar landsliðið í handbolta einum leik (en eru samt komnir áfram í milliriðil) og fólk missir sig á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum og er farið að kalla eftir afsögn, kallar fólk illum nöfnum og missir sig í djöfulsins dónaskap og leiðindum.“ Freyr segir oft hressandi þegar menn tala tæpitungulaust þegar íþróttir eru annars vegar en þetta sé einum of mikið. „Það eru allir að gera sitt besta, strákarnir í landsliðinu eru að gera þetta í frímtíma sínum eftir mikið álag í erfiðustu deildum heims. Gera þetta nánast í frítt. Mótið er ekki búið. Fullt af fjöri eftir. Slakið aðeins í dómum og öskri.“ Sveinn Waage skemmtikraftur með meiru er ekki eins jákvæður og Freyr þó hann vilji vara við brjálæðinu sem greip sig. Hvar er ógnin að utan? „Nú eru allir brjálaðir yfir því að allir séu brjálaðir yfir EM. Jæks,“ segir Sveinn og grípur um höfuð sér. Hann segir að það megi alveg vera svekktur sem stuðningsmaður Íslands og lætur það eftir sér. Það megi spyrja hvort það sé líklegt til árangurs gegn bestu liðum heims í handbolta að vera ekki með ógn fyrir utan punktalínu? Sveinn getur ekki stillt sig, hann tekur nettan snúning á því sem betur má fara áður en hann segir: Áfram Ísland! Sveinn er kominn í stofusófaspekingsstellinguna: „Við erum með marga geggjaða leikmenn í sínum stöðum en það er tæplega þeim að kenna að það hreinlega vantar það sem íslenska liðið hefur haft undanfarin ár (eins og öll bestu lið hafa í dag) öfluga skotmenn (skyttur) sem VERÐUR að fara út í annars einfaldlega skora þeir. Og þá losnar um alla hina. Það sárlega vantar.“ Sveinn veltir fyrir sér stöðunni, segir okkur hafa góða útileikmenn, engar sleggjur nema kannski Aron sem gengir fleiri hlutverkum. „Við erum soldið að mæta með lið á efsta level sem spilar ekki með miðverði eða sóknarmenn í fótbolta. Kannski með heppni og dugnaði hægt að „hnoða“ fram ein og ein úrslit en ekki yfir heilt mót. En allt þetta breytir ekki því að við kyrjum jafnt í mótvindi sem meðvindi: Áfram Ísland!“ Handboltatuðarar verða sér til skammar Sagnfræðingurinn Flosi Þorgeirsson telur væntingastjórnunina vera komna úr böndunum. „Við alla handboltatuðara við ég bara segja þetta: LIÐIÐ OKKAR ER EKKI BETRA EN ÞETTA. Það er ekki þeim að kenna.“ Flosi segir þá sem misstu sig á samfélagsmiðlum í gær, handboltatuðarana, hafa orðið sér til skammar. Flosi segir einu leiðina færa þá að fagna þegar vel gengur og vera leið þegar liðið mætir ofurafli. „Ekki henda biturð og reiði yfir þessa menn sem eru fulltrúar 370.000 manna smáríkis að keppa við milljónaþjóðir. Það er ykkur til minnkunar.“ Orð Flosa falla í góðan jarðveg og spinnst nokkur umræða um þau á Facebook-vegg hans. „Caps lock öskrið í þér er kjarni málsins. Liðið, sem lið; er ekki betra en þetta,“ segir Einar Kristinn Einarsson múrari. Hann bætir því við að einstaklingarnir þarna séu hins vegar í fremstu röð, 2 af bestu mönnum Bundesligunnar og fleiri hátt metnir þar. „Þetta tikkar bara ekki saman sem lið og liðheild, ólíkt EM liði Íslands í Frakklandi 2016 í fótbolta.“ Ragnhildur Þórðardóttir, Raggi nagli, leggur sömuleiðis orð í belg. Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli.Vísir/Vilhelm Leikmenn landsliðsins ganga eflaust um dimman dal tilfinninga á þessari stundu. Skömm. Depurð. Niðurlæging. Svekkelsi. Eins og sinueldur eru raddir niðurrifs í hausnum. Þeir sjá vel um eigið niðurbrot og gagnrýni á sína frammistöðu. Við þurfum ekki að hella olíu á þann eld. Við þurfum ekki að nudda salti í opin sár og nudda svo rækilega með rægingarherferðum á samfélagsmiðlum. Hér er um að ræða unga drengi sem mættu ofjörlum sínum. Hér eru sálir sem eiga rétt á aðgát í sinni nærveru. “ Þórunn Erla Valdimarsdóttir rithöfundur afgreiðir hins vegar ofsann á sinn hátt, heimspekilega: „Þeir þurfa að tuða, ráða ekki við sig. Hvert færi tuðið annars. Það er hluti af byrði íþrótta að þola vonbrigða álagið - (annað er ævilöng meiðsli og glötuð námsár).“ Samfélagsmiðlar EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Ég vona að þessir strákar fái extra knús“ Söngkonan María Ólafsdóttir segir það stinga sig að horfa upp á algjör niðurbrot á samfélagsmiðlum á stundum líkt og í kvöld, þar sem karlalandslið Íslands í handbolta tapaði örugglega gegn liði Ungverjalands á EM í handbolta. 16. janúar 2024 23:12 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Fátt hefur verið meira rætt á samfélagsmiðlum en leikur Íslands gegn Ungverjum á EM í handknattleik karla sem fram fór í gærkvöldi. Alger magalending væntinga og fólk fékk útrás fyrir reiði sína á samfélagsmiðlum. Svikalaust. „Það eina sem lekur meira en íslenska vörnin eru netin frá Arnarlaxi“. Á Facebook lét hinn hnyttni Guðmundur Jörundsson veitingamaður þessi ummæli falla. Háðsleg ummæli hans vísa til hinna umdeildu styrktaraðila HSÍ sem er Arnarlax og svo þess að vörnin lak í leiknum, hún míglak. Þegar illa gengur eru hinir umdeildu styrktaraðilar HSÍ, Arnarlax og Rapyd komnir í sviðsljósið aftur. En hér er ekki meiningin að taka til þær svívirðingar sem voru í stórum stíl á samfélagsmiðlum í gær. Þær eru ekki birtingarhæfar en þær eru þarna. Guðmundur er með þeim prúðari sem tjáði sig um leikinn. Nú er mesti hasarinn að baki og Vísir tók nokkur handahófskennd dæmi bara til að taka púlsinn. Gapastokksmenningin í íþróttum Fjölmargir velta nú fyrir sér því hvað gerðist, ekki á handboltavellinum heldur í athugasemdakerfum og á samfélagsmiðlum. Og nú eru þeir komnir fram sem vilja gjalda varhug við ofsanum í umræðunni. Freyr Eyjólfsson verkefnastjóri hringrásarhagkerfis hjá SORPU er einn þeirra. Freyr segir okkur Íslendinga vera að nálgast Englendinga þegar kemur að gapastokksmenningu í íþróttum.vísir/einar „Við erum að nálgast Englendinga þegar kemur að gapastokksmenningu í íþróttum. Nú tapar landsliðið í handbolta einum leik (en eru samt komnir áfram í milliriðil) og fólk missir sig á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum og er farið að kalla eftir afsögn, kallar fólk illum nöfnum og missir sig í djöfulsins dónaskap og leiðindum.“ Freyr segir oft hressandi þegar menn tala tæpitungulaust þegar íþróttir eru annars vegar en þetta sé einum of mikið. „Það eru allir að gera sitt besta, strákarnir í landsliðinu eru að gera þetta í frímtíma sínum eftir mikið álag í erfiðustu deildum heims. Gera þetta nánast í frítt. Mótið er ekki búið. Fullt af fjöri eftir. Slakið aðeins í dómum og öskri.“ Sveinn Waage skemmtikraftur með meiru er ekki eins jákvæður og Freyr þó hann vilji vara við brjálæðinu sem greip sig. Hvar er ógnin að utan? „Nú eru allir brjálaðir yfir því að allir séu brjálaðir yfir EM. Jæks,“ segir Sveinn og grípur um höfuð sér. Hann segir að það megi alveg vera svekktur sem stuðningsmaður Íslands og lætur það eftir sér. Það megi spyrja hvort það sé líklegt til árangurs gegn bestu liðum heims í handbolta að vera ekki með ógn fyrir utan punktalínu? Sveinn getur ekki stillt sig, hann tekur nettan snúning á því sem betur má fara áður en hann segir: Áfram Ísland! Sveinn er kominn í stofusófaspekingsstellinguna: „Við erum með marga geggjaða leikmenn í sínum stöðum en það er tæplega þeim að kenna að það hreinlega vantar það sem íslenska liðið hefur haft undanfarin ár (eins og öll bestu lið hafa í dag) öfluga skotmenn (skyttur) sem VERÐUR að fara út í annars einfaldlega skora þeir. Og þá losnar um alla hina. Það sárlega vantar.“ Sveinn veltir fyrir sér stöðunni, segir okkur hafa góða útileikmenn, engar sleggjur nema kannski Aron sem gengir fleiri hlutverkum. „Við erum soldið að mæta með lið á efsta level sem spilar ekki með miðverði eða sóknarmenn í fótbolta. Kannski með heppni og dugnaði hægt að „hnoða“ fram ein og ein úrslit en ekki yfir heilt mót. En allt þetta breytir ekki því að við kyrjum jafnt í mótvindi sem meðvindi: Áfram Ísland!“ Handboltatuðarar verða sér til skammar Sagnfræðingurinn Flosi Þorgeirsson telur væntingastjórnunina vera komna úr böndunum. „Við alla handboltatuðara við ég bara segja þetta: LIÐIÐ OKKAR ER EKKI BETRA EN ÞETTA. Það er ekki þeim að kenna.“ Flosi segir þá sem misstu sig á samfélagsmiðlum í gær, handboltatuðarana, hafa orðið sér til skammar. Flosi segir einu leiðina færa þá að fagna þegar vel gengur og vera leið þegar liðið mætir ofurafli. „Ekki henda biturð og reiði yfir þessa menn sem eru fulltrúar 370.000 manna smáríkis að keppa við milljónaþjóðir. Það er ykkur til minnkunar.“ Orð Flosa falla í góðan jarðveg og spinnst nokkur umræða um þau á Facebook-vegg hans. „Caps lock öskrið í þér er kjarni málsins. Liðið, sem lið; er ekki betra en þetta,“ segir Einar Kristinn Einarsson múrari. Hann bætir því við að einstaklingarnir þarna séu hins vegar í fremstu röð, 2 af bestu mönnum Bundesligunnar og fleiri hátt metnir þar. „Þetta tikkar bara ekki saman sem lið og liðheild, ólíkt EM liði Íslands í Frakklandi 2016 í fótbolta.“ Ragnhildur Þórðardóttir, Raggi nagli, leggur sömuleiðis orð í belg. Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli.Vísir/Vilhelm Leikmenn landsliðsins ganga eflaust um dimman dal tilfinninga á þessari stundu. Skömm. Depurð. Niðurlæging. Svekkelsi. Eins og sinueldur eru raddir niðurrifs í hausnum. Þeir sjá vel um eigið niðurbrot og gagnrýni á sína frammistöðu. Við þurfum ekki að hella olíu á þann eld. Við þurfum ekki að nudda salti í opin sár og nudda svo rækilega með rægingarherferðum á samfélagsmiðlum. Hér er um að ræða unga drengi sem mættu ofjörlum sínum. Hér eru sálir sem eiga rétt á aðgát í sinni nærveru. “ Þórunn Erla Valdimarsdóttir rithöfundur afgreiðir hins vegar ofsann á sinn hátt, heimspekilega: „Þeir þurfa að tuða, ráða ekki við sig. Hvert færi tuðið annars. Það er hluti af byrði íþrótta að þola vonbrigða álagið - (annað er ævilöng meiðsli og glötuð námsár).“
Samfélagsmiðlar EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Ég vona að þessir strákar fái extra knús“ Söngkonan María Ólafsdóttir segir það stinga sig að horfa upp á algjör niðurbrot á samfélagsmiðlum á stundum líkt og í kvöld, þar sem karlalandslið Íslands í handbolta tapaði örugglega gegn liði Ungverjalands á EM í handbolta. 16. janúar 2024 23:12 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
„Ég vona að þessir strákar fái extra knús“ Söngkonan María Ólafsdóttir segir það stinga sig að horfa upp á algjör niðurbrot á samfélagsmiðlum á stundum líkt og í kvöld, þar sem karlalandslið Íslands í handbolta tapaði örugglega gegn liði Ungverjalands á EM í handbolta. 16. janúar 2024 23:12