Leggjast yfir umdeilt gjald sem færðist aftur yfir á almenning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2024 09:00 Guðmundur Ingi Ásmundsson er forstjóri Landsnets. Vísir/Arnar Hæstiréttur ætlar að leggjast yfir deilur Landsvirkjunar við Landsnet um innheimtu Landsnets á svonefndu aflgjaldi. Héraðsdómur og Landsréttur hafa þegar úrskurðað gjaldið ólögmætt. Forsaga málsins er sú að Landsnet gerði þá breytingu í apríl 2022 að krefja orkuframleiðendur um fyrrnefnt aflgjald fyrir að mata orku inn á kerfi Landsnets. Hluti af flutningsgjaldi var færður yfir á raforkuframleiðendur í samræmi við kostnað af innmötun orku. Ágreiningurinn lýtur að því hvort heimild sé í raforkulögum til að innheimta aflgjaldið. Hæstiréttur taldi málið fordæmisgefandi og samþykkti því málskotsbeiðni Landsnets að taka málið fyrir. Kostnaður færðist til neytenda Landsvirkjun er langstærsti orkuframleiðandi landsins og taldi gjaldið ekki samræmast lögum. Fyrirtækið stefndi Landsneti og hafði betur bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Vegna niðurstöðu dómsins breytti Landsnet uppbyggingu flutningsgjaldskrár sinnar þannig að aflgjaldið svonefnda lendir aftur á notendum raforku. Kostnaður vegna innmötunar þeirra færðist því frá framleiðendunum og til notenda sem hluti af flutnings- og dreifikostnaði. Í tilkynningu frá RARIK, sem er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins, segir að hækkun Landsnets á RARIK feli í sér 3-5 prósenta verðhækkun fyrir viðskiptavini RARIK. RARIK er með um 90% hlutdeild í dreifikerfi raforku í sveitum landsins og selur raforku í gegnum dótturfélagið Orkusöluna. Tækifæri til lægra verðs hjá Landsvirkjun Stærsti hluti þeirrar raforku sem RARIK dreifir til viðskiptavina sinna kemur frá flutningskerfi Landsnets. RARIK greiðir Landsneti fyrir þá raforku í samræmi við gjaldskrá Landsnets. Núna um áramót hækkar sú gjaldskrá um 14,5% sem hefur áhrif á alla raforkunotendur á Íslandi. Helminginn af 14,5 prósenta hækkuninni megi leiða til fyrrnefnds dómsmáls sem leiði til þess að Landsnet fái ekki tekjur með aflgjaldinu. Hinn helminginn til endurmats Landsnets á flutningsskrá í samræmi við tekjumörk fyrirtækisins. RARIK segir breytinguna þýða að þær virkjanir sem mati raforku inn á flutningskerfið greiði nú lægri gjöld til Landsnets en annars væri. Orkuframleiðendur á borð við Landsvirkjun ættu því að geta lækkað heildsöluverð til sölufyrirætkja sem starfi á smásölumarkaði til samræmis. „Með því skapast einnig tækifæri fyrir sölufyrirtækin að bjóða sínum viðskiptavinum lækkað verð á raforkunni.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Orkumál Dómsmál Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Landsnet gerði þá breytingu í apríl 2022 að krefja orkuframleiðendur um fyrrnefnt aflgjald fyrir að mata orku inn á kerfi Landsnets. Hluti af flutningsgjaldi var færður yfir á raforkuframleiðendur í samræmi við kostnað af innmötun orku. Ágreiningurinn lýtur að því hvort heimild sé í raforkulögum til að innheimta aflgjaldið. Hæstiréttur taldi málið fordæmisgefandi og samþykkti því málskotsbeiðni Landsnets að taka málið fyrir. Kostnaður færðist til neytenda Landsvirkjun er langstærsti orkuframleiðandi landsins og taldi gjaldið ekki samræmast lögum. Fyrirtækið stefndi Landsneti og hafði betur bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Vegna niðurstöðu dómsins breytti Landsnet uppbyggingu flutningsgjaldskrár sinnar þannig að aflgjaldið svonefnda lendir aftur á notendum raforku. Kostnaður vegna innmötunar þeirra færðist því frá framleiðendunum og til notenda sem hluti af flutnings- og dreifikostnaði. Í tilkynningu frá RARIK, sem er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins, segir að hækkun Landsnets á RARIK feli í sér 3-5 prósenta verðhækkun fyrir viðskiptavini RARIK. RARIK er með um 90% hlutdeild í dreifikerfi raforku í sveitum landsins og selur raforku í gegnum dótturfélagið Orkusöluna. Tækifæri til lægra verðs hjá Landsvirkjun Stærsti hluti þeirrar raforku sem RARIK dreifir til viðskiptavina sinna kemur frá flutningskerfi Landsnets. RARIK greiðir Landsneti fyrir þá raforku í samræmi við gjaldskrá Landsnets. Núna um áramót hækkar sú gjaldskrá um 14,5% sem hefur áhrif á alla raforkunotendur á Íslandi. Helminginn af 14,5 prósenta hækkuninni megi leiða til fyrrnefnds dómsmáls sem leiði til þess að Landsnet fái ekki tekjur með aflgjaldinu. Hinn helminginn til endurmats Landsnets á flutningsskrá í samræmi við tekjumörk fyrirtækisins. RARIK segir breytinguna þýða að þær virkjanir sem mati raforku inn á flutningskerfið greiði nú lægri gjöld til Landsnets en annars væri. Orkuframleiðendur á borð við Landsvirkjun ættu því að geta lækkað heildsöluverð til sölufyrirætkja sem starfi á smásölumarkaði til samræmis. „Með því skapast einnig tækifæri fyrir sölufyrirtækin að bjóða sínum viðskiptavinum lækkað verð á raforkunni.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Orkumál Dómsmál Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira