Ákall til auðvaldsins Gunnar Dan Wiium skrifar 17. janúar 2024 07:30 Í upphafi þessa pistils skal það tekið fram að höfundurinn er einfaldur í augum heimsins. Hann er ekki með háskólagráður í stjórnmála, viðskipta, hag né samfélagsfræðum. Hann er einfaldur búðarkall sem selur rennibekki og sporjárn í dagtímann. En hann veltir fyrir sér, veltir steinum og staldrar við í endurspeglun sinni á þeim sviptingum sem eiga sér stað í samfélagi að hverju sinni. Nú eiga sér stað hamfarir á landinu þar sem ekki bara líf fólks er í hættu og þá sérstaklega þeirra manna og kvenna sem leggja sitt á vogaskálarnar á svæðum sem vægast sagt eru óútreiknanleg. Aleigur fólks í formi fasteigna eru að svo stöddu orðin að engu og óvissan algjör. Fólkið er heimilislaust og atvinnustarfsemi margra er í lamasessi sem í mörgum tilfellum getur aðeins endað á einn veg. Í botn og grunn er allt í skrúfunni og við mennirnir sem hugsum lausnamiðað í dögum eða vikum getum verið að horfa á senu sem varir í ár eða áratugi, allt eftir hentugleika jarðskorpu og fljótandi grjóts. Fólkið talar um ákall til stjórnvalda eins og um ræðir einhverja sjálfbæra einingu sem situr á gulli sem hægt er að nota í að kaupa upp eignir bæta orðið tjón. Eflaust eru sjóðir sem ætlaðir eru í tilfelli sem þessi en eins og mér var réttilega bent á í morgun af mun klárari manneskju en ég sjálfur þá þýðir það ekki að sjóðirnir séu stútfullir af peningum. Þeir hafa mögulega bara verið notaðir í eitthvað, peningarnir. Svona eins og á svona venjulegu heimili þá eru sumir með varasjóð, svona sjóð til að kaupa nýja þvottavél eða fara í frí og svoleiðis. Hvað gerist svo ef það springur lögn í kjallaranum og allt í einu ertu með feitan reikning frá píparanum á heimabankanum? Það er kannski ekki til neinn sjóður sem heitir píparasjóðurinn en þá er bara vaðið í næsta sjóð, frísjóðinn eða þvottavélasjóðinn. Svo gerir fólkið ákall til stjórnvalda eins og reikningurinn endi einhverstaðar annarstaðar en í aukinni skattinnheimtu og gjöldum. Pupullinn borgar brúsan þegar öllu er á botninn hvolft. Svo pælingin mín er, af hverju erum við ekki að gera ákall til auðvalds í bland við stjórnvöld? Afhverju stígur auðvaldið ekki inn á svona fordæmalausu tímum í nafni sameiginlegrar velferðar? Af Hverju er auðvaldið undanþegið ábyrgðar í tilfellum sem þessum? Sjáið þennan ríka í hjólastólnum, hann hendir nokkrum miðum í rampa hér og þar og maðurinn er vinsælastur og frábærastur og maður ársins fyrir vikið: Fólkið elskar hann og alveg vel skiljanlega enda góður stíll að láta sér málið varða. Hér er á ferðinni maður með virka samkennd sem sér ekki bara fært að leyfa öðrum að njóta góðs af sjóðnum sem hann býr yfir því hann er svo brjálæðislega ríkur. Hann andskotans ekki út í stjórnvöld fyrir að vera svona miklir fátækir aumingjar heldur hrindir hann bara verkefninu af stað í samvinnu með stjórnvöldum. Þetta er fordæmi fyrir þá samfélagslegu ábyrgð sem mér, einfalda búðarkallinum, finnst að auðvalds manneskjur ættu mögulega að tileinka sér. Þessi tilturlega stóri hópur ofurríkra á Íslandi ættu að hittast yfir brunch og gera plan sem snýr að stofnun sjóðs sem þeir sem minna mega sín geta notið góðs af. Þessir óheppnu einstaklingar sem eru að missa aleiguna sína á þunnri jarðskorpu eru korter í áfallastreitu sem bitnar ekki bara á þeim sjálfum heldur skerðir getu þeirra til að geta veitt börnum sínum og mökum tilfinningalegt og félagslegt öryggi, sannt lýðheilsuvandamál stór hóps er í aðsvífi. Ríkt vantraust og mikil gremja ríkir á þessu landi í garð þeirra ofurríkra. Pupulnum finnst eins og þeir hafi verið beittir ósanngirni og má eflaust rekja þessar tilfinningar og upplifun til hrunsins þar sem raunveruleg samfélagsvitund þessa lands kom skýrt í ljós. Auðvalds einstaklingarnir geta í þessum aðstæðum ekki bara látið gott af sér leiða í þágu samfélagsins heldur vinna þeir vinsældarkeppnina og bæta mannorð sitt til muna. Margt smátt gerir eitt stórt og aldrei er að vita en óttinn sem oft má lesa úr augum þeirra ofur-ríku hverfi því samviskan er ekki bundin við aðgreindan hóp heldur tilheyrum við samfélagi sem spyr ekki um fjárhagslega né félagslega stöðu. Fjölskyldan okkar býr í Grindavík. Höfundur starfar sem búðarkall, umboðsmaður, þáttarstjórnandi hlaðvarp Þvottahússins og Hampkastins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa pistils skal það tekið fram að höfundurinn er einfaldur í augum heimsins. Hann er ekki með háskólagráður í stjórnmála, viðskipta, hag né samfélagsfræðum. Hann er einfaldur búðarkall sem selur rennibekki og sporjárn í dagtímann. En hann veltir fyrir sér, veltir steinum og staldrar við í endurspeglun sinni á þeim sviptingum sem eiga sér stað í samfélagi að hverju sinni. Nú eiga sér stað hamfarir á landinu þar sem ekki bara líf fólks er í hættu og þá sérstaklega þeirra manna og kvenna sem leggja sitt á vogaskálarnar á svæðum sem vægast sagt eru óútreiknanleg. Aleigur fólks í formi fasteigna eru að svo stöddu orðin að engu og óvissan algjör. Fólkið er heimilislaust og atvinnustarfsemi margra er í lamasessi sem í mörgum tilfellum getur aðeins endað á einn veg. Í botn og grunn er allt í skrúfunni og við mennirnir sem hugsum lausnamiðað í dögum eða vikum getum verið að horfa á senu sem varir í ár eða áratugi, allt eftir hentugleika jarðskorpu og fljótandi grjóts. Fólkið talar um ákall til stjórnvalda eins og um ræðir einhverja sjálfbæra einingu sem situr á gulli sem hægt er að nota í að kaupa upp eignir bæta orðið tjón. Eflaust eru sjóðir sem ætlaðir eru í tilfelli sem þessi en eins og mér var réttilega bent á í morgun af mun klárari manneskju en ég sjálfur þá þýðir það ekki að sjóðirnir séu stútfullir af peningum. Þeir hafa mögulega bara verið notaðir í eitthvað, peningarnir. Svona eins og á svona venjulegu heimili þá eru sumir með varasjóð, svona sjóð til að kaupa nýja þvottavél eða fara í frí og svoleiðis. Hvað gerist svo ef það springur lögn í kjallaranum og allt í einu ertu með feitan reikning frá píparanum á heimabankanum? Það er kannski ekki til neinn sjóður sem heitir píparasjóðurinn en þá er bara vaðið í næsta sjóð, frísjóðinn eða þvottavélasjóðinn. Svo gerir fólkið ákall til stjórnvalda eins og reikningurinn endi einhverstaðar annarstaðar en í aukinni skattinnheimtu og gjöldum. Pupullinn borgar brúsan þegar öllu er á botninn hvolft. Svo pælingin mín er, af hverju erum við ekki að gera ákall til auðvalds í bland við stjórnvöld? Afhverju stígur auðvaldið ekki inn á svona fordæmalausu tímum í nafni sameiginlegrar velferðar? Af Hverju er auðvaldið undanþegið ábyrgðar í tilfellum sem þessum? Sjáið þennan ríka í hjólastólnum, hann hendir nokkrum miðum í rampa hér og þar og maðurinn er vinsælastur og frábærastur og maður ársins fyrir vikið: Fólkið elskar hann og alveg vel skiljanlega enda góður stíll að láta sér málið varða. Hér er á ferðinni maður með virka samkennd sem sér ekki bara fært að leyfa öðrum að njóta góðs af sjóðnum sem hann býr yfir því hann er svo brjálæðislega ríkur. Hann andskotans ekki út í stjórnvöld fyrir að vera svona miklir fátækir aumingjar heldur hrindir hann bara verkefninu af stað í samvinnu með stjórnvöldum. Þetta er fordæmi fyrir þá samfélagslegu ábyrgð sem mér, einfalda búðarkallinum, finnst að auðvalds manneskjur ættu mögulega að tileinka sér. Þessi tilturlega stóri hópur ofurríkra á Íslandi ættu að hittast yfir brunch og gera plan sem snýr að stofnun sjóðs sem þeir sem minna mega sín geta notið góðs af. Þessir óheppnu einstaklingar sem eru að missa aleiguna sína á þunnri jarðskorpu eru korter í áfallastreitu sem bitnar ekki bara á þeim sjálfum heldur skerðir getu þeirra til að geta veitt börnum sínum og mökum tilfinningalegt og félagslegt öryggi, sannt lýðheilsuvandamál stór hóps er í aðsvífi. Ríkt vantraust og mikil gremja ríkir á þessu landi í garð þeirra ofurríkra. Pupulnum finnst eins og þeir hafi verið beittir ósanngirni og má eflaust rekja þessar tilfinningar og upplifun til hrunsins þar sem raunveruleg samfélagsvitund þessa lands kom skýrt í ljós. Auðvalds einstaklingarnir geta í þessum aðstæðum ekki bara látið gott af sér leiða í þágu samfélagsins heldur vinna þeir vinsældarkeppnina og bæta mannorð sitt til muna. Margt smátt gerir eitt stórt og aldrei er að vita en óttinn sem oft má lesa úr augum þeirra ofur-ríku hverfi því samviskan er ekki bundin við aðgreindan hóp heldur tilheyrum við samfélagi sem spyr ekki um fjárhagslega né félagslega stöðu. Fjölskyldan okkar býr í Grindavík. Höfundur starfar sem búðarkall, umboðsmaður, þáttarstjórnandi hlaðvarp Þvottahússins og Hampkastins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar