„Það eru þarna götur og svæði sem ekki verða byggð upp aftur“ Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 16. janúar 2024 12:01 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Einar Ríkisstjórnin fundaði með bæjarstjórn og bæjarstjóra Grindavíkur að loknum reglulegum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þar verður rætt vítt og breytt um málefni bæjarins vegna jarðhræringanna sem undanfarna mánuði. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur sagði fyrir fund að rætt yrði um mörg málefni, til að mynda húsnæðismálin, lagnamálin og fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. „Það verða örugglega mjög skertar útsvarstekjur og við þessar aðstæður er ekki hægt að leggja á fasteignagjöld og þetta eru tveir langstærstu tekjustofnar sveitarfélaga. Það er eitt af því sem við þurfum að ræða og fá stuðning við, að bæjarsjóður fái þetta bætt,“ segir Fannar. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Fannar Jónasson eftir fund Það hafi verið þungt högg þegar sprunga opnaðist sunnan varnargarðanna á sunnudag. Þá sé enn verið að vinna að hugmyndum um hvenær hægt verði að búa aftur í bænum. „Við erum enn að vinna með þær hugmyndir og þær aðgerðir að Grindavík verði byggð upp aftur. Hversu raunhæft er að gera mikil plön í því sambandi núna er annað mál. En við erum ekki að sjá að Grindavík og samfélagið okkar sé úr sögunni heldur ætlum við að gera okkar besta til að flytja heim. En það eru náttúran og örlögin sem stjórna þessu,“ segir Fannar. Rétt áður en fundurinn hófst í hádeginu.Vísir/Einar Hann segir mjög erfitt að átta sig á ástandinu innan bæjarins. „Það eru þarna götur og svæði sem ekki verða byggð upp aftur og við breytum því í fallega garða vonandi. En það er mjög erfitt að átta sig á þessu, það varð svo mikil kúvending við þetta eldgos þannig við verðum bara að sjá og anda rólega í bili,“ segir Fannar. Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Engin virkni en of snemmt að lýsa yfir goslokum Of snemmt er að lýsa yfir goslokum þrátt fyrir að engin virkni hafi verið sjáanleg í gossprungunum frá því um klukkan eitt í nótt. Enn er mikil hætta á svæðinu. Þetta kemur fram í uppfærðri frétt Veðurstofu Íslands um eldgos norðan Grindavíkur. 16. janúar 2024 11:35 Heitt vatn komið á vestari hluta bæjarins: Vilja fá lykla að húsunum Búið er að koma á heitu vatn í hús vestan Víkurbrautar í Grindavík. Almannavarnir fóru í það verkefni í gærkvöldi í samstarfi við HS Veitur. Almannavarnir óska þess nú að Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. 16. janúar 2024 10:59 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur sagði fyrir fund að rætt yrði um mörg málefni, til að mynda húsnæðismálin, lagnamálin og fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. „Það verða örugglega mjög skertar útsvarstekjur og við þessar aðstæður er ekki hægt að leggja á fasteignagjöld og þetta eru tveir langstærstu tekjustofnar sveitarfélaga. Það er eitt af því sem við þurfum að ræða og fá stuðning við, að bæjarsjóður fái þetta bætt,“ segir Fannar. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Fannar Jónasson eftir fund Það hafi verið þungt högg þegar sprunga opnaðist sunnan varnargarðanna á sunnudag. Þá sé enn verið að vinna að hugmyndum um hvenær hægt verði að búa aftur í bænum. „Við erum enn að vinna með þær hugmyndir og þær aðgerðir að Grindavík verði byggð upp aftur. Hversu raunhæft er að gera mikil plön í því sambandi núna er annað mál. En við erum ekki að sjá að Grindavík og samfélagið okkar sé úr sögunni heldur ætlum við að gera okkar besta til að flytja heim. En það eru náttúran og örlögin sem stjórna þessu,“ segir Fannar. Rétt áður en fundurinn hófst í hádeginu.Vísir/Einar Hann segir mjög erfitt að átta sig á ástandinu innan bæjarins. „Það eru þarna götur og svæði sem ekki verða byggð upp aftur og við breytum því í fallega garða vonandi. En það er mjög erfitt að átta sig á þessu, það varð svo mikil kúvending við þetta eldgos þannig við verðum bara að sjá og anda rólega í bili,“ segir Fannar.
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Engin virkni en of snemmt að lýsa yfir goslokum Of snemmt er að lýsa yfir goslokum þrátt fyrir að engin virkni hafi verið sjáanleg í gossprungunum frá því um klukkan eitt í nótt. Enn er mikil hætta á svæðinu. Þetta kemur fram í uppfærðri frétt Veðurstofu Íslands um eldgos norðan Grindavíkur. 16. janúar 2024 11:35 Heitt vatn komið á vestari hluta bæjarins: Vilja fá lykla að húsunum Búið er að koma á heitu vatn í hús vestan Víkurbrautar í Grindavík. Almannavarnir fóru í það verkefni í gærkvöldi í samstarfi við HS Veitur. Almannavarnir óska þess nú að Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. 16. janúar 2024 10:59 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Engin virkni en of snemmt að lýsa yfir goslokum Of snemmt er að lýsa yfir goslokum þrátt fyrir að engin virkni hafi verið sjáanleg í gossprungunum frá því um klukkan eitt í nótt. Enn er mikil hætta á svæðinu. Þetta kemur fram í uppfærðri frétt Veðurstofu Íslands um eldgos norðan Grindavíkur. 16. janúar 2024 11:35
Heitt vatn komið á vestari hluta bæjarins: Vilja fá lykla að húsunum Búið er að koma á heitu vatn í hús vestan Víkurbrautar í Grindavík. Almannavarnir fóru í það verkefni í gærkvöldi í samstarfi við HS Veitur. Almannavarnir óska þess nú að Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. 16. janúar 2024 10:59