Lítill gangur í viðræðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. janúar 2024 13:01 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður stjórnar fagfélaganna. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður félags stjórnar fagfélaga telur að ekki beri mikið í milli í kjaradeilu þess og Samtaka atvinnulífsins. Lítill gangur hafi þó verið í viðtæðum og því hafi ákvörðun verið tekin um að koma deilunni í formlegt ferli hjá ríkissáttasemjara. Fagfélögin, sem saman standa af Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, semja fyrir um 70 prósent iðn- og tæknifólks á almennum vinnumarkaði. Í gær vísuðu Fagfélögin kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara, en félögin eru ekki hluti af breiðfylkingu sem telur 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður stjórnar fagfélaganna og talsmaður iðn- og tæknifólks. „Það hefur verið lítill gangur í málum að okkar mati og því ákváðu samninganefndir okkar að vísa öllum viðræðum fyrir hönd VM, Matvís og RSÍ í formlegt ferli hjá ríkissáttasemjara.“ Hann segir lítið bera í milli í deilunni. „Nema það þarf auðvitað að koma samtalinu í skýrara og skilgreindara ferli. Ég held að þegar á reynir þá verði ekki mjög langt á milli.“ Hann segir fagfélögin leggja mesta áherslu á hóflegar launahækkanir sem stuðla eigi að lækkun stýrivaxta. „Háir vextir hafa verulega neikvæð áhrif á okkar fólk. Verðlag og hækkanir þar hafa verið að bíta mjög þannig okkar krafa er að ná tökum á þessu. Og það er það sem við viljum ná fram með kjarasamningum að ná breiðri sátt á íslenskum markaði til að bæta stöðu launafólks og þjóðarinnar allar.“ Launaliðurinn frábrugðinn Til að þjóðarsátt náist þurfi allir að taka þátt í þeirri vegferð. Kristján Þórður segir kröfur fagfélaganna ekki mjög ólíkar kröfum breiðfylkingarinnar. „En það sem er kannski frábrugðið eru áherslur varðandi launaliðinn og hvernig það er unnið með, þá launahækkun sem kemur til framkvæmda. Þar höfum við lagt meiri áherslu á að tryggja að launahækkun komi til okkar hóps einnig, almennileg.“ Sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður stjórnar Fagfélaganna. Hann býst við að ríkissáttasemjari boði til fundar með fagfélögunum á næstu dögum. Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Fagfélögin, sem saman standa af Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, semja fyrir um 70 prósent iðn- og tæknifólks á almennum vinnumarkaði. Í gær vísuðu Fagfélögin kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara, en félögin eru ekki hluti af breiðfylkingu sem telur 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður stjórnar fagfélaganna og talsmaður iðn- og tæknifólks. „Það hefur verið lítill gangur í málum að okkar mati og því ákváðu samninganefndir okkar að vísa öllum viðræðum fyrir hönd VM, Matvís og RSÍ í formlegt ferli hjá ríkissáttasemjara.“ Hann segir lítið bera í milli í deilunni. „Nema það þarf auðvitað að koma samtalinu í skýrara og skilgreindara ferli. Ég held að þegar á reynir þá verði ekki mjög langt á milli.“ Hann segir fagfélögin leggja mesta áherslu á hóflegar launahækkanir sem stuðla eigi að lækkun stýrivaxta. „Háir vextir hafa verulega neikvæð áhrif á okkar fólk. Verðlag og hækkanir þar hafa verið að bíta mjög þannig okkar krafa er að ná tökum á þessu. Og það er það sem við viljum ná fram með kjarasamningum að ná breiðri sátt á íslenskum markaði til að bæta stöðu launafólks og þjóðarinnar allar.“ Launaliðurinn frábrugðinn Til að þjóðarsátt náist þurfi allir að taka þátt í þeirri vegferð. Kristján Þórður segir kröfur fagfélaganna ekki mjög ólíkar kröfum breiðfylkingarinnar. „En það sem er kannski frábrugðið eru áherslur varðandi launaliðinn og hvernig það er unnið með, þá launahækkun sem kemur til framkvæmda. Þar höfum við lagt meiri áherslu á að tryggja að launahækkun komi til okkar hóps einnig, almennileg.“ Sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður stjórnar Fagfélaganna. Hann býst við að ríkissáttasemjari boði til fundar með fagfélögunum á næstu dögum.
Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42