Besta helgi ársins nú fullbókuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2024 10:30 Baker Mayfield, leikstjórnandi Tampa Bay Buccaneers, þakkar Jalen Hurts, leikstjórnanda Philadelphia Eagles , fyrir leikinn. Getty/Kevin Sabitus Fyrstu umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar lauk í gær með tveimur leikjum. Buffalo Bills og Tampa Bay Buccaneers voru tvö síðustu liðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna. Buffalo Bills liðið vann 31-17 heimasigur á Pittsburgh Steelers en fresta þurfti leiknum um einn dag vegna mikils snjóstorms í Buffalo. Bills liðið komst í 14-0 í fyrsta leikhluta og var með góð tök á leiknum eftir það. Það urðu mun óvæntari úrslit í hinum leiknum þar sem Tampa Bay Buccaneers burstaði Philadelphia Eagles 32-9. Eftir þessa leiki er ljóst hvaða lið mætast um næstu helgi. Undanúrslitahelgin er oft kölluð besta helgi ársins í amerískum íþróttum en þar mætast átta bestu NFL-lið tímabilsins í fjórum leikjum upp á líf eða dauða. Mesta spennan er kannski fyrir leik Buffalo Bills og Kansas City Chiefs sem hafa þegar marga hildi háð á síðustu árum en það er líka nóg af öðrum athyglisverðum leikjum. Fjögur lið komast áfram úr þessum leikjum, tvö mætast í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar annars vegar og tvö mætast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar hins vegar. Þeir leikir fara fram helgina á eftir. Liðin sem vinna þann leik mætast svo í Super Bowl. The Divisional Round schedule is set! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/yBlhSqZF5I— NFL (@NFL) January 16, 2024 Það voru strax óvænt úrslit um helgina þegar bæði Cleveland Browns og Dallas Cowboys steinlágu í leikjum sínum á móti Houston Texans og Green Bay Packers. Dallas var á heimavelli á móti Green Bay en sá aldrei til sólar. Hin liðin sem komust áfram voru Detroit Lions og Kansas City Chiefs Sigur Houston Texans þýðir líka að liðið er búið að vinna fleiri leiki samanlagt í úrslitakeppninni en Dallas Cowboys síðan Houston kom fyrst inn í NFL-deildina árið 2002. Vandræðaleg tölfræði fyrir Kúrekana sem eru nú að verða þekktastir fyrir það að geta aldrei neitt þegar eitthvað er undir í leikjum þeirra. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast um næstu helgi en allir leikirnir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Leikir í undanúrslitum deildanna Laugardagur 20. janúar 21:35 Baltimore Ravens - Houston Texans (Ameríkudeild) 01.15 San Francisco 49ers - Green Bay Packers (Þjóðardeild) Sunnudagur 21. janúar 20.05 Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers (Þjóðardeild) 23.40 Buffalo Bills - Kansas City Chiefs (Ameríkudeild) NFL Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Sjá meira
Buffalo Bills liðið vann 31-17 heimasigur á Pittsburgh Steelers en fresta þurfti leiknum um einn dag vegna mikils snjóstorms í Buffalo. Bills liðið komst í 14-0 í fyrsta leikhluta og var með góð tök á leiknum eftir það. Það urðu mun óvæntari úrslit í hinum leiknum þar sem Tampa Bay Buccaneers burstaði Philadelphia Eagles 32-9. Eftir þessa leiki er ljóst hvaða lið mætast um næstu helgi. Undanúrslitahelgin er oft kölluð besta helgi ársins í amerískum íþróttum en þar mætast átta bestu NFL-lið tímabilsins í fjórum leikjum upp á líf eða dauða. Mesta spennan er kannski fyrir leik Buffalo Bills og Kansas City Chiefs sem hafa þegar marga hildi háð á síðustu árum en það er líka nóg af öðrum athyglisverðum leikjum. Fjögur lið komast áfram úr þessum leikjum, tvö mætast í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar annars vegar og tvö mætast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar hins vegar. Þeir leikir fara fram helgina á eftir. Liðin sem vinna þann leik mætast svo í Super Bowl. The Divisional Round schedule is set! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/yBlhSqZF5I— NFL (@NFL) January 16, 2024 Það voru strax óvænt úrslit um helgina þegar bæði Cleveland Browns og Dallas Cowboys steinlágu í leikjum sínum á móti Houston Texans og Green Bay Packers. Dallas var á heimavelli á móti Green Bay en sá aldrei til sólar. Hin liðin sem komust áfram voru Detroit Lions og Kansas City Chiefs Sigur Houston Texans þýðir líka að liðið er búið að vinna fleiri leiki samanlagt í úrslitakeppninni en Dallas Cowboys síðan Houston kom fyrst inn í NFL-deildina árið 2002. Vandræðaleg tölfræði fyrir Kúrekana sem eru nú að verða þekktastir fyrir það að geta aldrei neitt þegar eitthvað er undir í leikjum þeirra. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast um næstu helgi en allir leikirnir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Leikir í undanúrslitum deildanna Laugardagur 20. janúar 21:35 Baltimore Ravens - Houston Texans (Ameríkudeild) 01.15 San Francisco 49ers - Green Bay Packers (Þjóðardeild) Sunnudagur 21. janúar 20.05 Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers (Þjóðardeild) 23.40 Buffalo Bills - Kansas City Chiefs (Ameríkudeild)
Leikir í undanúrslitum deildanna Laugardagur 20. janúar 21:35 Baltimore Ravens - Houston Texans (Ameríkudeild) 01.15 San Francisco 49ers - Green Bay Packers (Þjóðardeild) Sunnudagur 21. janúar 20.05 Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers (Þjóðardeild) 23.40 Buffalo Bills - Kansas City Chiefs (Ameríkudeild)
NFL Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Sjá meira