Besta helgi ársins nú fullbókuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2024 10:30 Baker Mayfield, leikstjórnandi Tampa Bay Buccaneers, þakkar Jalen Hurts, leikstjórnanda Philadelphia Eagles , fyrir leikinn. Getty/Kevin Sabitus Fyrstu umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar lauk í gær með tveimur leikjum. Buffalo Bills og Tampa Bay Buccaneers voru tvö síðustu liðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna. Buffalo Bills liðið vann 31-17 heimasigur á Pittsburgh Steelers en fresta þurfti leiknum um einn dag vegna mikils snjóstorms í Buffalo. Bills liðið komst í 14-0 í fyrsta leikhluta og var með góð tök á leiknum eftir það. Það urðu mun óvæntari úrslit í hinum leiknum þar sem Tampa Bay Buccaneers burstaði Philadelphia Eagles 32-9. Eftir þessa leiki er ljóst hvaða lið mætast um næstu helgi. Undanúrslitahelgin er oft kölluð besta helgi ársins í amerískum íþróttum en þar mætast átta bestu NFL-lið tímabilsins í fjórum leikjum upp á líf eða dauða. Mesta spennan er kannski fyrir leik Buffalo Bills og Kansas City Chiefs sem hafa þegar marga hildi háð á síðustu árum en það er líka nóg af öðrum athyglisverðum leikjum. Fjögur lið komast áfram úr þessum leikjum, tvö mætast í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar annars vegar og tvö mætast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar hins vegar. Þeir leikir fara fram helgina á eftir. Liðin sem vinna þann leik mætast svo í Super Bowl. The Divisional Round schedule is set! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/yBlhSqZF5I— NFL (@NFL) January 16, 2024 Það voru strax óvænt úrslit um helgina þegar bæði Cleveland Browns og Dallas Cowboys steinlágu í leikjum sínum á móti Houston Texans og Green Bay Packers. Dallas var á heimavelli á móti Green Bay en sá aldrei til sólar. Hin liðin sem komust áfram voru Detroit Lions og Kansas City Chiefs Sigur Houston Texans þýðir líka að liðið er búið að vinna fleiri leiki samanlagt í úrslitakeppninni en Dallas Cowboys síðan Houston kom fyrst inn í NFL-deildina árið 2002. Vandræðaleg tölfræði fyrir Kúrekana sem eru nú að verða þekktastir fyrir það að geta aldrei neitt þegar eitthvað er undir í leikjum þeirra. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast um næstu helgi en allir leikirnir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Leikir í undanúrslitum deildanna Laugardagur 20. janúar 21:35 Baltimore Ravens - Houston Texans (Ameríkudeild) 01.15 San Francisco 49ers - Green Bay Packers (Þjóðardeild) Sunnudagur 21. janúar 20.05 Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers (Þjóðardeild) 23.40 Buffalo Bills - Kansas City Chiefs (Ameríkudeild) NFL Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Sjá meira
Buffalo Bills liðið vann 31-17 heimasigur á Pittsburgh Steelers en fresta þurfti leiknum um einn dag vegna mikils snjóstorms í Buffalo. Bills liðið komst í 14-0 í fyrsta leikhluta og var með góð tök á leiknum eftir það. Það urðu mun óvæntari úrslit í hinum leiknum þar sem Tampa Bay Buccaneers burstaði Philadelphia Eagles 32-9. Eftir þessa leiki er ljóst hvaða lið mætast um næstu helgi. Undanúrslitahelgin er oft kölluð besta helgi ársins í amerískum íþróttum en þar mætast átta bestu NFL-lið tímabilsins í fjórum leikjum upp á líf eða dauða. Mesta spennan er kannski fyrir leik Buffalo Bills og Kansas City Chiefs sem hafa þegar marga hildi háð á síðustu árum en það er líka nóg af öðrum athyglisverðum leikjum. Fjögur lið komast áfram úr þessum leikjum, tvö mætast í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar annars vegar og tvö mætast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar hins vegar. Þeir leikir fara fram helgina á eftir. Liðin sem vinna þann leik mætast svo í Super Bowl. The Divisional Round schedule is set! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/yBlhSqZF5I— NFL (@NFL) January 16, 2024 Það voru strax óvænt úrslit um helgina þegar bæði Cleveland Browns og Dallas Cowboys steinlágu í leikjum sínum á móti Houston Texans og Green Bay Packers. Dallas var á heimavelli á móti Green Bay en sá aldrei til sólar. Hin liðin sem komust áfram voru Detroit Lions og Kansas City Chiefs Sigur Houston Texans þýðir líka að liðið er búið að vinna fleiri leiki samanlagt í úrslitakeppninni en Dallas Cowboys síðan Houston kom fyrst inn í NFL-deildina árið 2002. Vandræðaleg tölfræði fyrir Kúrekana sem eru nú að verða þekktastir fyrir það að geta aldrei neitt þegar eitthvað er undir í leikjum þeirra. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast um næstu helgi en allir leikirnir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Leikir í undanúrslitum deildanna Laugardagur 20. janúar 21:35 Baltimore Ravens - Houston Texans (Ameríkudeild) 01.15 San Francisco 49ers - Green Bay Packers (Þjóðardeild) Sunnudagur 21. janúar 20.05 Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers (Þjóðardeild) 23.40 Buffalo Bills - Kansas City Chiefs (Ameríkudeild)
Leikir í undanúrslitum deildanna Laugardagur 20. janúar 21:35 Baltimore Ravens - Houston Texans (Ameríkudeild) 01.15 San Francisco 49ers - Green Bay Packers (Þjóðardeild) Sunnudagur 21. janúar 20.05 Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers (Þjóðardeild) 23.40 Buffalo Bills - Kansas City Chiefs (Ameríkudeild)
NFL Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Sjá meira