Engin kvika sést síðan klukkan eitt í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2024 05:39 Engin kvika hefur sést koma upp úr gossprungunum norðan Grindavíkur síðan rétt eftir klukkan eitt í nótt. Þessi mynd var tekin síðdegis í gær og má þarna sjá örlitla kviku gægjast undan storknuðu hrauni. Vísir/Arnar Engin kvika hefur sést koma upp úr sprungunum norðan Grindavíkur síðan klukkan 1:08 í nótt. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur segir eldgosið virðast hafa fjarað alveg út. „Síðast sá ég kviku koma upp átta mínútur yfir eitt. Ég hef ekki orðið vör við neitt koma upp á yfirborðið síðan,“ segir Elísabet Pálmadóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir gosið virðast hafa fjarað út, staðan verði þó endurmetin í birtingu og á daglegum fundi vísindamanna klukkan 9:30. Enn mælist stöðug smákjálftavirkni á svæðinu, þó jarðskjálftum fari fækkandi, og segir Elísabet jörðina í Grindavík hafa gengið mjög til síðustu daga. „Það dró hægt og rólega úr þessu í gær og eftir miðnætti kom upp kvika í nokkrum spýjum og svo ekkert eftir 1:08,“ segir Elísabet. „Það eru margar nýjar sprungur í Grindavík. Lögreglan hafði einmitt samband við mig í nótt. Þá höfðu þeir verið að fljúga yfir með dróna og taka myndir af nýjum og stækkandi sprungum. Þetta er bara hrikalegt.“ Jörð hefur gengið mikið til í Grindavík síðustu daga. Hér má sjá malbik, sem hefur afmyndast, í götu nyrst í Grindavík.Vísir/Arnar Innt eftir því hvort til standi að kortleggja sprungurnar í Grindavík segir hún að ef það verði gert muni Landmælingar líklega sjá um verkið. „Ég hef heyrt einhverja umræðu um það óopinberlega en ég veit ekki hvenær eða hvernig á að gera þetta. Nú er svæðið síbreytilegt. Það koma nýjar og nýjar sprungur, aðrar sprungur stækka og færa sig til. Það er spurning hvenær það verður gert, kannski þegar verður óhætt.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00 Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02 Gosið sé að lognast út af en Grindavík sé ekki staður fyrir almenning Eldfjallafræðingur segir allt útlit fyrir að gosinu norðan við Grindavík sé að ljúka. Litlar líkur séu á að nýjar gossprungur opnist áður en gosinu ljúki. 15. janúar 2024 18:56 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
„Síðast sá ég kviku koma upp átta mínútur yfir eitt. Ég hef ekki orðið vör við neitt koma upp á yfirborðið síðan,“ segir Elísabet Pálmadóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir gosið virðast hafa fjarað út, staðan verði þó endurmetin í birtingu og á daglegum fundi vísindamanna klukkan 9:30. Enn mælist stöðug smákjálftavirkni á svæðinu, þó jarðskjálftum fari fækkandi, og segir Elísabet jörðina í Grindavík hafa gengið mjög til síðustu daga. „Það dró hægt og rólega úr þessu í gær og eftir miðnætti kom upp kvika í nokkrum spýjum og svo ekkert eftir 1:08,“ segir Elísabet. „Það eru margar nýjar sprungur í Grindavík. Lögreglan hafði einmitt samband við mig í nótt. Þá höfðu þeir verið að fljúga yfir með dróna og taka myndir af nýjum og stækkandi sprungum. Þetta er bara hrikalegt.“ Jörð hefur gengið mikið til í Grindavík síðustu daga. Hér má sjá malbik, sem hefur afmyndast, í götu nyrst í Grindavík.Vísir/Arnar Innt eftir því hvort til standi að kortleggja sprungurnar í Grindavík segir hún að ef það verði gert muni Landmælingar líklega sjá um verkið. „Ég hef heyrt einhverja umræðu um það óopinberlega en ég veit ekki hvenær eða hvernig á að gera þetta. Nú er svæðið síbreytilegt. Það koma nýjar og nýjar sprungur, aðrar sprungur stækka og færa sig til. Það er spurning hvenær það verður gert, kannski þegar verður óhætt.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00 Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02 Gosið sé að lognast út af en Grindavík sé ekki staður fyrir almenning Eldfjallafræðingur segir allt útlit fyrir að gosinu norðan við Grindavík sé að ljúka. Litlar líkur séu á að nýjar gossprungur opnist áður en gosinu ljúki. 15. janúar 2024 18:56 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Björgunarsveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 15. janúar 2024 20:00
Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. 15. janúar 2024 19:02
Gosið sé að lognast út af en Grindavík sé ekki staður fyrir almenning Eldfjallafræðingur segir allt útlit fyrir að gosinu norðan við Grindavík sé að ljúka. Litlar líkur séu á að nýjar gossprungur opnist áður en gosinu ljúki. 15. janúar 2024 18:56