Til Grindvíkinga Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 14:00 Þegar fólk verður fyrir alvarlegu ytra áfalli er skynsamlegt að átta sig á nokkrum atriðum. Varnarviðbrögð manna við ógn hafa verið kortlögð en athugið, að við bregðumst mismunandi við eftir því hvernig persónuleiki okkar er og fyrri reynsla. Mismunandi viðbrögð eru því algjörlega eðlileg en geta valdið sárindum og átökum, til dæmis milli sambýlisfólks, í fjölskyldum og hópum. Eins getum við hvert og eitt rokkað á milli þessar viðbragða svo sýnum okkur sjálfum og öðrum umburðarlyndi og virðingu eins og okkur er framast unnt. -Fight/berjast: pirringur, neikvæðni, reiði, bíta frá sér, getur verið skemmandi og valdið flækjum og leiðindum í samskiptum við aðra. Líka komið út sem þörf fyrir að vinna stanslaust, grafa sig í vinnu og verkefnum. Það getur hjálpað um tíma en veldur þroti ef það stendur of lengi og of mikil þreyta er hættuleg sérstaklega þeim sem hafa orðið fyrir áfalli. Eins getur það valdið fjarveru frá fjölskyldu á erfiðum tímum sem getur skapað sársauka. -Flight/flótti: óviðræðuhæfni, loka á samræður og vangaveltur, hunsa, strunsa, rjúka burt, láta ekki sjá sig, rörsýn, hefting, getur lokað leiðum og valdið höfnum á samskiptum og dregur úr líkum á að þiggja hjálp. -Freeze/frjósa: dofi, stinga hausnum í sandinn, úrræðaleysi, framtaksleysi, geta ekki tekið ákvarðanir. Getur valdið tapi á tækifærum. -Tend and befriend/huga að og sinna: MIKILVÆGT ÚRRÆÐI. Þörf fyrir að hlúa að sér og öðrum, hjálpast að, líta til með hvert öðru. Gæta þarf sín verulega á því að hlúa ekki bara að öðrum, ekki heldur þó það sé fjölskylda þín, og vanrækja sjálfan sig settu súrefnisgrímuna fyrst á þig. Í kjölfarið má búast við margskonar vanlíðan bæði sálrænni, hugrænni, líkamlegri og félagslegri. Svo sem depurð, sinnuleysi, tómleika, áhugaleysi, gráma, dofa, eirðarleysi, einbeitingarerfiðleikum, vöðvaspennu, höfuðverk, meltingarvanda og svefnvanda. SKAÐAMINNKUN: -Gættu þín sérstaklega þegar þér líður verst. Fólki sem líður illa er hættar við slysum og mistökum, rannsóknir sýna það. Passaðu þig, ekki bakka á, skera þig, skella hurð á hendina á þeir, gleyma símanum í körfunni í búðinni. Taktu dögunum bara rólega og gættu þín og forðastu að gera þig ofurþreyttan, vaka lengi, borða ekki. Það bætir gráu ofan á svart að slasa sig eða skemma eitthvað af því þú ert svo dofin, leiður eða sinnulaus. -Það er aukin hætta á að fólki lendi saman og erfiðleikar verði í samböndum og fjölskyldum í kjölfar lífsbreytandi áfalla. Einmitt þegar við þurfum að hlúa hvort að öðru og sinna hvort öðru, við erum bara mannleg. Upplifum okkar og líðan er mismunandi og upp kemur tilfinning um að við skiljum bara ekki hvort annað, eða séum svo sitt á hvorri blaðsíðunni að það sé óþolandi. Höfum þetta í huga og sýnum seiglu og umburðarlyndi. -Forðumst drama og átök í samskiptum, ef þú ert ekki í jafnvægi er meiri hætta á misskilningi og ósamkomulagi, jafnvel við fólki sem þú elskar mest, það svíður. Passaðu þig, farðu frekar í sturtu eða gönguferð. Gætum þess líka að ræða ekki erfið mál þegar okkar eigin rökhugsun er orðin þreytt og draminn getur tekið völd. Engin erfið samtöl eftir kvöldmat! -Takmarkaðu fréttamötun og taktu þér raunveruleikahvíld frá vandanum við og við yfir sólarhringinn. Já, slepptu alveg að fylgjast með í x klukkutíma! Það er til dæmis kjörið að fara í sundlaug og vera þar í heitu pottunum og köldu að eigin valdi í klukkustund. Eins að horfa á bíómynd án símans og klára hana án þess að fletta. Fara út í göngu og líta ekki á símann. Efna til samveru við fólk sem þér þykir vænt um þar sem ákveðið er fyrir fram að ræða ekkert varðandi framtíðina, stöðuna eða hamfarirnar. Biðja vini og ættingja að bjóða þér ykkur, í mat, bíltúr, bíó á tónleika. -Athugaðu að einmitt þrátt fyrir allt er skylda þín að setja á dagskrá við og við ánægjulegar, nærandi athafnir og upplifanir. Þegar við lendum í alvarlegum stórum viðburðum sem draga líðan okkar niður er mjög nauðsynlegt að hafa sig í, já líka þó þig langi ekki, að gera það sem dregur líðan upp. Það getur virkilega skilið á milli hvernig líðan þín og þinna verður á næstunni og hvernig þið komið út úr erfiðleikunum. -Forðastu eins og heitan eldinn að hugga þig eða deyfa með skaðráðum eins og áfengi eða efnum enn nú er samt tíminn til að upplifa eitthvað gott, góðan mat eða tónlist til dæmis. Höfundur er sálfræðingur hjá Huglind og íbúi í Norðurhópi í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Geðheilbrigði Fjölmiðlar Heilbrigðismál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk verður fyrir alvarlegu ytra áfalli er skynsamlegt að átta sig á nokkrum atriðum. Varnarviðbrögð manna við ógn hafa verið kortlögð en athugið, að við bregðumst mismunandi við eftir því hvernig persónuleiki okkar er og fyrri reynsla. Mismunandi viðbrögð eru því algjörlega eðlileg en geta valdið sárindum og átökum, til dæmis milli sambýlisfólks, í fjölskyldum og hópum. Eins getum við hvert og eitt rokkað á milli þessar viðbragða svo sýnum okkur sjálfum og öðrum umburðarlyndi og virðingu eins og okkur er framast unnt. -Fight/berjast: pirringur, neikvæðni, reiði, bíta frá sér, getur verið skemmandi og valdið flækjum og leiðindum í samskiptum við aðra. Líka komið út sem þörf fyrir að vinna stanslaust, grafa sig í vinnu og verkefnum. Það getur hjálpað um tíma en veldur þroti ef það stendur of lengi og of mikil þreyta er hættuleg sérstaklega þeim sem hafa orðið fyrir áfalli. Eins getur það valdið fjarveru frá fjölskyldu á erfiðum tímum sem getur skapað sársauka. -Flight/flótti: óviðræðuhæfni, loka á samræður og vangaveltur, hunsa, strunsa, rjúka burt, láta ekki sjá sig, rörsýn, hefting, getur lokað leiðum og valdið höfnum á samskiptum og dregur úr líkum á að þiggja hjálp. -Freeze/frjósa: dofi, stinga hausnum í sandinn, úrræðaleysi, framtaksleysi, geta ekki tekið ákvarðanir. Getur valdið tapi á tækifærum. -Tend and befriend/huga að og sinna: MIKILVÆGT ÚRRÆÐI. Þörf fyrir að hlúa að sér og öðrum, hjálpast að, líta til með hvert öðru. Gæta þarf sín verulega á því að hlúa ekki bara að öðrum, ekki heldur þó það sé fjölskylda þín, og vanrækja sjálfan sig settu súrefnisgrímuna fyrst á þig. Í kjölfarið má búast við margskonar vanlíðan bæði sálrænni, hugrænni, líkamlegri og félagslegri. Svo sem depurð, sinnuleysi, tómleika, áhugaleysi, gráma, dofa, eirðarleysi, einbeitingarerfiðleikum, vöðvaspennu, höfuðverk, meltingarvanda og svefnvanda. SKAÐAMINNKUN: -Gættu þín sérstaklega þegar þér líður verst. Fólki sem líður illa er hættar við slysum og mistökum, rannsóknir sýna það. Passaðu þig, ekki bakka á, skera þig, skella hurð á hendina á þeir, gleyma símanum í körfunni í búðinni. Taktu dögunum bara rólega og gættu þín og forðastu að gera þig ofurþreyttan, vaka lengi, borða ekki. Það bætir gráu ofan á svart að slasa sig eða skemma eitthvað af því þú ert svo dofin, leiður eða sinnulaus. -Það er aukin hætta á að fólki lendi saman og erfiðleikar verði í samböndum og fjölskyldum í kjölfar lífsbreytandi áfalla. Einmitt þegar við þurfum að hlúa hvort að öðru og sinna hvort öðru, við erum bara mannleg. Upplifum okkar og líðan er mismunandi og upp kemur tilfinning um að við skiljum bara ekki hvort annað, eða séum svo sitt á hvorri blaðsíðunni að það sé óþolandi. Höfum þetta í huga og sýnum seiglu og umburðarlyndi. -Forðumst drama og átök í samskiptum, ef þú ert ekki í jafnvægi er meiri hætta á misskilningi og ósamkomulagi, jafnvel við fólki sem þú elskar mest, það svíður. Passaðu þig, farðu frekar í sturtu eða gönguferð. Gætum þess líka að ræða ekki erfið mál þegar okkar eigin rökhugsun er orðin þreytt og draminn getur tekið völd. Engin erfið samtöl eftir kvöldmat! -Takmarkaðu fréttamötun og taktu þér raunveruleikahvíld frá vandanum við og við yfir sólarhringinn. Já, slepptu alveg að fylgjast með í x klukkutíma! Það er til dæmis kjörið að fara í sundlaug og vera þar í heitu pottunum og köldu að eigin valdi í klukkustund. Eins að horfa á bíómynd án símans og klára hana án þess að fletta. Fara út í göngu og líta ekki á símann. Efna til samveru við fólk sem þér þykir vænt um þar sem ákveðið er fyrir fram að ræða ekkert varðandi framtíðina, stöðuna eða hamfarirnar. Biðja vini og ættingja að bjóða þér ykkur, í mat, bíltúr, bíó á tónleika. -Athugaðu að einmitt þrátt fyrir allt er skylda þín að setja á dagskrá við og við ánægjulegar, nærandi athafnir og upplifanir. Þegar við lendum í alvarlegum stórum viðburðum sem draga líðan okkar niður er mjög nauðsynlegt að hafa sig í, já líka þó þig langi ekki, að gera það sem dregur líðan upp. Það getur virkilega skilið á milli hvernig líðan þín og þinna verður á næstunni og hvernig þið komið út úr erfiðleikunum. -Forðastu eins og heitan eldinn að hugga þig eða deyfa með skaðráðum eins og áfengi eða efnum enn nú er samt tíminn til að upplifa eitthvað gott, góðan mat eða tónlist til dæmis. Höfundur er sálfræðingur hjá Huglind og íbúi í Norðurhópi í Grindavík.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar