Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 06:37 Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir aðstæður í Grindavík ekki nógu öruggar til að senda þangað fólk. Vísir/Vilhelm Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. „Við vitum að við vitum ekki neitt. Þrátt fyrir að hægt hafi á sprungunni núna vitum við að það gæti verið tímabundið. En í myrkrinu virðist það vera þannig,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Innt eftir því hvort enn sé talinn möguleiki á að fleiri gossprungur opnist inni í bænum segir Hjördís möguleikann enn vera til staðar. „Mögulega er betra fyrir vísindafólkið okkar að svara því en það er þannig að bærinn er enn talinn of hættulegur til að vera í og við getum ekki svarað þessu fyrr en birtir og við erum komin með betri yfirsýn yfir aðstæður,“ segir hún. Hún segir vinnu við varnargarðana hafa haldið áfram í nótt með þeim tækjum sem bjargað var í gær og sú vinna muni halda áfram. Þá verður flogið yfir gosstöðvarnar eftir birtingu til að taka stöðuna. „Vinnan heldur áfram og tilgangurinn og markmiðið er að hraun renni ekki niður til Grindavíkur. Svo þurfum við bara að bíða þar til birtir og við heyrum í þeim sem eru að vinna þarna til að vita hvernig gengur,“ segir Hjördís. Umræða kviknaði á samfélagsmiðlum í gær um hvort ekki væri hægt að reyna að bjarga byggðinni með því að kæla hraunið. Slík aðferð var notuð í Heimaeyjargosinu árið 1973 þegar miklu magni af sjó var dælt úr höfninni og sprautað á hraunjaðarinn. „Að sjálfsögðu allt sem kemur til umræðu og allt sem við höfum verið að skoða síðustu ár en bærinn þykir ekki öruggur og því getum við ekki sett fólk inn í bæinn til að stoppa hraunrennsli eins og mögulega væri hægt að gera með því að kæla hraun. Bærinn sjálfur er ótryggur og því er það eitthvað sem þarf að skoða þegar dagurinn hefst. Að senda fólk inn í bæinn núna er ekki eitthvað sem við munum gera þar til við vitum að það er öruggt.“ Hjördís segir þetta sama gilda um björgun gæludýra og búfénaðar, sem situr fastur innan bæjarmarkanna. Ekki teljist öruggt að senda fólk inn í bæinn til að koma skepnunum til bjargar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30 Spurning hvort hraunið nemi staðar eða haldi hægt áfram Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr virkni syðri gossprungunnar, þeirrar sem er við bæjarmörk Grindavíkur. 15. janúar 2024 01:09 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
„Við vitum að við vitum ekki neitt. Þrátt fyrir að hægt hafi á sprungunni núna vitum við að það gæti verið tímabundið. En í myrkrinu virðist það vera þannig,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Innt eftir því hvort enn sé talinn möguleiki á að fleiri gossprungur opnist inni í bænum segir Hjördís möguleikann enn vera til staðar. „Mögulega er betra fyrir vísindafólkið okkar að svara því en það er þannig að bærinn er enn talinn of hættulegur til að vera í og við getum ekki svarað þessu fyrr en birtir og við erum komin með betri yfirsýn yfir aðstæður,“ segir hún. Hún segir vinnu við varnargarðana hafa haldið áfram í nótt með þeim tækjum sem bjargað var í gær og sú vinna muni halda áfram. Þá verður flogið yfir gosstöðvarnar eftir birtingu til að taka stöðuna. „Vinnan heldur áfram og tilgangurinn og markmiðið er að hraun renni ekki niður til Grindavíkur. Svo þurfum við bara að bíða þar til birtir og við heyrum í þeim sem eru að vinna þarna til að vita hvernig gengur,“ segir Hjördís. Umræða kviknaði á samfélagsmiðlum í gær um hvort ekki væri hægt að reyna að bjarga byggðinni með því að kæla hraunið. Slík aðferð var notuð í Heimaeyjargosinu árið 1973 þegar miklu magni af sjó var dælt úr höfninni og sprautað á hraunjaðarinn. „Að sjálfsögðu allt sem kemur til umræðu og allt sem við höfum verið að skoða síðustu ár en bærinn þykir ekki öruggur og því getum við ekki sett fólk inn í bæinn til að stoppa hraunrennsli eins og mögulega væri hægt að gera með því að kæla hraun. Bærinn sjálfur er ótryggur og því er það eitthvað sem þarf að skoða þegar dagurinn hefst. Að senda fólk inn í bæinn núna er ekki eitthvað sem við munum gera þar til við vitum að það er öruggt.“ Hjördís segir þetta sama gilda um björgun gæludýra og búfénaðar, sem situr fastur innan bæjarmarkanna. Ekki teljist öruggt að senda fólk inn í bæinn til að koma skepnunum til bjargar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30 Spurning hvort hraunið nemi staðar eða haldi hægt áfram Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr virkni syðri gossprungunnar, þeirrar sem er við bæjarmörk Grindavíkur. 15. janúar 2024 01:09 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17
Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30
Spurning hvort hraunið nemi staðar eða haldi hægt áfram Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr virkni syðri gossprungunnar, þeirrar sem er við bæjarmörk Grindavíkur. 15. janúar 2024 01:09
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent