Erfitt að lýsa hvernig er að sjá samfélagið brotna hægt og rólega Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 14. janúar 2024 20:26 Haukur Einarsson Grindvíkingur var í bænum í fyrsta sinn í tvo mánuði þegar rýmingin átti sér stað. Vísir/Sigurjón Gist var í níutíu húsum í Grindavík í nótt og eins og áður segir gekk rýmingin vel í nótt. Einn þeirra sem gisti í bænum segir erfitt að lýsa því hvernig það er að horfa á samfélagið sitt hægt og rólega brotna niður. Hann segist hafa náð að halda ró sinni við rýmingu en mögulega eigi sorgin eftir að koma síðar. Þeir Grindvíkingar sem dvöldu í bænum í nótt vöknuðu við sírenur þegar Almannavarnir hófu að rýma bæinn skömmu eftir klukkan fjögur í morgun. Gist var á um það bil níutíu heimilum, svipað og hafði verið dagana þar á undan. Einn þeirra sem sváfu í bænum í nótt er Haukur Einarsson. Hann fór með eiginkonu sinni í bæinn í fyrsta sinn í tvo mánuði í gær. „Við lentum í matarboði hjá góðum vinum, allt gekk í lyndi og bara allt í rólegheitum. Fáir í bænum. Svo byrjaði hundurinn að gelta um þrjú leytið, sonur minn hringdi skömmu eftir en hann var andvaka í Reykjavík. Strax í kjölfarið kemur SMS um rýmingu. Þá var bara að taka saman og fljótlega heyrði ég í sírenum í bænum,“ segir Haukur. Hvernig var tilfinningin að koma í bæinn í fyrsta skipti í tvo mánuði og þurfa svo að rýma allt? „Ég var svo sem alveg rólegur yfir því en það hefur svo margt verið að hellast yfir okkur Grindvíkinga, sem er búið að slá okkur hægri vinstri. Sorgin kemur kannski seinna. Maður reynir að vera sterkur í dag, komast í gegnum þetta.“ Innviðir í bænum séu ekki það mikilvægasta í stóra samhenginu. „Húsið mitt er dauður hlutur. Það er samfélagið sem ég bý í. Það tekur mig sárt,“ segir Haukur. „Þetta er samfélagið sem maður er að sjá hægt og rólega brotna. Það er erfitt að lýsa því í lýsingarorðum hvernig maður horfir á það.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Þeir Grindvíkingar sem dvöldu í bænum í nótt vöknuðu við sírenur þegar Almannavarnir hófu að rýma bæinn skömmu eftir klukkan fjögur í morgun. Gist var á um það bil níutíu heimilum, svipað og hafði verið dagana þar á undan. Einn þeirra sem sváfu í bænum í nótt er Haukur Einarsson. Hann fór með eiginkonu sinni í bæinn í fyrsta sinn í tvo mánuði í gær. „Við lentum í matarboði hjá góðum vinum, allt gekk í lyndi og bara allt í rólegheitum. Fáir í bænum. Svo byrjaði hundurinn að gelta um þrjú leytið, sonur minn hringdi skömmu eftir en hann var andvaka í Reykjavík. Strax í kjölfarið kemur SMS um rýmingu. Þá var bara að taka saman og fljótlega heyrði ég í sírenum í bænum,“ segir Haukur. Hvernig var tilfinningin að koma í bæinn í fyrsta skipti í tvo mánuði og þurfa svo að rýma allt? „Ég var svo sem alveg rólegur yfir því en það hefur svo margt verið að hellast yfir okkur Grindvíkinga, sem er búið að slá okkur hægri vinstri. Sorgin kemur kannski seinna. Maður reynir að vera sterkur í dag, komast í gegnum þetta.“ Innviðir í bænum séu ekki það mikilvægasta í stóra samhenginu. „Húsið mitt er dauður hlutur. Það er samfélagið sem ég bý í. Það tekur mig sárt,“ segir Haukur. „Þetta er samfélagið sem maður er að sjá hægt og rólega brotna. Það er erfitt að lýsa því í lýsingarorðum hvernig maður horfir á það.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira