Ný sprunga hefur opnast rétt norðan bæjarins Atli Ísleifsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 14. janúar 2024 12:14 Sjá má hraun stíga upp aðeins fáeinum tugum metra frá húsum nyrst í bænum. Ný sprunga hefur opnast rétt norðan byggðar í Grindavík. Sprungan opnaðist um klukkan 12:10, norðan götunnar Efrahóps. Lögregla hefur gert fréttafólki og starfsmönnum við varnargarðana að rýma svæðið tafarlaust. Hraun stígur upp aðeins fáeinum tugum metra frá húsum. Ný gossprunga opnaðist nærri Grindavík skömmu eftir hádegi. Sjá má sprunguna í spilaranum að neðan. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur, ræddi við Erlu Björg Gunnarsdóttur í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 þegar fyrstu fréttir bárust af nýju sprungunni. „Þetta er hræðilegt að sjá. Ég þekki þessi hús mjög vel, ég sé næstum í húsið mitt,“ segir Fannar þegar honum voru sýndar myndir af sprungunni sem nær nánast að efstu húsunum í nýjasta hverfi bæjarins, Hópshverfi.“ Fannar Jónsson, bæjarstóri Grindavíkur var upplýstur um nýju sprunguna í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2.Vísir/Einar „Þetta er hræðileg staða. Það blasir við að húsin virðast vera mjög nálægt.“ Sprungur af völdum umbrotanna í morgun Greint er frá því á vef Veðurstofunnar að nýja gossprungan sé sunnan við fyrstu sprunguna frá því í morgun. Nýja sprungan er rétt utan bæjarmarkanna. Beinu rauðu strikin sýna sprungur. Annars vegar þá sem er að mestu norðan varnargarða en nær þó undir hann. Hins vegar aðra styttri sem er í einhverra tuga metra fjarlægð frá húsum í Grindavík.Veðurstofa Íslands „Aflögunarmælingar benda eindregið til þess að sprungur innan bæjarmarkanna í Grindavík hafi gliðnað af völdum umbrotanna í morgun. Því má reikna með að fleiri sprungur hafi opnast og ef til vill nýjar myndast.“ Öll nýjustu tíðindi af eldgosinu má finna í vaktinni á Vísi. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Hraun runnið yfir Grindavíkurveg Hraunrennslið úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð yfir Grindavíkurveg. Þetta sést á vefmyndavélum. 14. janúar 2024 12:49 „Þetta hraun mun því miður flæða hratt í átt að nyrstu byggð“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, segir aðeins fimmtíu til hundrað metra í nyrstu byggð í Grindavík frá sprungunni sem opnaðist innan varnargarða skömmu eftir klukkan 12. 14. janúar 2024 12:39 „Þetta er bara alveg hrikaleg staða“ „Þetta er bara alveg hrikaleg staða. Mikið áfall,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra um yfirstandi eldgos sem hófst nálægt Grindavík í morgun. Hún segir hug sinn hjá íbúum Grindavíkur en biðlar til allra að halda ró sinni. 14. janúar 2024 11:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Lögregla hefur gert fréttafólki og starfsmönnum við varnargarðana að rýma svæðið tafarlaust. Hraun stígur upp aðeins fáeinum tugum metra frá húsum. Ný gossprunga opnaðist nærri Grindavík skömmu eftir hádegi. Sjá má sprunguna í spilaranum að neðan. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur, ræddi við Erlu Björg Gunnarsdóttur í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 þegar fyrstu fréttir bárust af nýju sprungunni. „Þetta er hræðilegt að sjá. Ég þekki þessi hús mjög vel, ég sé næstum í húsið mitt,“ segir Fannar þegar honum voru sýndar myndir af sprungunni sem nær nánast að efstu húsunum í nýjasta hverfi bæjarins, Hópshverfi.“ Fannar Jónsson, bæjarstóri Grindavíkur var upplýstur um nýju sprunguna í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2.Vísir/Einar „Þetta er hræðileg staða. Það blasir við að húsin virðast vera mjög nálægt.“ Sprungur af völdum umbrotanna í morgun Greint er frá því á vef Veðurstofunnar að nýja gossprungan sé sunnan við fyrstu sprunguna frá því í morgun. Nýja sprungan er rétt utan bæjarmarkanna. Beinu rauðu strikin sýna sprungur. Annars vegar þá sem er að mestu norðan varnargarða en nær þó undir hann. Hins vegar aðra styttri sem er í einhverra tuga metra fjarlægð frá húsum í Grindavík.Veðurstofa Íslands „Aflögunarmælingar benda eindregið til þess að sprungur innan bæjarmarkanna í Grindavík hafi gliðnað af völdum umbrotanna í morgun. Því má reikna með að fleiri sprungur hafi opnast og ef til vill nýjar myndast.“ Öll nýjustu tíðindi af eldgosinu má finna í vaktinni á Vísi.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Hraun runnið yfir Grindavíkurveg Hraunrennslið úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð yfir Grindavíkurveg. Þetta sést á vefmyndavélum. 14. janúar 2024 12:49 „Þetta hraun mun því miður flæða hratt í átt að nyrstu byggð“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, segir aðeins fimmtíu til hundrað metra í nyrstu byggð í Grindavík frá sprungunni sem opnaðist innan varnargarða skömmu eftir klukkan 12. 14. janúar 2024 12:39 „Þetta er bara alveg hrikaleg staða“ „Þetta er bara alveg hrikaleg staða. Mikið áfall,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra um yfirstandi eldgos sem hófst nálægt Grindavík í morgun. Hún segir hug sinn hjá íbúum Grindavíkur en biðlar til allra að halda ró sinni. 14. janúar 2024 11:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Hraun runnið yfir Grindavíkurveg Hraunrennslið úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð yfir Grindavíkurveg. Þetta sést á vefmyndavélum. 14. janúar 2024 12:49
„Þetta hraun mun því miður flæða hratt í átt að nyrstu byggð“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, segir aðeins fimmtíu til hundrað metra í nyrstu byggð í Grindavík frá sprungunni sem opnaðist innan varnargarða skömmu eftir klukkan 12. 14. janúar 2024 12:39
„Þetta er bara alveg hrikaleg staða“ „Þetta er bara alveg hrikaleg staða. Mikið áfall,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra um yfirstandi eldgos sem hófst nálægt Grindavík í morgun. Hún segir hug sinn hjá íbúum Grindavíkur en biðlar til allra að halda ró sinni. 14. janúar 2024 11:31