Í fréttatilkynningu um fundinn segir að á fundinum, sem Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, stýrir, verði farið yfir áhættumat sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur unnið að undanförnu. Áhættumatið byggi á hættumatskorti Veðurstofu Íslands vegna jarðhræringa við Grindavík.
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra verði einnig á fundinum.
Fundurinn verður í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.
Það verður einnig textalýsing á honum í vaktinni.