Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. janúar 2024 18:42 Sigríður og eiginmaður hennar Baldur Ingvarsson. Vísir/Dúi Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. Þetta tilkynnti hún í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2 úr fimmtugsafmæli sínu á Kjarvalsstöðum. Sigríður hélt framboðsræðu og sagði tíma til kominn að forseti væri aftur titluð „Frú forseti.“ Í viðtalinu sagðist hún fullviss um sigur í kosningunum og að hún myndi fá sér vöfflur með rjóma þegar sigurinn yrði í höfn í júní. Sigríður er eigandi Vinnupalla ehf. og hafði áður tilkynnt að hún væri undir feld varðandi mögulegt framboð. Hún hefur verið áberandi í viðtölum undanfarnar vikur. Hún var í viðtali við Ísland í dag í síðustu viku þar sem hún ræddi um fæðingarþunglyndi sem hún glímdi við árum saman. Hún mætti einnig í hlaðvarpsþáttinn Einmitt sem Einar Bárðarson stýrir og ræddi áföll á lífsleiðinni. Tími á frú Í framboðsræðu sinni á Kjarvalsstöðum í kvöld lagði Sigríður áherslu á að heilmargt gott hefði gerst á Íslandi þau fimmtíu ár sem hún hefði verið á lífi. „Við veljum kærleikann í hvívetna, við æfum okkur í mennskunni og öllu hennar fjölbreytta litrófi. Við veitum rými til að vera manneskja og við elskum að skapa, rýna og endurskapa í sífellu okkar dýrmæta og fjölbreytta samfélag. Á Íslandi hugsum við, tölum og framkvæmum í kærleika. Og við æfum okkur linnulaust með jákvætt viðhorf í hvívetna,“ sagði Sigríður. „Það er kominn tími til að hérlendis séu aftur notuð orðin Frú forseti Íslands. Með gnægð sterkra margfaldara að leiðarljósi - kærleika, von, náð, gleði og þakklæti - og opið skínandi hjarta tilkynni ég hér með framboð mitt til Frú forseta Íslands í vor.“ Ræðuna í heild má sjá að neðan. Framboðsræða Frú forseta lýðveldisins Íslands Náð og friður – verið hjartanlega velkomin kæru vinir, vinkonur og venslafólk. Ég verð stuttorð og hnitmiðuð eins og samfélag nútímans er alsiða. Það er stórkostlegt að vera hér samankomin á þessum einstöku tímamótum. Minn fagnaður í dag er fimm áratuga fagnaður. Fimm áratugir eru andardráttur í eilífðinni og mikilvægt að lifa í núinu hverju sinni og iðka mennskuna heilshugar og af fullum krafti. Heilmargt hefur gerst á fimm áratugum – jafnréttislögin voru sett 1976, Íslendingar tróna sem jafnréttismeistarar í alþjóðaþorpinu 14 ár í röð en kynin þó hvergi nærri jöfn engu að síður og kynjum fjölgar, við klipptum tvö núll aftan af krónunni árið 1981, en að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil er eins og að róa á árabát á Atlantsálum. Við höfum gengið saman í gegnum þjóðarsátt, hrun, alheimsfaraldur, stríð sem okkur snertir og stórfellda fólksflutninga á heimsvísu, en Íslendingum hefur fjölgað jafnt og þétt á þessum áratugum eða um 10% að jafnaði, en tvöfalt hraðar eða meira á síðasta rúmum áratug eða nær 20%. Arfleifð landsmanna stendur styrkum fótum, ekki síst innra með okkur, í okkar hjartalagi, enda hefur í aldanna rás verið þétt setið í baðstofum og fólk tekið inn og hlúð að þrátt fyrir fyrirliggjandi kröpp kjör. Þorpið okkar Ísland er vinsælt og vel sótt og blandast hratt fjölbreytileika og fjölmenningu. Það er ríkidæmið okkar, það þarf þorp til að ala upp barn og við erum öll börn. Eyjan Ísland er framúrskarandi staður til að glíma við lífið. Landið ber öll merki þess að vera vel tengt náttúrukröftum í lofti, láði og legi. Hér er ekki auðvelt að búa en þó höfum við það allra best í alþjóðaþorpinu. Legu landsins vegna er það hlutverk okkar að vera eins sjálfbær sem framast er kostur, það er sjálfstæðisgrunnur. Sjálfbærnihraðallinn er og verður verkefni þessarar þjóðar um ókomin ár. Á Íslandi búa og vill búa fólk sem þráir gott, öruggt líf þar sem mannréttindi ríkja og eru í hávegum höfð. Friður. Friður í hjörtum þýðir friður í heimi. Friður í fjölbreytnisamfélagi kallar á þolinmæði, þolgæði, þrautseigju og umburðarlyndi. Að rísa yfir og iðka kærleikann. Ein styrkasta stoð okkar samfélags er að hér gilda ein lög en iðkaðir eru fjölmargir siðir ólíkra menningar- og trúarheima. Hér heyrast alls kyns útgáfur af íslensku, meira að segja ég tala með hreim – ég tala alltaf líf og ljós og aldrei last og hnjóð. Hugsa, tala og framkvæmi í kærleika. Það er kominn tími til að við sem þjóð og samfélag rísum saman upp og yfir. Val er vald og við erum þess megnug að geta skapað okkar eigin framtíð með því sem við veljum. Lifað samfélagið sem við þráum að búa í. Tekist þannig á við hverjar þær áskoranir sem okkur mæta í sameiningu og samstöðu. Við veljum frá léttvægu hjómi, hjólförum sem þjóna ekki lengur tilgangi sínum, meiðandi hugsunum, orðum og hegðun sem takmarkar ljós einstaklinga og heftir för okkar sem samfélag. Við veljum kærleikann í hvívetna, við æfum okkur í mennskunni og öllu hennar fjölbreytta litrófi. Við veitum rými til að vera manneskja og við elskum að skapa, rýna og endurskapa í sífellu okkar dýrmæta og fjölbreytta samfélag. Á Íslandi hugsum við, tölum og framkvæmum í kærleika. Og við æfum okkur linnulaust með jákvætt viðhorf í hvívetna. Það er kominn tími til að hérlendis séu aftur notuð orðin Frú forseti Íslands. Með gnægð sterkra margfaldara að leiðarljósi - kærleika, von, náð, gleði og þakklæti - og opið skínandi hjarta tilkynni ég hér með framboð mitt til Frú forseta Íslands í vor. Ég kem ekki fyrir valdið, ekki fyrir metorð eða hverfular vinsældir, ég á ekki pólitískt bakland og ég kem ekki einu sinni fyrir sjálfa mig – heldur fyrir okkur öll. Allt sem ég upplifi og verð fyrir - hvatningu, framgangi, hnjóði, lasti, umtali, kærleika – munum við upplifa saman og verða fyrir. Ég kann ekki að vera frambjóðandi, aðeins Frú forseti – sem er afar einföld fyrirmynd – að vera ég sjálf. Dýrmæt, einstök og fágæt – eins og við öll. Þetta verður stórkostleg sköpunarvegferð umlukin krafti, samstöðu og gleði. Mér fylgja ófrávíkjanlega þrenn grunngildi; lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Þau iðka ég eftir minni allra bestu getu hverju sinni enda tel ég þau hornstein gróskumikils samfélags. Lýðræði og tjáningarfrelsi eru dýrum dómum keypt með mannslífum. Þau eru best heiðruð með því að iðka þau, slá skjaldborg um og vernda átakalaust. Það er hlutverk okkar að standa upp og stíga fram, hvetja fólk áfram til dáða, rýna eigin kenndir og tilfinningar, hlusta á þorpið okkar í hinu smáa og stóra samhengi og feta þannig tilveruna skref fyrir skref – en alltaf samferða. Af hverju kem ég snemma fram með framboð? Af því á Íslandi er lítill sem enginn fyrirsjáanleiki og stöðugleiki í takt við veðurfar. Það er því skynsamlegt að skapa vissu og öryggi þegar kostur er. Nú höfum við rými og tíma til að kynnast og æfa okkur í þakklæti fyrir okkar réttindi og að standa með sjálfum okkur. Frú forseti þjónustar allt landsfólk óháð lýðbreytum – aldri, kynjum og uppruna – með alúð og umhyggju fyrir hina viðkvæmu hópa sem ekki eru tekjuberandi; unga, aldna og sjúka og ekki síst þá dýrmætu einstaklinga sem hingað leita en hafa ekki þegnréttindi - ennþá. Alveg eins og gróska í listum er mælikvarði á ríkidæmi samfélags þá er styrkur samfélags mældur best á því hvernig við hlúum að viðkvæmum hópum. Hér er að hefjast landsleikur – hér mun mæta landslið frambjóðenda sem við fögnum, hvetjum og gefum rými til að vera og tjá sig – því þannig fáum við liðsheild og það besta út úr hverjum og einum liðsaðila. Kjöraðstæður eru að landsliðið endurspegli þjóðina og sé blandað lýðbreytum sem aldri, kynjum og uppruna. Þetta einstaka tækifæri til að rýna stöðu lands og þjóðar í fáeinar vikur einkennist af sköpunargleði, stemningu, von og þakklæti. 1. júní fjölkvennum, mennum, kvárum við prúðbúin á kjörstaði, ég verð kosin Frú forseti lýðveldisins Íslands, liðið faðmast, klappar upp í stúku, stúkan klappar til baka, Tólfan tekur loka húh og við förum glaðvær, tápmikil og upplitsdjörf inn í nýtt tímabil lands og þjóðar – heim að baka vöfflur með sultu og rjóma og kakó með rjóma – það er aldrei nóg af rjóma. Miðlar mínir eru komnir af stað undir vefsíðunni sigridurhrund.is og snjallmiðlum FrúForseti. Orð eru til alls fyrst – fínt að venja sig við nýyrði með iðkun. Hér eru 3 áratugir fólks sem ekki hefur notað þessi orð og við hin dottin úr æfingu. Eins og þróun samfélags og tungumáls ber með sér – við sjáumst og skjáumst Kærleikurinn ríkir – af því að það er okkar val og við byrjum í eigin hjörtum. Náð og friður. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þetta tilkynnti hún í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2 úr fimmtugsafmæli sínu á Kjarvalsstöðum. Sigríður hélt framboðsræðu og sagði tíma til kominn að forseti væri aftur titluð „Frú forseti.“ Í viðtalinu sagðist hún fullviss um sigur í kosningunum og að hún myndi fá sér vöfflur með rjóma þegar sigurinn yrði í höfn í júní. Sigríður er eigandi Vinnupalla ehf. og hafði áður tilkynnt að hún væri undir feld varðandi mögulegt framboð. Hún hefur verið áberandi í viðtölum undanfarnar vikur. Hún var í viðtali við Ísland í dag í síðustu viku þar sem hún ræddi um fæðingarþunglyndi sem hún glímdi við árum saman. Hún mætti einnig í hlaðvarpsþáttinn Einmitt sem Einar Bárðarson stýrir og ræddi áföll á lífsleiðinni. Tími á frú Í framboðsræðu sinni á Kjarvalsstöðum í kvöld lagði Sigríður áherslu á að heilmargt gott hefði gerst á Íslandi þau fimmtíu ár sem hún hefði verið á lífi. „Við veljum kærleikann í hvívetna, við æfum okkur í mennskunni og öllu hennar fjölbreytta litrófi. Við veitum rými til að vera manneskja og við elskum að skapa, rýna og endurskapa í sífellu okkar dýrmæta og fjölbreytta samfélag. Á Íslandi hugsum við, tölum og framkvæmum í kærleika. Og við æfum okkur linnulaust með jákvætt viðhorf í hvívetna,“ sagði Sigríður. „Það er kominn tími til að hérlendis séu aftur notuð orðin Frú forseti Íslands. Með gnægð sterkra margfaldara að leiðarljósi - kærleika, von, náð, gleði og þakklæti - og opið skínandi hjarta tilkynni ég hér með framboð mitt til Frú forseta Íslands í vor.“ Ræðuna í heild má sjá að neðan. Framboðsræða Frú forseta lýðveldisins Íslands Náð og friður – verið hjartanlega velkomin kæru vinir, vinkonur og venslafólk. Ég verð stuttorð og hnitmiðuð eins og samfélag nútímans er alsiða. Það er stórkostlegt að vera hér samankomin á þessum einstöku tímamótum. Minn fagnaður í dag er fimm áratuga fagnaður. Fimm áratugir eru andardráttur í eilífðinni og mikilvægt að lifa í núinu hverju sinni og iðka mennskuna heilshugar og af fullum krafti. Heilmargt hefur gerst á fimm áratugum – jafnréttislögin voru sett 1976, Íslendingar tróna sem jafnréttismeistarar í alþjóðaþorpinu 14 ár í röð en kynin þó hvergi nærri jöfn engu að síður og kynjum fjölgar, við klipptum tvö núll aftan af krónunni árið 1981, en að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil er eins og að róa á árabát á Atlantsálum. Við höfum gengið saman í gegnum þjóðarsátt, hrun, alheimsfaraldur, stríð sem okkur snertir og stórfellda fólksflutninga á heimsvísu, en Íslendingum hefur fjölgað jafnt og þétt á þessum áratugum eða um 10% að jafnaði, en tvöfalt hraðar eða meira á síðasta rúmum áratug eða nær 20%. Arfleifð landsmanna stendur styrkum fótum, ekki síst innra með okkur, í okkar hjartalagi, enda hefur í aldanna rás verið þétt setið í baðstofum og fólk tekið inn og hlúð að þrátt fyrir fyrirliggjandi kröpp kjör. Þorpið okkar Ísland er vinsælt og vel sótt og blandast hratt fjölbreytileika og fjölmenningu. Það er ríkidæmið okkar, það þarf þorp til að ala upp barn og við erum öll börn. Eyjan Ísland er framúrskarandi staður til að glíma við lífið. Landið ber öll merki þess að vera vel tengt náttúrukröftum í lofti, láði og legi. Hér er ekki auðvelt að búa en þó höfum við það allra best í alþjóðaþorpinu. Legu landsins vegna er það hlutverk okkar að vera eins sjálfbær sem framast er kostur, það er sjálfstæðisgrunnur. Sjálfbærnihraðallinn er og verður verkefni þessarar þjóðar um ókomin ár. Á Íslandi búa og vill búa fólk sem þráir gott, öruggt líf þar sem mannréttindi ríkja og eru í hávegum höfð. Friður. Friður í hjörtum þýðir friður í heimi. Friður í fjölbreytnisamfélagi kallar á þolinmæði, þolgæði, þrautseigju og umburðarlyndi. Að rísa yfir og iðka kærleikann. Ein styrkasta stoð okkar samfélags er að hér gilda ein lög en iðkaðir eru fjölmargir siðir ólíkra menningar- og trúarheima. Hér heyrast alls kyns útgáfur af íslensku, meira að segja ég tala með hreim – ég tala alltaf líf og ljós og aldrei last og hnjóð. Hugsa, tala og framkvæmi í kærleika. Það er kominn tími til að við sem þjóð og samfélag rísum saman upp og yfir. Val er vald og við erum þess megnug að geta skapað okkar eigin framtíð með því sem við veljum. Lifað samfélagið sem við þráum að búa í. Tekist þannig á við hverjar þær áskoranir sem okkur mæta í sameiningu og samstöðu. Við veljum frá léttvægu hjómi, hjólförum sem þjóna ekki lengur tilgangi sínum, meiðandi hugsunum, orðum og hegðun sem takmarkar ljós einstaklinga og heftir för okkar sem samfélag. Við veljum kærleikann í hvívetna, við æfum okkur í mennskunni og öllu hennar fjölbreytta litrófi. Við veitum rými til að vera manneskja og við elskum að skapa, rýna og endurskapa í sífellu okkar dýrmæta og fjölbreytta samfélag. Á Íslandi hugsum við, tölum og framkvæmum í kærleika. Og við æfum okkur linnulaust með jákvætt viðhorf í hvívetna. Það er kominn tími til að hérlendis séu aftur notuð orðin Frú forseti Íslands. Með gnægð sterkra margfaldara að leiðarljósi - kærleika, von, náð, gleði og þakklæti - og opið skínandi hjarta tilkynni ég hér með framboð mitt til Frú forseta Íslands í vor. Ég kem ekki fyrir valdið, ekki fyrir metorð eða hverfular vinsældir, ég á ekki pólitískt bakland og ég kem ekki einu sinni fyrir sjálfa mig – heldur fyrir okkur öll. Allt sem ég upplifi og verð fyrir - hvatningu, framgangi, hnjóði, lasti, umtali, kærleika – munum við upplifa saman og verða fyrir. Ég kann ekki að vera frambjóðandi, aðeins Frú forseti – sem er afar einföld fyrirmynd – að vera ég sjálf. Dýrmæt, einstök og fágæt – eins og við öll. Þetta verður stórkostleg sköpunarvegferð umlukin krafti, samstöðu og gleði. Mér fylgja ófrávíkjanlega þrenn grunngildi; lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Þau iðka ég eftir minni allra bestu getu hverju sinni enda tel ég þau hornstein gróskumikils samfélags. Lýðræði og tjáningarfrelsi eru dýrum dómum keypt með mannslífum. Þau eru best heiðruð með því að iðka þau, slá skjaldborg um og vernda átakalaust. Það er hlutverk okkar að standa upp og stíga fram, hvetja fólk áfram til dáða, rýna eigin kenndir og tilfinningar, hlusta á þorpið okkar í hinu smáa og stóra samhengi og feta þannig tilveruna skref fyrir skref – en alltaf samferða. Af hverju kem ég snemma fram með framboð? Af því á Íslandi er lítill sem enginn fyrirsjáanleiki og stöðugleiki í takt við veðurfar. Það er því skynsamlegt að skapa vissu og öryggi þegar kostur er. Nú höfum við rými og tíma til að kynnast og æfa okkur í þakklæti fyrir okkar réttindi og að standa með sjálfum okkur. Frú forseti þjónustar allt landsfólk óháð lýðbreytum – aldri, kynjum og uppruna – með alúð og umhyggju fyrir hina viðkvæmu hópa sem ekki eru tekjuberandi; unga, aldna og sjúka og ekki síst þá dýrmætu einstaklinga sem hingað leita en hafa ekki þegnréttindi - ennþá. Alveg eins og gróska í listum er mælikvarði á ríkidæmi samfélags þá er styrkur samfélags mældur best á því hvernig við hlúum að viðkvæmum hópum. Hér er að hefjast landsleikur – hér mun mæta landslið frambjóðenda sem við fögnum, hvetjum og gefum rými til að vera og tjá sig – því þannig fáum við liðsheild og það besta út úr hverjum og einum liðsaðila. Kjöraðstæður eru að landsliðið endurspegli þjóðina og sé blandað lýðbreytum sem aldri, kynjum og uppruna. Þetta einstaka tækifæri til að rýna stöðu lands og þjóðar í fáeinar vikur einkennist af sköpunargleði, stemningu, von og þakklæti. 1. júní fjölkvennum, mennum, kvárum við prúðbúin á kjörstaði, ég verð kosin Frú forseti lýðveldisins Íslands, liðið faðmast, klappar upp í stúku, stúkan klappar til baka, Tólfan tekur loka húh og við förum glaðvær, tápmikil og upplitsdjörf inn í nýtt tímabil lands og þjóðar – heim að baka vöfflur með sultu og rjóma og kakó með rjóma – það er aldrei nóg af rjóma. Miðlar mínir eru komnir af stað undir vefsíðunni sigridurhrund.is og snjallmiðlum FrúForseti. Orð eru til alls fyrst – fínt að venja sig við nýyrði með iðkun. Hér eru 3 áratugir fólks sem ekki hefur notað þessi orð og við hin dottin úr æfingu. Eins og þróun samfélags og tungumáls ber með sér – við sjáumst og skjáumst Kærleikurinn ríkir – af því að það er okkar val og við byrjum í eigin hjörtum. Náð og friður.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent