Hvetur félagsmenn til að halda aftur af hækkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. janúar 2024 12:01 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hvetur félagsmenn til að halda aftur af hækkunum hjá sér til að liðka fyrir komandi kjarasamningum. Vísir Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skorar á félagsmenn að halda aftur af verðhækkunum og taka þannig þátt í að þjóðarsátt náist milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Fyrirtækin eigi auðveldara með slíkt dragi hið opinbera úr boðuðum hækkunum. Forsvarsmenn félagsins hittu forystu VR í morgun. Samtök atvinnulífsins og breiðfylking innan ASÍ skoruðu í desember á fyrirtæki og hið opinbera að halda aftur að hækkunum til að liðka fyrir komandi kjarasamningum. Verkalýðsleiðtogarnir áttu svo fund með ríkisstjórninni í síðustu viku og var niðurstaðan þar að stjórnvöld sögðust ætla að leggja sitt af mörkum náist hagstæðir samningar. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda hitti forystufólk VR vegna komandi kjarasamninga í morgun og segir það fyrst og fremst hafa verið upplýsingafund. Ólafur hvetur félagsmenn sína til að halda aftur af verðhækkunum. „Það eru allir sammála um að það er til mikils að vinna að ná niður verðbólgu og vöxtum. Við hvetjum okkar félagsmenn til að halda aftur að verðhækkunum eins og þeir mögulega geta. Það að ríki og sveitarfélög dragi úr sínum boðuðu verðhækkunum hjálpar að sjálfsögðu til. Þetta spilar allt saman,“ segir hann. Opinberir starfsmenn þurfi líka að taka þátt í þjóðarsátt Ólafur er vongóður um að það náist hagstæðir kjarasamningar fyrir launafólk og atvinnulífið. „Það er augljóslega góður tónn í þessu samtali milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Ég held það skipti máli að allir leggist á eitt að gera skynsamlega samninga til að ná niður verðbólgunni og vöxtunum.Við horfum auðvitað líka til þess að starfsmenn hins opinbera taki þátt í þeirri þjóðarsátt sem þarf að eiga sér stað. Þeir geta ekki skorast undan,“ segir hann. Fundur hjá sáttasemjara í dag Efling átti fund með SA í morgun þar sem ýmis sérmál voru rædd að sögn formannsins. Samninganefndir SA og breiðfylkingar ASÍ hittast svo hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag. Gildandi samningar renna út 31. janúar og hafa samningsaðilar lagt mikla áherslu á að nýir samningar náist fyrir það. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Atvinnurekendur Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Samtök atvinnulífsins og breiðfylking innan ASÍ skoruðu í desember á fyrirtæki og hið opinbera að halda aftur að hækkunum til að liðka fyrir komandi kjarasamningum. Verkalýðsleiðtogarnir áttu svo fund með ríkisstjórninni í síðustu viku og var niðurstaðan þar að stjórnvöld sögðust ætla að leggja sitt af mörkum náist hagstæðir samningar. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda hitti forystufólk VR vegna komandi kjarasamninga í morgun og segir það fyrst og fremst hafa verið upplýsingafund. Ólafur hvetur félagsmenn sína til að halda aftur af verðhækkunum. „Það eru allir sammála um að það er til mikils að vinna að ná niður verðbólgu og vöxtum. Við hvetjum okkar félagsmenn til að halda aftur að verðhækkunum eins og þeir mögulega geta. Það að ríki og sveitarfélög dragi úr sínum boðuðu verðhækkunum hjálpar að sjálfsögðu til. Þetta spilar allt saman,“ segir hann. Opinberir starfsmenn þurfi líka að taka þátt í þjóðarsátt Ólafur er vongóður um að það náist hagstæðir kjarasamningar fyrir launafólk og atvinnulífið. „Það er augljóslega góður tónn í þessu samtali milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Ég held það skipti máli að allir leggist á eitt að gera skynsamlega samninga til að ná niður verðbólgunni og vöxtunum.Við horfum auðvitað líka til þess að starfsmenn hins opinbera taki þátt í þeirri þjóðarsátt sem þarf að eiga sér stað. Þeir geta ekki skorast undan,“ segir hann. Fundur hjá sáttasemjara í dag Efling átti fund með SA í morgun þar sem ýmis sérmál voru rædd að sögn formannsins. Samninganefndir SA og breiðfylkingar ASÍ hittast svo hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag. Gildandi samningar renna út 31. janúar og hafa samningsaðilar lagt mikla áherslu á að nýir samningar náist fyrir það.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Atvinnurekendur Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira