Skilaboð til ferðabransans að vera ekki með minnimáttarkennd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2024 06:50 Páll segist hafa fyllst barnslegri gleði þegar hann sá umfjöllun New York Times um Vestmannaeyjar. Vísir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir umfjöllun bandaríska fréttablaðsins New York Times um Vestmannaeyjar skýrt merki til ferðabransans að hann eigi að hætta að „klína bjánalegum enskum þýðingum á íslensk örnefni og staðarheiti“. Þetta skrifar Páll á Facebook í gærkvöldi og vísar til umfjöllunar New York Times um áhugaverðustu staðina til að ferðast til í heiminum. Umfjöllun NYT er umfangsmikil og eru Vestmannaeyjar 35. á listanum. Listann prýða staðir á borð við París, Yamaguchi í Japan, Ladakh á Indlandi, Quito í Ekvador og svo mætti lengi telja. „Frá maí og fram í september er Heimaey einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga, sem dvelja í fallegum húsum á eyjunni á meðan fjöldi tónleika og hátíða fer fram. Á sama tíma má sjá ferðamenn bruna kring um eyjurnar á spíttbátum, að heimsækja mjaldrasystur á griðarstað þeirra og keyra á fjórhjólum niður í gíg eldfjallsins Eldfell, sem þurrkaði bæinn nærri út þegar það gaus árið 1973,“ segir í umfjöllun NYT um Vestmannaeyjar. Páll skrifar í pistli á Facebook að umfjöllun NYT um heimabæ hans fylli hann barnslegu stolti og gleði. „Ég fylltist barnslegu stolti og gleði um daginn þegar stórblaðið New York Times setti Vestmannaeyjar á lista yfir 52 áhugaverðustu staðina í öllum heiminum til að heimsækja á árinu 2024. Þar er borið mikið lof á náttúru, veitingastaði - og bara allt mögulegt!“ skrifar Páll. „Mér finnst líka athyglisvert að NYT segir Vestmannaeyjar - ekki Westman Islands. Þetta er kannski vísbending um að ferðamannabransinn íslenski þarf ekki að sýna þá minnmáttarkennd að vera stöðugt að klína einvherjum bjánalegum enskum þýðingum á íslensk örnefni og staðareheiti.“ Hann nefnir þar sem dæmi að menn hafi nýlega rembst við það að reyna að finna út hvað nefna ætti Kerið á ensku. „Það þarf keki að heita neitt á ensku. Bara útskýra orðið fyrir fróðleiksfúsum ferðamönnum - en það heitir Kerið!“ Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira
Þetta skrifar Páll á Facebook í gærkvöldi og vísar til umfjöllunar New York Times um áhugaverðustu staðina til að ferðast til í heiminum. Umfjöllun NYT er umfangsmikil og eru Vestmannaeyjar 35. á listanum. Listann prýða staðir á borð við París, Yamaguchi í Japan, Ladakh á Indlandi, Quito í Ekvador og svo mætti lengi telja. „Frá maí og fram í september er Heimaey einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga, sem dvelja í fallegum húsum á eyjunni á meðan fjöldi tónleika og hátíða fer fram. Á sama tíma má sjá ferðamenn bruna kring um eyjurnar á spíttbátum, að heimsækja mjaldrasystur á griðarstað þeirra og keyra á fjórhjólum niður í gíg eldfjallsins Eldfell, sem þurrkaði bæinn nærri út þegar það gaus árið 1973,“ segir í umfjöllun NYT um Vestmannaeyjar. Páll skrifar í pistli á Facebook að umfjöllun NYT um heimabæ hans fylli hann barnslegu stolti og gleði. „Ég fylltist barnslegu stolti og gleði um daginn þegar stórblaðið New York Times setti Vestmannaeyjar á lista yfir 52 áhugaverðustu staðina í öllum heiminum til að heimsækja á árinu 2024. Þar er borið mikið lof á náttúru, veitingastaði - og bara allt mögulegt!“ skrifar Páll. „Mér finnst líka athyglisvert að NYT segir Vestmannaeyjar - ekki Westman Islands. Þetta er kannski vísbending um að ferðamannabransinn íslenski þarf ekki að sýna þá minnmáttarkennd að vera stöðugt að klína einvherjum bjánalegum enskum þýðingum á íslensk örnefni og staðareheiti.“ Hann nefnir þar sem dæmi að menn hafi nýlega rembst við það að reyna að finna út hvað nefna ætti Kerið á ensku. „Það þarf keki að heita neitt á ensku. Bara útskýra orðið fyrir fróðleiksfúsum ferðamönnum - en það heitir Kerið!“
Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira