Björk heiðursborgari Reykjavíkur og fær styttu sér til heiðurs Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2024 15:44 Björk á sviði á Coachella hátíðinni í fyrra. Vísir/Getty Borgarráð samþykkti í dag að útnefna Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Björk er sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður og mun myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir gera Bjarkar- styttu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að á fundi borgarráðs hafi verið samþykkt að í stað hefðbundinnar athafnar, eins og þegar heiðursborgarar eru útnefndir, yrði Gabríela Friðriksdóttir myndlistarkona fengin til að gera Bjarkar-styttu. Gabríela mun vinna verkið og gera áætlun um kostnað og tillögu að staðsetningu í samráði við Listasafn Reykjavíkur. Staðsetningin kemur til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Tíma- og fjárhagsáætlun verður lögð fyrir borgarráð þegar hún liggur fyrir. Tónlistarkona á heimsmælikvarða Um Björk segir í tilkynningu borgarinnar að hún sé „tónlistarkona á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð. Hún hefur verið áberandi í íslensku og alþjóðlegu lista- og menningarlífi um fjögurra áratuga skeið, sem söngkona, tónskáld, plötuútgefandi og leikkona en einnig frumkvöðull og baráttukona á ýmsum sviðum. Hún er sá íslenski listamaður sem náð hefur mestri frægð utan landsteinanna en hún er ekki bara þekkt fyrir hæfileika sína og list, heldur einnig einstakan persónuleika sem skín í gegnum öll hennar verk. Fáir ef nokkrir hafa lyft nafni Reykjavíkur meira en Björk.“ Þá er einnig farið yfir feril hennar og ævi en hún fæddist og ólst upp í Reykjavík. Björk hefur á löngum ferli sínum starfað sem söngkona ýmissa hljómsveita og svo sóló. Auk þess hefur hún leikir í nokkrum kvikmyndum. Nánar er fjallað um Björk á vef borgarinnar en hún var í viðtali við Vísi í haust sem hægt er að lesa hér að neðan. Þar ræddi hún samstarfið við spænsku stórstjörnuna Rosaliu, náttúruverndina, tónleikaferðalögin og baráttu sína gegn sjókvíaeldi. Aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur eru séra Bjarni Jónsson (1961), Kristján Sveinsson augnlæknir (1975), frú Vigdís Finnbogadóttir (2010), Erró (Guðmundur Guðmundsson, 2012), Yoko Ono (2013), Friðrik Ólafsson stórmeistari (2015) og Þorgerður Ingólfsdóttir tónlistarkennari og kórstjóri (2018). Síðasti borgarráðsfundur Dags Dagur B. Eggertsson hættir sem borgarstjóri í næstu viku og birti færslu síðdegis í dag þar sem hann fjallar um fund borgarráðs í dag. Það er hans síðasti sem borgarstjóri en hann tekur við sem formaður borgarráðs þegar Einar Þorsteinsson tekur við sem borgarstjóri. „Ég hef sem sagt setið þá marga en þetta var með þeim allra bestu og árangursríkustu,“ segir Dagur í færslunni sem má lesa hér að neðan. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Dagur B. Eggertsson Björk Tengdar fréttir Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, var í dag sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. 31. janúar 2018 16:45 Sókndjarfur stórmeistari heiðursborgari í Reykjavík Borgarstjóri útnefndi Friðrik Ólafsson sjötta heiðursborgara Reykjavíkur í dag. Hann er einnig heiðursfélagi í FIDE. 28. janúar 2015 19:27 Friðrik Ólafsson verður sjötti heiðursborgari Reykjavíkur Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák fagnar áttatíu ára afmæli í dag. 26. janúar 2015 19:30 Yoko Ono heiðursborgari Reykjavíkur Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi listakonuna Yoko Ono sem heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, en John Lennon eiginmaður hennar hefði orðið 73 ára í dag. 9. október 2013 16:15 Erró heiðursborgari Reykjavíkur Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. 1. september 2012 17:05 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að á fundi borgarráðs hafi verið samþykkt að í stað hefðbundinnar athafnar, eins og þegar heiðursborgarar eru útnefndir, yrði Gabríela Friðriksdóttir myndlistarkona fengin til að gera Bjarkar-styttu. Gabríela mun vinna verkið og gera áætlun um kostnað og tillögu að staðsetningu í samráði við Listasafn Reykjavíkur. Staðsetningin kemur til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Tíma- og fjárhagsáætlun verður lögð fyrir borgarráð þegar hún liggur fyrir. Tónlistarkona á heimsmælikvarða Um Björk segir í tilkynningu borgarinnar að hún sé „tónlistarkona á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð. Hún hefur verið áberandi í íslensku og alþjóðlegu lista- og menningarlífi um fjögurra áratuga skeið, sem söngkona, tónskáld, plötuútgefandi og leikkona en einnig frumkvöðull og baráttukona á ýmsum sviðum. Hún er sá íslenski listamaður sem náð hefur mestri frægð utan landsteinanna en hún er ekki bara þekkt fyrir hæfileika sína og list, heldur einnig einstakan persónuleika sem skín í gegnum öll hennar verk. Fáir ef nokkrir hafa lyft nafni Reykjavíkur meira en Björk.“ Þá er einnig farið yfir feril hennar og ævi en hún fæddist og ólst upp í Reykjavík. Björk hefur á löngum ferli sínum starfað sem söngkona ýmissa hljómsveita og svo sóló. Auk þess hefur hún leikir í nokkrum kvikmyndum. Nánar er fjallað um Björk á vef borgarinnar en hún var í viðtali við Vísi í haust sem hægt er að lesa hér að neðan. Þar ræddi hún samstarfið við spænsku stórstjörnuna Rosaliu, náttúruverndina, tónleikaferðalögin og baráttu sína gegn sjókvíaeldi. Aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur eru séra Bjarni Jónsson (1961), Kristján Sveinsson augnlæknir (1975), frú Vigdís Finnbogadóttir (2010), Erró (Guðmundur Guðmundsson, 2012), Yoko Ono (2013), Friðrik Ólafsson stórmeistari (2015) og Þorgerður Ingólfsdóttir tónlistarkennari og kórstjóri (2018). Síðasti borgarráðsfundur Dags Dagur B. Eggertsson hættir sem borgarstjóri í næstu viku og birti færslu síðdegis í dag þar sem hann fjallar um fund borgarráðs í dag. Það er hans síðasti sem borgarstjóri en hann tekur við sem formaður borgarráðs þegar Einar Þorsteinsson tekur við sem borgarstjóri. „Ég hef sem sagt setið þá marga en þetta var með þeim allra bestu og árangursríkustu,“ segir Dagur í færslunni sem má lesa hér að neðan.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Dagur B. Eggertsson Björk Tengdar fréttir Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, var í dag sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. 31. janúar 2018 16:45 Sókndjarfur stórmeistari heiðursborgari í Reykjavík Borgarstjóri útnefndi Friðrik Ólafsson sjötta heiðursborgara Reykjavíkur í dag. Hann er einnig heiðursfélagi í FIDE. 28. janúar 2015 19:27 Friðrik Ólafsson verður sjötti heiðursborgari Reykjavíkur Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák fagnar áttatíu ára afmæli í dag. 26. janúar 2015 19:30 Yoko Ono heiðursborgari Reykjavíkur Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi listakonuna Yoko Ono sem heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, en John Lennon eiginmaður hennar hefði orðið 73 ára í dag. 9. október 2013 16:15 Erró heiðursborgari Reykjavíkur Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. 1. september 2012 17:05 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, var í dag sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. 31. janúar 2018 16:45
Sókndjarfur stórmeistari heiðursborgari í Reykjavík Borgarstjóri útnefndi Friðrik Ólafsson sjötta heiðursborgara Reykjavíkur í dag. Hann er einnig heiðursfélagi í FIDE. 28. janúar 2015 19:27
Friðrik Ólafsson verður sjötti heiðursborgari Reykjavíkur Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák fagnar áttatíu ára afmæli í dag. 26. janúar 2015 19:30
Yoko Ono heiðursborgari Reykjavíkur Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi listakonuna Yoko Ono sem heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, en John Lennon eiginmaður hennar hefði orðið 73 ára í dag. 9. október 2013 16:15
Erró heiðursborgari Reykjavíkur Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. 1. september 2012 17:05