Sagt upp hjá Sinfó vegna orðsporsáhættu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2024 07:00 Nýlegar starfsmannakannanir hjá Sinfóníuhljómsveitinni hafa sýnt fram á aukna óánægju með starfsaðstæður og laun. Þá eru vísbendingar um aukið álag, einelti og ofbeldi sem vinna þurfi bug á. Jafnframt er minnst á að starfsfólk hafi upplifað vanvirðingu og kynþáttafordóma. Vísir/Vilhelm Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið dæmd til að greiða hljóðfæraleikara í sveitinni 3,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar árið 2022. Uppsögnin byggði á því að hann hefði verið borinn sökum um kynferðislega misnotkun og orðspor hljómsveitarinnar væri í hættu. Fimm ár voru þá liðin frá því rannsókn málsins var felld niður hjá héraðs- og ríkissaksóknara. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 13. desember síðastliðinn en málið á sér tæplega átta ára aðdraganda. Fyrrverandi eiginkona hljóðfæraleikarans, sem einnig spilar í hljómsveitinni, lagði árið 2015 fram kæru á hendur honum fyrir kynferðisbrot gegn barni. Lögregla rannsakaði málið, það fór á borð héraðssaksóknara sem tilkynnti árið 2016 að málið væri fellt niður. Það sem fram hefði komið væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellingar. Konan kærði niðurstöðuna til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðunina árið 2017. Skrifaði bréf og lýsti einelti Það var svo árið 2022 sem eiginkonan fyrrverandi skrifaði Sinfóníuhljómsveitinni bréf og lýsti meintu einelti hljóðfæraleikarans gagnvart henni á vinnustaðnum og greindi frá fyrrnefndri meintri kynferðislegri misnotkun. Stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar fékk málið á sitt borð og fjallaði um stöðuna sem upp var komin alls átta sinnum á árinu. Stjórnin leitaði álits tveggja ráðgjafarfyrirtækja. Bæði litu svo á að umtalsverð orðsporsáhætta væri fyrir hljómsveitina að hafa hljóðfæraleikarann áfram við störf. Því gætu fylgt fjárhagslegar afleiðingar enda reksturinn háður miðasölu og styrkjum. Þá kom fram í skýrslu annars ráðgjafans að því fylgdu neikvæð áhrif á starfsanda hjá Sinfó að bæði hljóðfæraleikarinn og konan fyrrverandi væru þar við störf. Sú hegðun sem konan kvartaði undan félli þó ekki undir skilgreiningu á einelti á vinnustað. Í málatilbúnaði Sinfóníunnar var vísað til fjölmiðlaumfjöllunar um málið sem hefði skaðað sveitina. Vegna þeirrar umfjöllunar hefði einn aðili í ferðaþjónustu helst úr lestinni sem styrktaraðili sveitarinnar. Einn lagðist gegn uppsögn Fór svo að stjórnin ákvað að segja hljóðfæraleikaranum upp eftir að hafa gefið honum færi á að útskýra mál sitt. Heildarhagsmunir Sinfó hefðu verið hafðir að leiðarljósi. Einn stjórnarmaður af fimm lagðist alfarið gegn ákvörðuninni og sagði hana ganga langt fram úr meðalhófi. Var hljóðfæraleikaranum sagt upp með bréfi Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra. Í rökstuðningi fyrir uppsögninni kom fram að mat sérfræðinga hefði verið afgerandi um þá áhættu sem fylgdi áframhaldandi störfum hans fyrir heildarhagsmuni Sinfó. Bæði þá er vörðuðu vinnu- og rekstrarumhverfi. Aðrar leiðir hefðu verið skoðaðar en í ljósi niðurstaðna tveggja ráðgjafa hafi þær ekki verið metnar fýsilegar heldur kynnu að auka áhættuna fyrir orðspor hljómsveitarinnar. Héraðsdómur taldi í niðurstöðu sinni málið hafa fengið nokkuð mikla umfjöllun á vettvangi stjórnar Sinfóníunnar áður en ákvörðun um uppsögn var tekin. Þá hefði farið fram ítarlega rannsókn á áhrifum þess að hafa hljóðfæraleikarann áfram við störf. Rannsókn hefði því ekki verið áfátt, andmælaréttur hljóðfæraleikarans virtur og lagt mat á þau andmæli. Ekki var fallist á það með hljóðfæraleikaranum að vægari úrræði hefðu verið möguleg við þessar aðstæður. Þannig hefði ekki verið brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar við uppsögnina. Ómálefnaleg uppsögn vegna óstaðfestra ásakana Hins vegar horfði dómurinn til þess að hin ætlaða orðsporsáhætta hefði einkum byggst á því að hljóðfæraleikarinn hefði verið borinn sökum um kynferðislega misnotkun. Hann hefði þó ekki verið fundinn sekur um slíka háttsemi eða verið ákærður. Réttmæti ásakana á hendur honum hefðu því ekki verið staðfestar með sakfellingu, þvert á móti hefði verið komist að þeirri niðurstöðu að það sem fram hefði komið um meinta háttsemi hljóðfæraleikarans væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellingar að undangenginni lögreglurannsókn. Vísað var til stjórnarskrárinnar þar sem mælt er fyrir um að fólk skuli talið saklaust þar til sekt þess sé sönnuð. Reglan setji Sinfóníuhljómsveit Íslands sem stjórnvalds skorður . Þótt skýrt hafi komið fram að Sinfó hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort umræddar ásakanir væru réttmætar hefði þetta þýðingu við mat dómsins á því hvort Sinfó hefði verið heimilt að byggja ákvörðun sína á orðsporsáhættu sem leiddi af ásökununum. Þótt fallast mætti á það með Sinfó að orðsporsáhætta hafi verið fyrir hendi tengd störfum hljóðfæraleikarans hjá sveitinni vegna ásakananna yrði ekki litið fram hjá því að ekki lá fyrir sönnun um að ásakanirnar ættu við rök að styðjast. Það væri ekki málefnalegt sjónarmið að byggja ákvörðun um jafn íþyngjandi ráðstöfun og að segja hljóðfæraleikaranum upp sökum orðsporsáhættu vegna óstaðfestra ásakana. Því var fallist á það með hljóðfæraleikaranum að uppsögnin væri ólögmæt. Hljóðfæraleikaranum voru dæmdar tvær milljónir króna í skaðabætur og 1250 þúsund krónur í miskabætur. Sinfóníuhljómsveit Íslands Dómsmál Tengdar fréttir Hljóðfæraleikarar landa kjarasamningi við ríkið Samningar hafa náðst í kjaradeilu hljóðfæraleikara Sinfoníuhljómsveitar Íslands við ríkið. Skrifað var undir samninga hjá ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld. 27. september 2023 20:48 Vísbendingar um ofbeldi innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands er að finna vísbendingar um einelti og ofbeldi innan sveitarinnar. 18. september 2023 21:46 Segir ásakanirnar blöndu af rangfærslum og ósannindum Árni Heimir Ingólfsson sver af sér allar ásakanir Bjarna Frímanns Bjarnasonar í hans garð. Í september í fyrra steig Bjarni Frímann fram og sakaði Árna Heimi um að hafa brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall. 27. júní 2023 14:36 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 13. desember síðastliðinn en málið á sér tæplega átta ára aðdraganda. Fyrrverandi eiginkona hljóðfæraleikarans, sem einnig spilar í hljómsveitinni, lagði árið 2015 fram kæru á hendur honum fyrir kynferðisbrot gegn barni. Lögregla rannsakaði málið, það fór á borð héraðssaksóknara sem tilkynnti árið 2016 að málið væri fellt niður. Það sem fram hefði komið væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellingar. Konan kærði niðurstöðuna til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðunina árið 2017. Skrifaði bréf og lýsti einelti Það var svo árið 2022 sem eiginkonan fyrrverandi skrifaði Sinfóníuhljómsveitinni bréf og lýsti meintu einelti hljóðfæraleikarans gagnvart henni á vinnustaðnum og greindi frá fyrrnefndri meintri kynferðislegri misnotkun. Stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar fékk málið á sitt borð og fjallaði um stöðuna sem upp var komin alls átta sinnum á árinu. Stjórnin leitaði álits tveggja ráðgjafarfyrirtækja. Bæði litu svo á að umtalsverð orðsporsáhætta væri fyrir hljómsveitina að hafa hljóðfæraleikarann áfram við störf. Því gætu fylgt fjárhagslegar afleiðingar enda reksturinn háður miðasölu og styrkjum. Þá kom fram í skýrslu annars ráðgjafans að því fylgdu neikvæð áhrif á starfsanda hjá Sinfó að bæði hljóðfæraleikarinn og konan fyrrverandi væru þar við störf. Sú hegðun sem konan kvartaði undan félli þó ekki undir skilgreiningu á einelti á vinnustað. Í málatilbúnaði Sinfóníunnar var vísað til fjölmiðlaumfjöllunar um málið sem hefði skaðað sveitina. Vegna þeirrar umfjöllunar hefði einn aðili í ferðaþjónustu helst úr lestinni sem styrktaraðili sveitarinnar. Einn lagðist gegn uppsögn Fór svo að stjórnin ákvað að segja hljóðfæraleikaranum upp eftir að hafa gefið honum færi á að útskýra mál sitt. Heildarhagsmunir Sinfó hefðu verið hafðir að leiðarljósi. Einn stjórnarmaður af fimm lagðist alfarið gegn ákvörðuninni og sagði hana ganga langt fram úr meðalhófi. Var hljóðfæraleikaranum sagt upp með bréfi Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra. Í rökstuðningi fyrir uppsögninni kom fram að mat sérfræðinga hefði verið afgerandi um þá áhættu sem fylgdi áframhaldandi störfum hans fyrir heildarhagsmuni Sinfó. Bæði þá er vörðuðu vinnu- og rekstrarumhverfi. Aðrar leiðir hefðu verið skoðaðar en í ljósi niðurstaðna tveggja ráðgjafa hafi þær ekki verið metnar fýsilegar heldur kynnu að auka áhættuna fyrir orðspor hljómsveitarinnar. Héraðsdómur taldi í niðurstöðu sinni málið hafa fengið nokkuð mikla umfjöllun á vettvangi stjórnar Sinfóníunnar áður en ákvörðun um uppsögn var tekin. Þá hefði farið fram ítarlega rannsókn á áhrifum þess að hafa hljóðfæraleikarann áfram við störf. Rannsókn hefði því ekki verið áfátt, andmælaréttur hljóðfæraleikarans virtur og lagt mat á þau andmæli. Ekki var fallist á það með hljóðfæraleikaranum að vægari úrræði hefðu verið möguleg við þessar aðstæður. Þannig hefði ekki verið brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar við uppsögnina. Ómálefnaleg uppsögn vegna óstaðfestra ásakana Hins vegar horfði dómurinn til þess að hin ætlaða orðsporsáhætta hefði einkum byggst á því að hljóðfæraleikarinn hefði verið borinn sökum um kynferðislega misnotkun. Hann hefði þó ekki verið fundinn sekur um slíka háttsemi eða verið ákærður. Réttmæti ásakana á hendur honum hefðu því ekki verið staðfestar með sakfellingu, þvert á móti hefði verið komist að þeirri niðurstöðu að það sem fram hefði komið um meinta háttsemi hljóðfæraleikarans væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellingar að undangenginni lögreglurannsókn. Vísað var til stjórnarskrárinnar þar sem mælt er fyrir um að fólk skuli talið saklaust þar til sekt þess sé sönnuð. Reglan setji Sinfóníuhljómsveit Íslands sem stjórnvalds skorður . Þótt skýrt hafi komið fram að Sinfó hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort umræddar ásakanir væru réttmætar hefði þetta þýðingu við mat dómsins á því hvort Sinfó hefði verið heimilt að byggja ákvörðun sína á orðsporsáhættu sem leiddi af ásökununum. Þótt fallast mætti á það með Sinfó að orðsporsáhætta hafi verið fyrir hendi tengd störfum hljóðfæraleikarans hjá sveitinni vegna ásakananna yrði ekki litið fram hjá því að ekki lá fyrir sönnun um að ásakanirnar ættu við rök að styðjast. Það væri ekki málefnalegt sjónarmið að byggja ákvörðun um jafn íþyngjandi ráðstöfun og að segja hljóðfæraleikaranum upp sökum orðsporsáhættu vegna óstaðfestra ásakana. Því var fallist á það með hljóðfæraleikaranum að uppsögnin væri ólögmæt. Hljóðfæraleikaranum voru dæmdar tvær milljónir króna í skaðabætur og 1250 þúsund krónur í miskabætur.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Dómsmál Tengdar fréttir Hljóðfæraleikarar landa kjarasamningi við ríkið Samningar hafa náðst í kjaradeilu hljóðfæraleikara Sinfoníuhljómsveitar Íslands við ríkið. Skrifað var undir samninga hjá ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld. 27. september 2023 20:48 Vísbendingar um ofbeldi innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands er að finna vísbendingar um einelti og ofbeldi innan sveitarinnar. 18. september 2023 21:46 Segir ásakanirnar blöndu af rangfærslum og ósannindum Árni Heimir Ingólfsson sver af sér allar ásakanir Bjarna Frímanns Bjarnasonar í hans garð. Í september í fyrra steig Bjarni Frímann fram og sakaði Árna Heimi um að hafa brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall. 27. júní 2023 14:36 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Hljóðfæraleikarar landa kjarasamningi við ríkið Samningar hafa náðst í kjaradeilu hljóðfæraleikara Sinfoníuhljómsveitar Íslands við ríkið. Skrifað var undir samninga hjá ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld. 27. september 2023 20:48
Vísbendingar um ofbeldi innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands er að finna vísbendingar um einelti og ofbeldi innan sveitarinnar. 18. september 2023 21:46
Segir ásakanirnar blöndu af rangfærslum og ósannindum Árni Heimir Ingólfsson sver af sér allar ásakanir Bjarna Frímanns Bjarnasonar í hans garð. Í september í fyrra steig Bjarni Frímann fram og sakaði Árna Heimi um að hafa brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall. 27. júní 2023 14:36
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent