Norðmenn líklega fyrstir til að samþykkja djúpsjávarnámugröft Lovísa Arnardóttir skrifar 9. janúar 2024 10:56 Terje Aasland er olíu- og orkumálaráðherra í Noregi. Málið er á hans borði. Vísir/EPA Norðmenn verða líklega þeir fyrstu til að hefja djúpsjávargröft eftir mikilvægum málmum. Málið er á dagskrá norska þingsins í dag. Það er nokkuð umdeilt að grafa eftir málmum á botni hafsins en mikil þörf er slíkum málmum í ýmis tæki. Fjallað er um málið á vef BBC í dag en þar segir að umhverfisverndarinnar hafi varað við því að slíkur gröftur geti haft alvarleg áhrif á sjávarlíf en búast má við nokkurri ljós – og hljóðmengun á sjávarbotni samhliða greftinum. Atkvæðagreiðslan sem fer fram í dag varðar aðeins norska landhelgi en í fréttinni segir að mögulega muni nást samkomulag á alþjóðavettvangi á þessu ári um slíkan námugröft. Þar kemur einnig fram að búist sé við því að atkvæðagreiðslan verði samþykkt án nokkurra vandræða á norska þinginu í dag. Norsk yfirvöld hafa enn fremur gefið það út að þau ætli sér ekki að gefa út leyfi til námugraftrar á hafsbotni fyrr en búið er að framkvæma frekari rannsóknir á umhverfisáhrifum. Verði gröfturinn samþykktur á norska þinginu opnar það 280 þúsund ferkílómetra svæði í norskri landhelgi fyrir slíkum námugrefti en það svæði er stærra en Bretland. Á hafsbotni er hægt að finna málma eins og liþíum, skandín og kóbalt sem er hægt að nota í til dæmis batterí. Málmarnir eru aðgengilegir í námum á landi en námurnar eru staðsettar í fáum löndum og er aðgengi að þeim ekki tryggt. Sem dæmi er slíkar námur að finna í Kongó en þar er að finna stærstu kóbaltnámur heimsins. Í Kongó eru víða átök sem getur haft áhrif á aðgengi að námunum. Evrópusambandið og Bretland hafa bæði kallað eftir tímabundnu banni á slíkum námugrefti vegna umhverfisáhrifa. Fjallað er nánar um málið á vef BBC. Vilji fólk kynna sér tillöguna er hægt að gera það hér á vef norska þingsins. Noregur Bretland Evrópusambandið Hafið Umhverfismál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Fjallað er um málið á vef BBC í dag en þar segir að umhverfisverndarinnar hafi varað við því að slíkur gröftur geti haft alvarleg áhrif á sjávarlíf en búast má við nokkurri ljós – og hljóðmengun á sjávarbotni samhliða greftinum. Atkvæðagreiðslan sem fer fram í dag varðar aðeins norska landhelgi en í fréttinni segir að mögulega muni nást samkomulag á alþjóðavettvangi á þessu ári um slíkan námugröft. Þar kemur einnig fram að búist sé við því að atkvæðagreiðslan verði samþykkt án nokkurra vandræða á norska þinginu í dag. Norsk yfirvöld hafa enn fremur gefið það út að þau ætli sér ekki að gefa út leyfi til námugraftrar á hafsbotni fyrr en búið er að framkvæma frekari rannsóknir á umhverfisáhrifum. Verði gröfturinn samþykktur á norska þinginu opnar það 280 þúsund ferkílómetra svæði í norskri landhelgi fyrir slíkum námugrefti en það svæði er stærra en Bretland. Á hafsbotni er hægt að finna málma eins og liþíum, skandín og kóbalt sem er hægt að nota í til dæmis batterí. Málmarnir eru aðgengilegir í námum á landi en námurnar eru staðsettar í fáum löndum og er aðgengi að þeim ekki tryggt. Sem dæmi er slíkar námur að finna í Kongó en þar er að finna stærstu kóbaltnámur heimsins. Í Kongó eru víða átök sem getur haft áhrif á aðgengi að námunum. Evrópusambandið og Bretland hafa bæði kallað eftir tímabundnu banni á slíkum námugrefti vegna umhverfisáhrifa. Fjallað er nánar um málið á vef BBC. Vilji fólk kynna sér tillöguna er hægt að gera það hér á vef norska þingsins.
Noregur Bretland Evrópusambandið Hafið Umhverfismál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira