Hvenær brýtur maður lög? Sigursteinn Másson skrifar 8. janúar 2024 14:31 Þessa dagana hugsar gamla ísland sér gott til glóðarinnar. Gömlu hagsmunaöflin um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi, forherrta valdaklíkan sem ekki má anda á og það er Þórðargleði hjá stjórnarandstöðu sem sér færi á að fella ríkisstjórn með vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur út af framgöngu hennar í dýravelferðarmáli. Sjálfstæðismenn gefa undir fótinn með það að greiða slíkri vantrauststillögu atkvæði sitt og að fella þar með sjálfir ríkisstjórnina. Og hvert skildi svo tilefnið vera? Í júní á síðasta ári stóð Svandís frammi fyrir því að velja á milli þess að fresta upphafi veiðitímabils á langreyðum með dags fyrirvara eða að láta hjá líða að bregðast á nokkurn hátt við skýru áliti Fagráðs um velferð dýra þess efnis að ekki væri hægt að tryggja mannúðlegar veiðar á stórhvelum. Svandís hafði einn föstudag og hluta mánudags til að rýna álit Fagráðs og ráðfærði sig við helstu sérfræðinga ráðuneytis hennar sem töldu frestun réttmæta og lögmæta. Niðurstaðan var sú að láta dýravelferðarlögin frá 2013 trompa 75 ára lög um hvalveiðar þótt með því væri vissulega tekin áhætta og að ákvörðunin yrði íþyngjandi fyrir Hval hf. Dýraverndin skildi njóta vafans. Þetta var tímamóta ákvörðun á Íslandi í þágu dýravelferðar, sem vissulega var tekin með mjög litlum fyrirvara, en það var líka ástæða fyrir því. Sú ástæða nefnist einu nafni Kristján Loftsson. Fram hefur komið að Kristján og Hvalur hf ollu miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um langreyðarveiðarnar 2022 sem síðan olli því að Fagráð um velferð dýra fékk málið ekki til umfjöllunar fyrr en síðla vors. Örstuttu fyrir áætlað upphaf langreyðarveiðanna barst skýrt álit Fagráðs til ráðherra sem bar þá að bregðast við. Eftirlitsskýrsla MAST leiddi í ljós að um þriðjungur langreyðanna líður miklar og langvarandi kvalir og niðurstaðan var sú að veiðarnar væru ekki í anda laga um dýravelferð. Fagráð um velferð dýra kvað enn sterkar að orði í sínu áliti og taldi enga leið að stunda þessar veiðar í samræmi við dýravelferðarlög. Þeir sem nú gagnrýna Svandísi hástöfum verða að svara þeirri spurningu hvað hún átti að gera í þeirri þröngu stöðu sem hún var? Átti hún að láta dýravelferðina lönd og leið og líta fyrst og fremst til atvinnuréttinda Hvals hf, þar sem í lang flestum tilvikum er um að ræða sumarstörf fyrir námsmenn, eða átti hún að gera þá kröfu á fyrirtækið að sýna innan tveggja mánaða fram á betrumbætur svo koma mætti í veg fyrir endurtekið dýraníð? Þá ákvörðun tók hún og fór þar með að sannfæringu sinni, af réttlætiskennd og að ráðleggingum sérfræðinga. Hvenær brýtur maður lög og hvenær brýtur maður ekki lög? Umboðsmaður Alþingis kýs að láta hin 75 ára útreltu lög um hvalveiðar trompa lög um dýravelferð frá 2013. Gott og vel. Það er þá hans mat. Í áliti hans segir að skort hafi nægilega skýra lagastoð fyrir frestun veiðitímabilsins. Ef þetta er áfellisdómur yfir einhverjum þá er það yfir löggjafanum sjálfum sem í áratugi hefur staðið vörð um þrönga og satt best að segja furðulega áráttu og hvalveiðihagsmuni eins manns. Það getur enginn haldið því fram að Svandís hafi ekki verið í góðri trú og studd af sérfræðingum ráðuneytis hennar, þegar hún tók þá ákvörðun að standa með málleysingjunum sem hafa í nafni þessarar þjóðar sætt ólýsanlegum pyndingum um áratugaskeið. Ég spyr, hvar eru nú þeir stjórnmálamenn, samtök og aktivistar sem á síðasta ári töluðu fyrir dýravelferð og verndun hvala? Höfundur er fulltrúi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Sigursteinn Másson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Þessa dagana hugsar gamla ísland sér gott til glóðarinnar. Gömlu hagsmunaöflin um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi, forherrta valdaklíkan sem ekki má anda á og það er Þórðargleði hjá stjórnarandstöðu sem sér færi á að fella ríkisstjórn með vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur út af framgöngu hennar í dýravelferðarmáli. Sjálfstæðismenn gefa undir fótinn með það að greiða slíkri vantrauststillögu atkvæði sitt og að fella þar með sjálfir ríkisstjórnina. Og hvert skildi svo tilefnið vera? Í júní á síðasta ári stóð Svandís frammi fyrir því að velja á milli þess að fresta upphafi veiðitímabils á langreyðum með dags fyrirvara eða að láta hjá líða að bregðast á nokkurn hátt við skýru áliti Fagráðs um velferð dýra þess efnis að ekki væri hægt að tryggja mannúðlegar veiðar á stórhvelum. Svandís hafði einn föstudag og hluta mánudags til að rýna álit Fagráðs og ráðfærði sig við helstu sérfræðinga ráðuneytis hennar sem töldu frestun réttmæta og lögmæta. Niðurstaðan var sú að láta dýravelferðarlögin frá 2013 trompa 75 ára lög um hvalveiðar þótt með því væri vissulega tekin áhætta og að ákvörðunin yrði íþyngjandi fyrir Hval hf. Dýraverndin skildi njóta vafans. Þetta var tímamóta ákvörðun á Íslandi í þágu dýravelferðar, sem vissulega var tekin með mjög litlum fyrirvara, en það var líka ástæða fyrir því. Sú ástæða nefnist einu nafni Kristján Loftsson. Fram hefur komið að Kristján og Hvalur hf ollu miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um langreyðarveiðarnar 2022 sem síðan olli því að Fagráð um velferð dýra fékk málið ekki til umfjöllunar fyrr en síðla vors. Örstuttu fyrir áætlað upphaf langreyðarveiðanna barst skýrt álit Fagráðs til ráðherra sem bar þá að bregðast við. Eftirlitsskýrsla MAST leiddi í ljós að um þriðjungur langreyðanna líður miklar og langvarandi kvalir og niðurstaðan var sú að veiðarnar væru ekki í anda laga um dýravelferð. Fagráð um velferð dýra kvað enn sterkar að orði í sínu áliti og taldi enga leið að stunda þessar veiðar í samræmi við dýravelferðarlög. Þeir sem nú gagnrýna Svandísi hástöfum verða að svara þeirri spurningu hvað hún átti að gera í þeirri þröngu stöðu sem hún var? Átti hún að láta dýravelferðina lönd og leið og líta fyrst og fremst til atvinnuréttinda Hvals hf, þar sem í lang flestum tilvikum er um að ræða sumarstörf fyrir námsmenn, eða átti hún að gera þá kröfu á fyrirtækið að sýna innan tveggja mánaða fram á betrumbætur svo koma mætti í veg fyrir endurtekið dýraníð? Þá ákvörðun tók hún og fór þar með að sannfæringu sinni, af réttlætiskennd og að ráðleggingum sérfræðinga. Hvenær brýtur maður lög og hvenær brýtur maður ekki lög? Umboðsmaður Alþingis kýs að láta hin 75 ára útreltu lög um hvalveiðar trompa lög um dýravelferð frá 2013. Gott og vel. Það er þá hans mat. Í áliti hans segir að skort hafi nægilega skýra lagastoð fyrir frestun veiðitímabilsins. Ef þetta er áfellisdómur yfir einhverjum þá er það yfir löggjafanum sjálfum sem í áratugi hefur staðið vörð um þrönga og satt best að segja furðulega áráttu og hvalveiðihagsmuni eins manns. Það getur enginn haldið því fram að Svandís hafi ekki verið í góðri trú og studd af sérfræðingum ráðuneytis hennar, þegar hún tók þá ákvörðun að standa með málleysingjunum sem hafa í nafni þessarar þjóðar sætt ólýsanlegum pyndingum um áratugaskeið. Ég spyr, hvar eru nú þeir stjórnmálamenn, samtök og aktivistar sem á síðasta ári töluðu fyrir dýravelferð og verndun hvala? Höfundur er fulltrúi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins á Íslandi.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar