Katrín segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Rafn Ágúst Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 6. janúar 2024 17:13 Katrín Jakobsdóttir segir mál Svandísar og Bjarna ekki sambærileg og að álit Umboðsmanns sé ekki tilefni til róttækra aðgerða. Vísir/Ívar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Svandísar Svavardóttur matvælaráðherra. Hún segir að mikilvægt sé að taka niðurstöðu Umboðsmanns alvarlega og draga af henni lærdóm en að hún gefi ekki tilefni til róttækra aðgerða. Hún segir að álitið kalli ekki á önnur viðbrögð en að þetta tiltekna lagaumhverfi verði rýnt en gefur ekki mikið fyrir samanburð þessa máls og afsagnar Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra. Hún segir að ráðherrar bregðist við álitum Umboðsmanns hver á sinn hátt og að hún hafi bæði skilið og virt ákvörðun Bjarna en að málin séu ekki sambærileg. Aðspurð um mögulega bótakröfu Hvals hf. í kjölfar álitsins segir hún að þau mál verði leyst fyrir dómsstólum og að umboðsmaður vísi til þess í áliti sínu. Hefur haft áhrif á samstarfið Katrín segir jafnframt að hún hafi skilning á því að félagar hennar í ríkisstjórninni hafi verið óánægðir með ákvörðun Svandísar. „Ég hef bæði rætt við Bjarna og Sigurð Inga eftir að þetta álit kom fram. Mér er auðvitað fullkunnugt um að sú ákvörðun sem tekin var í sumar vakti óánægju hjá mínu samstarfsfólki í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og auðvitað hefur þetta mál að því leyti haft áhrif á samstarfið,“ segir hún. „En ég lít líka svo á að það sé mjög einarður vilji til þess að takast á við þau stóru verkefni sem ríkisstjórnin ætlaði sér að takast á við,“ bætir Katrín við. Ástandinu sé lokið Varðandi álitið sjálft segir Katrín það liggja fyrir að Svandís hafði haft sjónarmið dýravelferðar að leiðarljósi og að hún hafi talið sig hafa heimild til þess að setja reglugerðina til að bregðast við ábendingum fagráðs um dýravernd. „Það er auðvitað mikilvægt að taka þá niðurstöðu alvarlega, skoða hana vel og rýna í og draga af henni lærdóm. Það liggur alveg fyrir að svona málum þurfi auðvitað að vinna úr þegar þau liggja fyrir,“ segir Katrín. Þó tekur hún fram að reglugerðin hafi auðvitað verið tímabundin og að það sé algjörlega skýrt að ástandinu sé nú lokið. „Það þarf að vinna betur úr þessu og skoða betur þetta lagaumhverfi og hvernig þetta fer allt saman saman,“ segir Katrín. Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hún segir að álitið kalli ekki á önnur viðbrögð en að þetta tiltekna lagaumhverfi verði rýnt en gefur ekki mikið fyrir samanburð þessa máls og afsagnar Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra. Hún segir að ráðherrar bregðist við álitum Umboðsmanns hver á sinn hátt og að hún hafi bæði skilið og virt ákvörðun Bjarna en að málin séu ekki sambærileg. Aðspurð um mögulega bótakröfu Hvals hf. í kjölfar álitsins segir hún að þau mál verði leyst fyrir dómsstólum og að umboðsmaður vísi til þess í áliti sínu. Hefur haft áhrif á samstarfið Katrín segir jafnframt að hún hafi skilning á því að félagar hennar í ríkisstjórninni hafi verið óánægðir með ákvörðun Svandísar. „Ég hef bæði rætt við Bjarna og Sigurð Inga eftir að þetta álit kom fram. Mér er auðvitað fullkunnugt um að sú ákvörðun sem tekin var í sumar vakti óánægju hjá mínu samstarfsfólki í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og auðvitað hefur þetta mál að því leyti haft áhrif á samstarfið,“ segir hún. „En ég lít líka svo á að það sé mjög einarður vilji til þess að takast á við þau stóru verkefni sem ríkisstjórnin ætlaði sér að takast á við,“ bætir Katrín við. Ástandinu sé lokið Varðandi álitið sjálft segir Katrín það liggja fyrir að Svandís hafði haft sjónarmið dýravelferðar að leiðarljósi og að hún hafi talið sig hafa heimild til þess að setja reglugerðina til að bregðast við ábendingum fagráðs um dýravernd. „Það er auðvitað mikilvægt að taka þá niðurstöðu alvarlega, skoða hana vel og rýna í og draga af henni lærdóm. Það liggur alveg fyrir að svona málum þurfi auðvitað að vinna úr þegar þau liggja fyrir,“ segir Katrín. Þó tekur hún fram að reglugerðin hafi auðvitað verið tímabundin og að það sé algjörlega skýrt að ástandinu sé nú lokið. „Það þarf að vinna betur úr þessu og skoða betur þetta lagaumhverfi og hvernig þetta fer allt saman saman,“ segir Katrín.
Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira