Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. janúar 2024 21:01 Margrét Guðjónsdóttir starfandi framkvæmdastjóri öldrunar og endurhæfingar á Landspítalanum segir erfitt að horfa upp á stóran hóp aldraðra vera fastan á spítalanum í langan tíma. Vísir/Arnar Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli. Mikið álag hefur verið á Landspítalanum undanfarið og sjúklingar þurft að liggja á göngum vegna þrengsla. Gripið hefur verið til ýmissa ráðstafana vegna þessa meðal annars grímuskyldu. Eitt af því sem hefur áhrif á stöðuna er hversu erfiðlega gengur að útskrifa hóp aldraðra sjúklinga á spítalanum sem þurfa önnur úrræði líkt og hjúkrunarheimili. Hópurinn sem bíður nú á spítalanum telur á milli áttatíu og hundrað manns sem er svipaður fjöldi og þurfti að liggja á göngum spítalans þegar mest var í vikunni. „Það er svolítið verið að dæma fólk úr leik með því að láta það bíða á Landspítalanum vikum og mánuðum saman eftir betra úrræði. Þetta er okkar besta fólk sem að öllum þykir vænt um sem þarf að eyða dögunum á náttfötum og borða allar máltíðar á rúmstokknum og lifa við það að vera flutt fram og til baka á deildinni eftir því sem að hentar hverju sinni. Það sem er kannski svona uggvænlegt er að við sjáum ekki alveg svona einhverja stóra lausn til frambúðar,“ segir Margrét Guðjónsdóttir starfandi framkvæmdastjóri öldrunar og endurhæfingar á Landspítalanum. Hún segir marga þurfa dvelja lengi á spítalanum. „Fólk getur verið alveg marga mánuði og ég hef séð fólk upp undir ár búið að bíða eftir plássi. Þetta fólk á miklu betra skilið og við viljum ekki að á síðustu metrunum þá sé fólk orðið eitthvað vandamál. Það er bara ekki fallega farið með fólk.“ Hún segir að kerfisbreyting þurfi að eiga sér stað til að ná tökum á vandamálinu og mögulega líta til hinna Norðurlandanna þar sem betri árangur hafi náðst. „Við erum með ábyrgð á þessum málum mjög margskipta og margir að sinna þessu. Þannig að okkur svona heildstætt hefur ekki tekist að finna lausn í okkar samfélagi. Ekki enn þá.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allt að átta tíma bið: „Við höfum ekki séð það svartara“ Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. 4. janúar 2024 19:30 „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51 Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Mikið álag hefur verið á Landspítalanum undanfarið og sjúklingar þurft að liggja á göngum vegna þrengsla. Gripið hefur verið til ýmissa ráðstafana vegna þessa meðal annars grímuskyldu. Eitt af því sem hefur áhrif á stöðuna er hversu erfiðlega gengur að útskrifa hóp aldraðra sjúklinga á spítalanum sem þurfa önnur úrræði líkt og hjúkrunarheimili. Hópurinn sem bíður nú á spítalanum telur á milli áttatíu og hundrað manns sem er svipaður fjöldi og þurfti að liggja á göngum spítalans þegar mest var í vikunni. „Það er svolítið verið að dæma fólk úr leik með því að láta það bíða á Landspítalanum vikum og mánuðum saman eftir betra úrræði. Þetta er okkar besta fólk sem að öllum þykir vænt um sem þarf að eyða dögunum á náttfötum og borða allar máltíðar á rúmstokknum og lifa við það að vera flutt fram og til baka á deildinni eftir því sem að hentar hverju sinni. Það sem er kannski svona uggvænlegt er að við sjáum ekki alveg svona einhverja stóra lausn til frambúðar,“ segir Margrét Guðjónsdóttir starfandi framkvæmdastjóri öldrunar og endurhæfingar á Landspítalanum. Hún segir marga þurfa dvelja lengi á spítalanum. „Fólk getur verið alveg marga mánuði og ég hef séð fólk upp undir ár búið að bíða eftir plássi. Þetta fólk á miklu betra skilið og við viljum ekki að á síðustu metrunum þá sé fólk orðið eitthvað vandamál. Það er bara ekki fallega farið með fólk.“ Hún segir að kerfisbreyting þurfi að eiga sér stað til að ná tökum á vandamálinu og mögulega líta til hinna Norðurlandanna þar sem betri árangur hafi náðst. „Við erum með ábyrgð á þessum málum mjög margskipta og margir að sinna þessu. Þannig að okkur svona heildstætt hefur ekki tekist að finna lausn í okkar samfélagi. Ekki enn þá.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allt að átta tíma bið: „Við höfum ekki séð það svartara“ Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. 4. janúar 2024 19:30 „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51 Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Allt að átta tíma bið: „Við höfum ekki séð það svartara“ Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. 4. janúar 2024 19:30
„Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51
Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent