Nýnasistar dæmdir fyrir yfirlýsingar um að „lóga“ ætti Archie prins Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2024 19:22 Gibbons (til vinstri) og Patton-Walsh (til hægri) lýstu því yfir að það ætti að lóga Archie Mountbatten-Windsor, syni hertogans og hertogynjunnar af Sussex, Harry og Megan (fyrir miðju). Samsett/Metropolitan Police Tveir nýnasistar sem hótuðu Archie, syni Harry Bretaprins og Meghan Markle, ofbeldi í hlaðvarpi fyrir þremur árum hlutu í dag tíu og ellefu ára fangelsisdóm fyrir brot á hryðjuverkalögum. Mennirnir lýstu Archie sem veru sem ætti að „lóga“ og vildu að Harry yrði tekin af lífi fyrir landráð. Mennirnir voru sakfelldir í hæstarétti Bretlands í dag fyrir átta brot gegn hryðjuverkalögum. Hinn 40 ára gamli Cristopher Gibbons hlaut ellefu ára dóm og hinn 34 ára Tyrone Patten-Walsh hlaut tíu ára dóm. Undir dulnefnunum Cristopher White og Joseph Walsh héldu mennirnir úti öfgahægri hlaðvarpinu Lone Wolf Radio sem síðar varð að Black Wolf Radio. Þar viðruðu þeir hómófóbískar, rasískar og kvenfyrirlitnar skoðanir sínar. Þegar lögregla komst á snoðir um hlaðvarpið í júní 2020 voru áskrifendur að hlaðvarpinu 128 og áhorfendur um 9 þúsund. Lóga ætti Archie og dæma Harry til dauða Gibbons lýsti Archie í hlaðvarpinu sem „veru [sem] ætti að lóga“ og kallaði eftir því að Harry yrði „sóttur til saka og dæmdur til dauða fyrir landráð“. Mennirnir lýstu því yfir í hlaðvarpinu að „kynþáttur hvítra væri líklegur til að vera 'þurrkaður út' ef ekki væru tekin ákveðin skref til að berjast gegn þeirri þróun“. Einnig lýstu þeir yfir ánægju með „dag reipisins“ [e. day of the rope] þar sem „kynþáttasvikarar“ yrðu hengdir í massavís, sérstaklega þeir sem ættu í samböndum við aðra kynþætti. Þættir hlaðvarpsins voru með myndir sem endurspegluðu hatursfull viðhorf þeirra, meðal annars mynd af aftöku SS-sveita nasista á gyðingi og annarri af hengingu á Mandela. Gibbons hlaut lengri dóm fyrir að hafa deilt skjölum sem hvöttu til hryðjuverka á síðu sinni „The Radicalisation Library“ en áskrifendur að henni voru 2.191 í september 2020. Þar var fólk hvatt til að fremja hryðjuverk. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Sjá meira
Mennirnir voru sakfelldir í hæstarétti Bretlands í dag fyrir átta brot gegn hryðjuverkalögum. Hinn 40 ára gamli Cristopher Gibbons hlaut ellefu ára dóm og hinn 34 ára Tyrone Patten-Walsh hlaut tíu ára dóm. Undir dulnefnunum Cristopher White og Joseph Walsh héldu mennirnir úti öfgahægri hlaðvarpinu Lone Wolf Radio sem síðar varð að Black Wolf Radio. Þar viðruðu þeir hómófóbískar, rasískar og kvenfyrirlitnar skoðanir sínar. Þegar lögregla komst á snoðir um hlaðvarpið í júní 2020 voru áskrifendur að hlaðvarpinu 128 og áhorfendur um 9 þúsund. Lóga ætti Archie og dæma Harry til dauða Gibbons lýsti Archie í hlaðvarpinu sem „veru [sem] ætti að lóga“ og kallaði eftir því að Harry yrði „sóttur til saka og dæmdur til dauða fyrir landráð“. Mennirnir lýstu því yfir í hlaðvarpinu að „kynþáttur hvítra væri líklegur til að vera 'þurrkaður út' ef ekki væru tekin ákveðin skref til að berjast gegn þeirri þróun“. Einnig lýstu þeir yfir ánægju með „dag reipisins“ [e. day of the rope] þar sem „kynþáttasvikarar“ yrðu hengdir í massavís, sérstaklega þeir sem ættu í samböndum við aðra kynþætti. Þættir hlaðvarpsins voru með myndir sem endurspegluðu hatursfull viðhorf þeirra, meðal annars mynd af aftöku SS-sveita nasista á gyðingi og annarri af hengingu á Mandela. Gibbons hlaut lengri dóm fyrir að hafa deilt skjölum sem hvöttu til hryðjuverka á síðu sinni „The Radicalisation Library“ en áskrifendur að henni voru 2.191 í september 2020. Þar var fólk hvatt til að fremja hryðjuverk.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Sjá meira