Utan vallar: Þetta einstaka eina prósent Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2024 10:02 Gísli Þorgeir Kristjánsson fagnar eftir að Magdeburg vann Kielce í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. getty/Frederic Scheidemann Með allar líkur sér í óhag og eftir að hafa fengið mótlætisstorm í fangið vann Gísli Þorgeir Kristjánsson eitt magnaðasta íþróttaafrek Íslandssögunnar. Þess vegna er hann verðskuldaður Íþróttamaður ársins 2023. Það eru fjórar mínútur eftir af undanúrslitaleik Magdeburg og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Staðan er 29-30, Börsungum í vil. Gísli keyrir inn í vörn Barcelona en rekst utan í brasilíska heljarmennið Thiago Pietrus. Hann fær þungt högg á öxlina, liggur óvígur eftir og kemur ekki meira við sögu í leiknum sem Magdeburg vinnur í vítakeppni. Gísli fagnar sigrinum með félögum sínum með höndina í fatla. Eftir leikinn greindi Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburg, frá því að Gísli hefði farið úr axlarlið, ekki í fyrsta og ekki í annað sinn á ferlinum. Hafnfirðingurinn sést því væntanlega ekkert aftur á handboltavellinum fyrr en eftir nokkra mánuði. Það hefði verið niðurstaðan fyrir 99 prósent allra íþróttamanna. En Gísli er hluti af þessu einstaka eina prósenti. Svona eintök koma ekki í hverju goti. Eftir rúmar tuttugu mínútur skokkar Gísli inn á völlinn í úrslitaleiknum gegn Kielce, daginn eftir að hafa farið úr axlarlið. Um er að ræða einhverja rosalegustu upprisu frá því Lasarus vaknaði til lífsins fyrir margt löngu. Það er sennilega lygasaga og endurkoma Gísla hefði ekki átt að vera möguleg. En hún var það samt. Úrslitaleikurinn var æsispennandi og úrslitin réðust í framlengingu. Þar spilaði Gísli fullkomnar tíu mínútur og átti þátt í öllum mörkum Magdeburg sem vann leikinn, 30-29. Gísli skoraði alls sex mörk í leiknum, átti þátt í fjölda annarra og var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar. Og svo það sé endurtekið. Degi fyrir úrslitaleikinn fór Gísli úr axlarlið. Það er ekki eins og að brjóta nögl. Það á ekki vera hægt að spila jafn vel og Gísli gerði eftir að hafa orðið fyrir meiðslum af þessu tagi, hvað þá eftir að hafa farið nokkrum sinnum áður úr axlarlið. Þetta var einfaldlega goðsagnastöff hjá Gísla. Drengurinn er með hærri sársaukaþröskuld en innbrotsþjófarnir í Home Alone og sýndi fádæma keppnishörku og ósérhlífni í afar erfiðum aðstæðum. Gísli sýndi líka einstakt hugrekki. Þrátt fyrir að allar axlarófarirnar, og sérstaklega frá deginum áður, hafi eflaust verið bakvið eyrað réðist hann ítrekað á varnarmenn Kielce, plataði þá upp úr skónum, skoraði sjálfur eða lagði á borð fyrir samherja sína. Gísli fagnar Meistaradeildartitlinum á ráðhústorginu í Magdeburg.getty/Ronny Hartmann Það má heldur ekki gleyma því að Gísli var nýkominn aftur á völlinn fyrir úrslitahelgina eftir að hafa, jú fótbrotnað (!) nokkrum vikum áður. Hann braut bein í ökkla í Meistaradeildarleik gegn Wisla Plock 10. maí. Allir bjuggust við því að tímabilinu væri lokið og Magdeburg lýsti því meðal annars yfir. En mánuði síðar sneri hann aftur á völlinn. Vonin var um að spila úrslitahelgi Meistaradeildarinnar var afar veik en hún var til staðar og hélt honum gangandi eins og hann sagði í viðtali við undirritaðan í byrjun júní. „Það var algjör gulrót og markmiðið sem ég var alltaf með í hausnum. Það var eitthvað sem ég vildi ekki missa. Jafnvel þótt það væri ekki nema eitt prósent líkur til að ná því ætlaði ég að gera allt til þess. Ég var alveg hundrað prósent viss um að ég myndi aldrei sjá eftir vinnunni sem ég myndi leggja í það. Ég gæti alltaf sagt við sjálfan mig að ég hefði reynt allt til að láta þetta ganga,“ sagði Gísli. Eitt prósent von var nóg von til að keyra þennan einstaka íþróttamann áfram. Hann var svo aftur kýldur kaldur gegn Barcelona en stóð aftur upp og storkaði íþróttalögmálunum daginn eftir. Sly sjálfur hefði varla getað skrifað betra handrit að íþróttaendurkomu. Þótt Gísli myndi ekki gera neitt í viðbót á ferlinum væri hans arfleið í íslenskri íþróttasögu tryggð. En íþróttamenn sem tilheyra þessu einstaka eina prósenti eru aldrei saddir. Það eru fleiri afrek sem þarf að vinna og þau munu vinnast. Gísli mun halda áfram að skrifa goðsöguna um sjálfan sig. Landslið karla í handbolta Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Utan vallar Íþróttamaður ársins Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Sjá meira
Það eru fjórar mínútur eftir af undanúrslitaleik Magdeburg og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Staðan er 29-30, Börsungum í vil. Gísli keyrir inn í vörn Barcelona en rekst utan í brasilíska heljarmennið Thiago Pietrus. Hann fær þungt högg á öxlina, liggur óvígur eftir og kemur ekki meira við sögu í leiknum sem Magdeburg vinnur í vítakeppni. Gísli fagnar sigrinum með félögum sínum með höndina í fatla. Eftir leikinn greindi Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburg, frá því að Gísli hefði farið úr axlarlið, ekki í fyrsta og ekki í annað sinn á ferlinum. Hafnfirðingurinn sést því væntanlega ekkert aftur á handboltavellinum fyrr en eftir nokkra mánuði. Það hefði verið niðurstaðan fyrir 99 prósent allra íþróttamanna. En Gísli er hluti af þessu einstaka eina prósenti. Svona eintök koma ekki í hverju goti. Eftir rúmar tuttugu mínútur skokkar Gísli inn á völlinn í úrslitaleiknum gegn Kielce, daginn eftir að hafa farið úr axlarlið. Um er að ræða einhverja rosalegustu upprisu frá því Lasarus vaknaði til lífsins fyrir margt löngu. Það er sennilega lygasaga og endurkoma Gísla hefði ekki átt að vera möguleg. En hún var það samt. Úrslitaleikurinn var æsispennandi og úrslitin réðust í framlengingu. Þar spilaði Gísli fullkomnar tíu mínútur og átti þátt í öllum mörkum Magdeburg sem vann leikinn, 30-29. Gísli skoraði alls sex mörk í leiknum, átti þátt í fjölda annarra og var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar. Og svo það sé endurtekið. Degi fyrir úrslitaleikinn fór Gísli úr axlarlið. Það er ekki eins og að brjóta nögl. Það á ekki vera hægt að spila jafn vel og Gísli gerði eftir að hafa orðið fyrir meiðslum af þessu tagi, hvað þá eftir að hafa farið nokkrum sinnum áður úr axlarlið. Þetta var einfaldlega goðsagnastöff hjá Gísla. Drengurinn er með hærri sársaukaþröskuld en innbrotsþjófarnir í Home Alone og sýndi fádæma keppnishörku og ósérhlífni í afar erfiðum aðstæðum. Gísli sýndi líka einstakt hugrekki. Þrátt fyrir að allar axlarófarirnar, og sérstaklega frá deginum áður, hafi eflaust verið bakvið eyrað réðist hann ítrekað á varnarmenn Kielce, plataði þá upp úr skónum, skoraði sjálfur eða lagði á borð fyrir samherja sína. Gísli fagnar Meistaradeildartitlinum á ráðhústorginu í Magdeburg.getty/Ronny Hartmann Það má heldur ekki gleyma því að Gísli var nýkominn aftur á völlinn fyrir úrslitahelgina eftir að hafa, jú fótbrotnað (!) nokkrum vikum áður. Hann braut bein í ökkla í Meistaradeildarleik gegn Wisla Plock 10. maí. Allir bjuggust við því að tímabilinu væri lokið og Magdeburg lýsti því meðal annars yfir. En mánuði síðar sneri hann aftur á völlinn. Vonin var um að spila úrslitahelgi Meistaradeildarinnar var afar veik en hún var til staðar og hélt honum gangandi eins og hann sagði í viðtali við undirritaðan í byrjun júní. „Það var algjör gulrót og markmiðið sem ég var alltaf með í hausnum. Það var eitthvað sem ég vildi ekki missa. Jafnvel þótt það væri ekki nema eitt prósent líkur til að ná því ætlaði ég að gera allt til þess. Ég var alveg hundrað prósent viss um að ég myndi aldrei sjá eftir vinnunni sem ég myndi leggja í það. Ég gæti alltaf sagt við sjálfan mig að ég hefði reynt allt til að láta þetta ganga,“ sagði Gísli. Eitt prósent von var nóg von til að keyra þennan einstaka íþróttamann áfram. Hann var svo aftur kýldur kaldur gegn Barcelona en stóð aftur upp og storkaði íþróttalögmálunum daginn eftir. Sly sjálfur hefði varla getað skrifað betra handrit að íþróttaendurkomu. Þótt Gísli myndi ekki gera neitt í viðbót á ferlinum væri hans arfleið í íslenskri íþróttasögu tryggð. En íþróttamenn sem tilheyra þessu einstaka eina prósenti eru aldrei saddir. Það eru fleiri afrek sem þarf að vinna og þau munu vinnast. Gísli mun halda áfram að skrifa goðsöguna um sjálfan sig.
Landslið karla í handbolta Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Utan vallar Íþróttamaður ársins Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti