Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2024 12:07 Aron Pálmarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins undanfarin ár. vísir/einar Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Í nóvember var greint frá því að Arnarlax væri nýr bakhjarl HSÍ og að fyrirtækið yrði með vörumerki sitt á baki allra keppnistreyja landsliðanna í handbolta. Samningurinn er vægast sagt umdeildur og fjölmargir hafa gagnrýnt hann, þar á meðal fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson. Hann talaði um hneyksli og hann hefði aldrei samþykkt að bera auglýsingu frá Arnarlaxi ef hann væri þjálfari landsliðsins. Forysta HSÍ hefur ekki viljað tjá sig um samninginn við Arnarlax og Guðmundur B. Ólafsson, formaður sambandsins, hafnaði viðtali við Stöð 2 um málið í síðasta mánuði. Aron Pálmarsson er mikill laxveiðimaður og nafni hans, Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport, spurði landsliðsfyrirliðann út í samning HSÍ við Arnarlax. „Þetta truflar mig ekki neitt en að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki,“ sagði Aron. „Þetta er eitthvað sem kemur okkur leikmönnum í sjálfu sér ekkert við. Við fáum ekki borgað fyrir að spila fyrir landsliðið og það er ekki talað við okkur þegar verið er að semja við styrktaraðila. En ef ég hefði verið á einhverjum stjórnarfundi hefði ég mögulega látið eitthvað í mér heyra.“ Klippa: Aron um samning HSÍ við Arnarlax Ekki voru allir innan HSÍ sáttir við samninginn við Arnarlax. Til að mynda hætti Davíð Lúther Sigurðsson í stjórn HSÍ og sendi Guðmundi formanni tölvupóst vegna málsins. Þar kom fram að hann hefði misst af stjórnarfundi 6. nóvember þar sem greint var frá nýjum styrktaraðila sambandsins. „Ég á erfitt með að trúa því að það hafi ekki verið rökræður á þessum fundi vegna þessa máls og bjóst ég því við að þegar eldfim mál koma upp að hringt er í stjórnarmann sem er formaður markaðs og kynningarmála ef hann kemst ekki á fund til að bera undir eða jafnvel að segja að minnsta kosti frá því að þetta hafi verið samþykkt þar sem þetta klárlega fellur undir markaðs og kynningarmál,“ sagði Davíð Lúther ósáttur. HSÍ hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að vera með styrktarsamning við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd sem komst í fréttirnar þegar Arik Thtilman, ísraelskur eigandi þess og forstjóri, lét þau ummæli falla að eyða ætti öllum Hamasliðum. Landslið karla í handbolta HSÍ EM 2024 í handbolta Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Sjá meira
Í nóvember var greint frá því að Arnarlax væri nýr bakhjarl HSÍ og að fyrirtækið yrði með vörumerki sitt á baki allra keppnistreyja landsliðanna í handbolta. Samningurinn er vægast sagt umdeildur og fjölmargir hafa gagnrýnt hann, þar á meðal fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson. Hann talaði um hneyksli og hann hefði aldrei samþykkt að bera auglýsingu frá Arnarlaxi ef hann væri þjálfari landsliðsins. Forysta HSÍ hefur ekki viljað tjá sig um samninginn við Arnarlax og Guðmundur B. Ólafsson, formaður sambandsins, hafnaði viðtali við Stöð 2 um málið í síðasta mánuði. Aron Pálmarsson er mikill laxveiðimaður og nafni hans, Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport, spurði landsliðsfyrirliðann út í samning HSÍ við Arnarlax. „Þetta truflar mig ekki neitt en að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki,“ sagði Aron. „Þetta er eitthvað sem kemur okkur leikmönnum í sjálfu sér ekkert við. Við fáum ekki borgað fyrir að spila fyrir landsliðið og það er ekki talað við okkur þegar verið er að semja við styrktaraðila. En ef ég hefði verið á einhverjum stjórnarfundi hefði ég mögulega látið eitthvað í mér heyra.“ Klippa: Aron um samning HSÍ við Arnarlax Ekki voru allir innan HSÍ sáttir við samninginn við Arnarlax. Til að mynda hætti Davíð Lúther Sigurðsson í stjórn HSÍ og sendi Guðmundi formanni tölvupóst vegna málsins. Þar kom fram að hann hefði misst af stjórnarfundi 6. nóvember þar sem greint var frá nýjum styrktaraðila sambandsins. „Ég á erfitt með að trúa því að það hafi ekki verið rökræður á þessum fundi vegna þessa máls og bjóst ég því við að þegar eldfim mál koma upp að hringt er í stjórnarmann sem er formaður markaðs og kynningarmála ef hann kemst ekki á fund til að bera undir eða jafnvel að segja að minnsta kosti frá því að þetta hafi verið samþykkt þar sem þetta klárlega fellur undir markaðs og kynningarmál,“ sagði Davíð Lúther ósáttur. HSÍ hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að vera með styrktarsamning við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd sem komst í fréttirnar þegar Arik Thtilman, ísraelskur eigandi þess og forstjóri, lét þau ummæli falla að eyða ætti öllum Hamasliðum.
Landslið karla í handbolta HSÍ EM 2024 í handbolta Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Sjá meira
Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06